Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 11
Í samræmi við lög VR óskar uppstillinga­ nefnd eftir frambjóðendum til að skipa lista stjórnar og trúnaðarráðs vegna listakosningar um trúnaðarráð í félaginu. Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félagsmanna. Einnig verður litið til félagsaðildar og starfa fyrir félagið. Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins, svo sem við gerð kjarasamninga og stærri framkvæmdir. Uppstillinganefnd VR VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími: 510 1700 • vr@vr.is • vr.is Viltu leggja þitt af mörkum í starfi VR? Uppstillinganefnd VR óskar eftir frambjóðendum til trúnaðarráðs VR. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12.00 á hádegi þann 17. janúar næstkomandi. Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði. VÍSINDI Hópur vísindamanna við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og EMBL-stofnunina í Hamborg hefur með rannsóknum sínum varpað skýrara ljósi á stjórnprótínið MITF en það gegnir lykilhlutverki við myndun sortuæxla. Frá þessu er greint á vef Háskóla Íslands en niðurstöður rannsóknar- innar birtust nýlega í vísindaritinu Nucleic Acids Research. Er um að ræða nýjan áfanga í baráttunni við sortuæxli sem er hættulegasta tegund húðkrabba- meina. Með aukinni þekkingu á hegðun MITF aukist möguleikar á því að lækning finnist. Eiríkur Steingrímsson, prófess- or í sameindalíffræði við Háskóla Íslands, stýrði rannsóknarhópi Líf- vísindaseturs. „R annsók narstofa mín v ið Háskóla Íslands hefur lengi unnið að því að greina hlutverk og starf- semi MITF-prótínsins. Mikilvægur liður í slíkum rannsóknum er að geta greint byggingu prótína þar sem stöðu allra atóma þess í rúmi er lýst og tengingum þeirra innbyrðis,“ er haft eftir Eiríki. Hann segir samstarf við aðila eins og EMBL mjög mikilvægt fyrir fámennt vísindamannasamfélag eins og á Íslandi. Í rúman áratug hefur Eiríkur starfað náið með Matthias Wilmanns, stjórnanda EMBL, og Margréti Helgu Örnólfs- dóttur, dósent við læknadeild HÍ. Um áramótin tók Eiríkur við sem formaður stjórnar EMBL en 27 Evr- ópulönd eiga aðild að stofnuninni. – sar Rannsókn sem eykur skilning á sortuæxlum Rannsóknarstofa mín við Háskóla Íslands hefur lengi unnið að því að greina hlutverk og starfsemi MITF-prótínsins. Eiríkur Steingrímsson, prófessor Teitur Guðmundsson læknir Það þarf ekki að vefjast fyrir neinum að hollt mataræði og reglubundin hreyfing eru megin- stoðirnar í því að lifa heilbrigðu lífi. Það mætti bæta við andlegri vellíðan til að kóróna það sem þarf til að vera með allt á hreinu. Allt eru þetta atriði sem skipta verulegu máli og virka svo einföld og sjálfsögð, en þeir sem eru eldri en tvæ- vetur vita að það er alls ekki raunin. Það er stöðugt verið að segja okkur hvað er hollt og hvað ekki, sérstaklega er verið að ginna fólk með skyndilausnum og sannfæra það um að með þessum eða hinum matarkúrnum eða æfingakerf- inu muni allt breytast til hins betra. Þá má ekki gleyma því að þeir hinir sömu og hafa lifað tímana tvenna hafa heyrt slíkar ráðleggingar breytast í tímans rás. Einu sinni mátti ekki borða fitu, núna eiga allir að neyta smjörs, feitmetis og rjóma. Sykur er hið alræmda hvíta eitur auk þess að allar hveitivörur eru komnar á bann- lista. Ekki má borða nema ákveðnar tegundir af ávöxtum samkvæmt sumum, þá helst ekki drekka ávaxtasafa nema í hófi og allra síst mjólk. Allt eru þetta ákveðnar öfgar þó