Fréttablaðið - 14.01.2020, Síða 25
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Þriðjudagur
hvar@frettabladid.is
14. JANÚAR 2020
Hvað? Tango milonga
Hvenær? 20.30-22.30
Hvar? Iðnó
Argentínskur tangó dunar. Dj er
Laura og gestgjafi er Baldur.
Hvað? Mahjang spilakvöld
Hvenær? 20.00
Hvar? Fiskislóð 10, annarri hæð,
gengið inn að aftan.
Mahjang er aldagamalt kubbaspil
sem enn í dag er spilað af milljónum
Kínverja um allan heim. Hér verður
haldin byrjendakennsla í þessu
skemmtilega spili og þátttakendur
læra í leiðinni nokkur kínversk
tákn. Kínverskir kennarar verða
á staðnum, sem og áhugasamir
íslenskir spilarar og kennarar.
Hvað? Kvartett Q
Hvenær? 20.30
Hvar? Kex hostel, Skúlagötu.
Kvartettinn skipa Andrés Þór Gunn-
laugsson á gítar, Sigurður Flosason
á saxófón, Birgir Steinn Theódórs-
son á kontrabassa og Erik Qvik á
trommur. Þeir leika fjölbreytilegt og
spennandi úrval tónlistar.
Aðgangur er ókeypis.
TÓNLIST
Vínartónleikar
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Verk eftir Strauss yngri, Lehár,
Bonis, Zeller, Tsjajkovskíj Siec-
zynski, Dostal og Beach.
Eldborg í Hörpu
Fimmtudaginn 9. janúar
Stjórnandi: Bjarni Frímann
Bjarnason
Einsöngvarar: Jóna G. Kolbrúnar-
dóttir og Garðar Thór Cortes.
Dansarar: Þorkell Jónsson, Denise
Margrét Yaghi, Gylfi Már Hrafns-
son, María Tinna Hauksdóttir,
Guðjón Erik Óskarsson og Eva
Karen Ólafsdóttir.
Sumir karlar leita í Frímúrara
regluna til að f lýja konurnar, eins
og einn meðlimur reglunnar sagði
mér einu sinni. Svipuð stemning
ríkti lengi, og gerir eiginlega enn þá,
í Vínarfílharmóníunni, sinfóníu
hljómsveit sem er næstum tveggja
alda gömul. Þar voru konur lengst
af bannaðar. Þegar hljómsveitin
hugðist fara í tónleikaferðalag um
Bandaríkin árið 1997 var gerð könn
un á viðhorfi þar vestra til hljóm
sveitarinnar. Í ljós kom að eitthvað
myndi ímynd sveitarinnar hressast
ef konur fengju að vera í henni. Einn
kvenkyns hörpuleikari var ráðinn
í framhaldinu. Ástandið hefur víst
aðeins lagast síðan þá.
Sama er uppi á teningnum hvað
varðar Vínartónleika Sinfóníu
hljómsveitar Íslands. Konur í Vín í
gamla daga máttu einfaldlega ekki
semja tónlist. Þetta hefur endur
speglast í efnisskránum, þar til
nú. Í ár voru verk eftir tvö kven
tónskáld, Mélanie Helene Bonis og
Amy Beach. Hvorugar þeirra voru
samt austurrískar; sú fyrrnefnda
var frönsk en hin bandarísk.
Tilgerðarlegur hátíðleiki
Lögin þeirra á tónleikunum voru
því miður fremur rislítil, en það
átti svo sem líka við um flest annað
á efnisskránni. Að einhverju leyti
má skrifa það á hljómsveitarstjórn
Bjarna Frímanns Bjarnasonar, sem
var heldur þunglamaleg.
Einhvers konar tilgerðarlegur
hátíðleiki einkenndi Keisaravals
inn og Dónárvalsinn eftir Jóhann
Strauss. Meira að segja valsinn
úr óperunni Jévgení Ónegín eftir
Tsjajkovskíj var hálf aumingjalegur.
Hvar var gleðin og hápunktarnir
sem eru svo rafmagnaðir þegar vel
tekst til?
Sumt var gott
Helst var forleikurinn úr Leður
blökunni eftir Strauss sannfær
andi. Hann var snarpur og tilþrifa
Rislitlir Vínartónleikar
ÉG VIL VEKJA FÓLK
TIL UMHUGSUNAR UM
ÞAÐ HVERS KONAR SAMBAND
VIÐ HÖFUM VIÐ NÁTTÚRUNA OG
ÞAR AF LEIÐANDI VIÐ OKKUR
SJÁLF AF ÞVÍ VIÐ ERUM HLUTI
AF NÁTTÚRUNNI.Þórunn Bára Björnsdóttir sýnir rúmlega tuttugu stór akrýlverk á sýningunni Surtsey – Mávaból í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. „Þetta
eru náttúrumyndir. Ég hef áhuga á
náttúruskynjun og náttúruvernd
og tel að list hafi hlutverki að gegna
ásamt vísindum að vekja okkur til
umhugsunar um samband okkar
við náttúruna og geti verið hvati til
góðra verka báðum til gagns. Við
tilheyrum náttúrunni og skynjum
heiminn með skynfærunum. List er
samskiptatæki sem þjálfar skynjun
og styður okkur við að fóta okkur í
tilverunni, ekki síður en rökhugsun
og önnur þekking,“ segir Þórunn.
