Fréttablaðið - 14.01.2020, Side 20
1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
KÖRFUBOLTI Bandaríski körfubolta-
maðurinn Jamal K. Olasawere var
leystur undan samningi sínum við
Grindavík í síðustu viku. Í tilkynn-
ingu sem félagið sendi frá sér um
viðskilnaðinn sagði að Jamal hefði
yfirgefið herbúðir liðsins vegna
meiðsla. Jamal segir hins vegar að
Grindavík hafi ætlað að nota aðra
tylliástæðu til þess að losa sig undir
samningi og ætlunin hjá forráða-
mönnum félagsins hafi verið að
sleppa við að borga út það sem eftir
er af samningi aðilanna. Þannig hafi
leikmenn Grindavíkurliðsins verið
settir í lyfjapróf í síðustu viku og því
ranglega haldið fram að í sýni hans
hafi fundist marijúana.
„Ég hef farið í fjölmörg lyfjapróf
á vegum alþjóðakörfuboltasam-
bandsins (FIBA) í þeim löndum
þar sem ég hef spilað. Þau próf hafa
verið gerð á mun vandaðri hátt en
þetta sem Grindavík framkvæmdi
og þar hafa þvag- og blóðsýni ávallt
verið hrein. Ég hef aldrei notað
fíkniefni á lífsleiðinni – þetta er því
lygi sem hefur áhrif á mannorð mitt
og möguleika til þess að starfa sem
körfuboltamaður í framhaldinu,“
segir Jamal við Fréttablaðið.
„Þeir höfðu í hótunum við mig
og sögðust ætla að siga lögreglunni
á mig ef ég myndi ekki yfirgefa
íbúðina undir eins. Ég er mjög sár
og sé núna að það sem Terrell Vin-
son, félagi minn, varaði mig við á
sínum tíma reyndist á rökum reist.
Mér finnst að koma þurfi í veg
fyrir að forráðamenn félagsins geti
komið svona fram við leikmenn
sína í framtíðinni,“ segir hann enn
fremur. Vinson sagði farir sínar
ekki sléttar af samskiptum sínum
við stjórn Grindavíkur í viðtali við
Morgunblaðið í upphafi síðasta árs.
„Þeir samþykktu svo eftir samn-
ingaviðræður við umboðsmann
minn að greiða mér hluta af þeirri
upphæð sem þeir skulduðu mér.
Þá var f lugfarið heim greitt. Mér
finnst sú staðreynd að þeir linuð-
ust í afstöðu sinni sýna að þeir
hafi áttað sig á því að þeir geti ekki
haldið lyginni um mig til streitu,“
segir leikmaðurinn,
„Ég er bundinn trúnaði og hef
ekkert leyfi til að fara að blaðra
um það í fjölmiðlum en það verður
rekið þvert ofan í ykkur ef þið skrif-
ið einhverja vitleysu – það er alveg
klárt. Það sem er satt er að hann er
meiddur og í tveggja leikja banni
og er af þeim sökum farinn heim til
sín,“ segir Ingibergur um málið.
Fréttablaðið fékk þó senda ljós-
mynd af þvagprufu Jamals og sam-
skiptum þar sem því er haldið fram
að hann hafi fallið á lyfjaprófi. – hó
Segist hafa verið borinn röngum sökum um fall á lyfjaprófi
Jamal er ósáttur við hegðun forráðamanna Grindavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
HANDBOLTI Íslenska liðið fékk
sannkallaða draumabyrjun gegn
Rússum í gær og gekk leikáætlunin
eins og í sögu í 34-23 sigri í Malmö.
Íslenska liðið er því með fullt hús
stiga eftir tvær umferðir og dugar
jafntefli gegn Ungverjum í lokaum-
ferðinni til að halda toppsæti riðils-
ins. Guðmundur Þ. Guðmundsson,
þjálfari landsliðsins, gat leyft sér
að dreifa álaginu vel og ættu menn
því að koma fullfrískir inn í leikinn
gegn Ungverjum annað kvöld og
með örlögin í eigin höndum. Þetta
er tíunda Evrópumótið í röð sem
Ísland kemst á en í fyrsta sinn sem
Ísland er með fullt hús stiga eftir tvo
leiki.
Rússarnir vilja stýra hraða leiks-
ins og koma í veg fyrir að flæði kom-
ist í leikinn eins og sást snemma í
leiknum. Boltinn var dæmdur af
Rússum strax í fyrstu sókn vegna
tafa og þá fengu þeir þrisvar til við-
bótar hendurnar á loft á upphafs-
mínútum leiksins. Á hinum enda
vallarins reyndu Strákarnir okkar
að keyra hratt, koma í veg fyrir að
Rússarnir næðu að stilla upp varn-
arleiknum og fundu fjölmargar
glufur á vörn andstæðinga sinna.
Íslenska liðið náði níu marka for-
skoti á 22. mínútu sem neyddi Rúss-
ana til að breyta leik sínum. Þeir
fóru í að reyna að klippa Aron Pálm-
arsson úr leiknum og auka hraðann
sóknarlega og með því tókst aðeins
að laga stöðuna á næstu mínútu.
Það truflaði ekki lið Íslands sem
setti aftur í gír og kom muninum
aftur upp í sjö mörk áður en liðin
gengu inn til búningsklefa. Í seinni
hálf leik hélt íslenska liðið góðri
stjórn á leiknum, rússneska liðið
sýndi aldrei neinar tilraunir til að
gera atlögu að forskoti Íslands sem
hélt 6-10 marka forskoti eftir því
sem líða tók á seinni hálfleikinn.
Guðmundur nýtti tækifærið og
kippti Aroni, Alexander Peterssyni
og Björgvini Páli Gústavssyni út af
en íslenska liðið sló ekki af og bætti
hægt og bítandi við forskotið þar
til leikurinn var flautaður af. Viggó
Kristjánsson nýtti tækifærið vel í
fjarveru Alexanders líkt og Viktor
Gísli Hallgrímsson sem varði fimm
af sex skotum Rússa eftir að Björg-
vin Páll tók sér sæti á bekknum og
munurinn fór upp í ellefu mörk.
Heilt yfir getur Guðmundur verið
afar ánægður með spilamennsku
Íslands á báðum endum vallarins
í gær. Öflug vörn Íslands aðstoðaði
Björgvin Pál og Viktor Gísla sem
stóðu vakt sína í markinu með
prýði. Í sókninni hélt Ísland sjó
þrátt fyrir tilraunir Rússa til að
brjóta upp sóknaratlotur Íslands
með því að klippa á Aron eftir að
hafa horft upp á sýningu Arons í
fyrsta leik. kristinnpall@frettabladid.is
Reykspóluðu fram úr Rússunum
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson kom inn í íslenska liðið í gær þegar Guðjón Valur Sigurðsson fékk hvíld og nýtti tækifærið vel. Árbæingurinn fagnar hér
einu af sex mörkum sínum í leiknum í gær en hann og þeir Alexander Petersson og Sigvaldi Guðjónsson voru markahæstir. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Íslenska liðið fagnar ógurlega í leikslok og myndatökumanninn langar að slást í hópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Strákarnir okkar stungu
af strax á upphafsmín-
útum leiksins í 34-23
sigri á Rússum í öðrum
leik E-riðils á Evrópu-
mótinu í handbolta.
Rússarnir réðu illa við
hraðan sóknarleik Ís-
lands og voru snemma
komnir í eltingarleik.