vissu- lega sé það vel þekkt að ákveðnir einstaklingar geti verið með óþol eða jafnvel ofnæmi fyrir ákveðnum tegundum fæðu, þá liggur það í augum uppi að ekki er hægt að ætlast til þess að allir séu eins og geti nýtt sér sömu leið- beiningar. Hið sama gildir um hreyfinguna, þar höfum við fengið ýmis ráð í gegnum tíðina, sum byggja á rannsóknum, önnur meira á sölumennsku og hefur fólki verið talin trú um að nýjasta æðið hverju sinni sé hið eina sanna. Á að þjálfa í hámarkspúls eða bara 80% af honum? Er best að brenna eingöngu, á að leggja áherslu á vöðvaþjálfun eða teygjur? Er skynsamlegt að þjálfa jafn- vægið eða eitthvað annað og þannig mætti telja áfram. Eru einhver tæki betri en önnur, þarf ég einkaþjálfara og líkamsræktarstöð eða get ég gert þetta sjálf/ur? Svarið við öllum þessum spurningum er einfalt, sitt lítið af hverju! Þegar maður, í öllu stressinu sem daglegt líf f lestra samanstendur af, er farinn að ofhugsa hlutina og taka um of mark á þeim ráðleggingum sem eru þarna úti auk þeirrar staðalímyndar sem allir verða að passa inn í þá er það ávísun á vandræði. Kvíði og spenna getur magnast upp, mikil samkeppni ríkir um það að líta sem best út og helst vera með sem flest járn í eldinum í einu. Það skilar sér oft í áhyggjum og svefnleysi sem svo eykur álagið á ein- staklinginn, fylgikvillarnir eru fyrst og fremst vanlíðan sem er í raun andstæð- an við það sem flestir eru að leita að. Að þessu sögðu er það engu að síður staðreynd að við erum það sem við borðum og ef við hreyfum okkur ekki reglubundið þá er líklegt að líkami okkar refsi okkur fyrir það á ein- hverjum tímapunkti. Þá kemur að því að spyrja sig: Hvað er skynsamlegast að gera? Ég er talsmaður jafnvægis og tel það í raun vera grundvallaratriði í öllum þeim þáttum sem að ofan eru taldir. Við getum ekki haft hugann stöðugt við það sem við erum að láta ofan í okkur, enginn endist á kúr. Það er því nauðsynlegt að þróa með okkur vanann að borða „rétt“ og þar liggur hundurinn grafinn. Það er líklega í lagi að borða sitt lítið af hverju ef maður passar skammtastærðir. Gott er að forðast það sem augljóslega fer illa í mann, en til þess að finna slíkt út er gott að halda matardagbók. Það má borða fitu og líka sykur, hvorugt er eitur nema í miklu magni, en saman getur það haft afdrifaríkar afleiðingar og í raun myndað ákveðna fíkn. Hið sama gildir um hreyfingu, hún verður að henta hverjum og einum og skapa ánægju, það er eina leiðin til að endast og að hún verði reglubundin. Streitu- losun og tímastjórnun auk samveru við fjölskyldu og vini mun skila mestum árangri og skila andlegri vellíðan í sam- hengi við mataræðið og hreyfinguna. Þess utan er skynsamlegt að láta fylgjast með áhættuþáttum sínum miðað við aldur og kyn. Þá er ég mjög áhugasamur um þá framþróun sem er að verða í læknis- fræði þar sem klæðskerasniðin meðferð að hverjum og einum er að þróast til að minnka aukaverkanir og bæta árangur meðferðar. Þetta módel er það sem koma skal í tengslum við ráðgjöf um heilsu og lífsstíl í framtíðinni, við verðum að geta áttað okkur á einstakl- ingnum betur en nú er hægt til að gefa honum einstaklingsmiðaða nálgun, því á þann veg nær hann frekar árangri og verður reiðubúnari að fylgja þeim ráðum sem henni eða honum eru gefin. Ég er sannfærður um að í þeirri ráðgjöf verður jafnvægið einnig lykilatriði. Góðar stundir! Í upphafi skal endinn skoða 9 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.