Fast land undir fótum
Spurð um Surtseyjartitil sýningar
innar segir hún: „Ég hef nýtt mér
aðgengileg gögn náttúruvísinda
manna um þróun lífs og landnám
plantna í Surtsey sem grunn að
verkum mínum síðastliðin 15 ár.
Ég er ekki beint að skrásetja Surts
ey en hef fylgst með því hvað er að
gerast þar og hef lesið mér til um
hvaða gróðurtegundir eru þar í dag,
hverjar hafa horfið og hvað hefur
komið í staðinn. Ég styðst við það
sem vísindamenn hafa skrifað því
ég vil hafa fast land undir fótum. Í
myndunum leitast ég við að tengja
saman list og vísindi. Ég fylgi þó
alltaf fyrst og fremst skynjuninni. Í
listinni hef ég lært að fylgja henni.“
Um myndirnar á sýningunni
segir hún: „Myndirnar sýna fléttur
og mosa. Ég er að lyfta þessu litla og
færa það nær okkur. Ég hef mikinn
áhuga á náttúruskynjun og náttúru
vernd og það endurspeglast mjög
greinilega í myndunum. Ég vil vekja
fólk til umhugsunar um það hvers
konar samband við höfum við nátt
úruna og þar af leiðandi við okkur
sjálf af því við erum hluti af nátt
úrunni.“
Vinnur af köllun
Hún segir að ákveðin hugmynda
fræði liggi að baki stærð mynd
anna. „Listin þarf að ná til fólksins.
Ef mynd er stór kemst fólk ekki hjá
því að sjá hana. Ég hef myndirnar
litríkar vegna þess að litir og form
hafa áhrif á líðan fólks og hugsun.
Verkin einkennast af fallegum litum
og fegurð.
Þórunn lauk listnámi frá listahá
skólanum í Edinborg og Wesleyan
háskólanum í Bandaríkjunum og
hefur haldið sýningar árlega, ýmist
á Íslandi eða erlendis. „Ég hef sýnt
víða um land. Fólk er hrifið því
það hafa allir ánægju af náttúru og
myndirnar endurspegla fegurð. Ég
vinn að myndlistinni af köllun og
mikilli ánægju.“
Tengir saman list og vísindi
Þórunn Bára Björnsdóttir lítur til Surtseyjar í verkum sínum
sem sýnd eru á Akureyri. Akrýlverk sem sýna fléttur og mosa.
Litir og form hafa áhrif á líðan fólks, segir Þórunn Bára Björnsdóttir myndlistarkona. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
ríkur, gæddur viðeigandi fjöri og
gáska.
Einsöngurinn var í höndunum á
Jónu G. Kolbrúnardóttur og Garð
ari Thór Cortes. Jóna söng prýði
lega, röddin var tær og hljómmikil,
túlkunin þrungin ástríðu og inni
leika. Garðar var heldur lengur að
komast í gang. Það var eiginlega
ekki fyrr en í dúettinum úr Sígauna
ba róninu m ef t ir t ít t nef nd a n
Strauss að hann náði almennilega í
gegn. Kannski hentar honum ekki
akkúrat þessi tegund tónlistar.
Flottir dansarar
Nokkrir dansarar glöddu augað á
tónleikunum. Það var eitthvað við
að horfa á fimlega dansaða vals
ana, fólkið (eitt parið samanstóð
af börnum) bókstaf lega sveif um
dansgólfið. Því miður var dansað
við allt of fá lög. Dansinn gaf marg
þvældri tónlistinni líf og hefði
því svo sannarlega þurft meira af
honum hér.
Auk alls þessa hafa Vínar
tónleikarnir oft verið fyndnari.
Stundum hafa áheyrendur oltið um
af hlátri. Í samanburðinum núna
var stemningin furðu drungaleg;
h ljómsveit a r st jór inn v irk aði
stressaður og kom ekki upp einum
einasta brandara. Fyrir bragðið
fékk maður bjánahroll í árlega
aukalaginu, hinum ógnarfjöruga
Radetsky marsi, þegar áheyrendur
klöppuðu í takt. Það var óttalega
máttlaust; útkoman var hálf vand
ræðaleg. Vonandi er þetta ekki
slæmur fyrirboði fyrir tónleikaárið
fram undan.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Vínartónleikar hafa oft
verið skemmtilegri. Söngurinn var mis-
jafn, hljómsveitarstjórnin þung og ekki
nógu mikill dans.
Hvar var gleðin og hápunktarnir
sem eru svo rafmagnaðir þegar vel
tekst til? spyr Jónas Sen.
Sigurður Flosason og félagar spila úrval tónlistar á Kexi Hosteli í kvöld.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21Þ R I Ð J U D A G U R 1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0