Fréttablaðið - 14.01.2020, Side 28
AF HVERJU ERUM VIÐ
YFIRLEITT ALLTAF AÐ
DÆMA ANNAÐ FÓLK? MÁ HANN
EKKI BARA GERA ÞAÐ SEM
HANN LANGAR TIL?
Það er svo rosalega gaman að frumsýna mynd, æðislegt alveg. Þetta er svona lítil, skrítin heimildarmynd sem enginn hefur haft
mikinn áhuga á, segir Ingvar Þóris-
son sem fyrir helgi fylgdi heimildar-
myndinni Ég er einfaldur maður - ég
heiti Gleb úr hlaði í Bíói Paradís.
Einfaldi maðurinn sem myndin
hverfist um er Rússinn Gleb Ter-
ekhin sem skrifaði sig inn á síður
íslenskra blaða fyrir margt löngu
með kostulegum bréfum þar sem
hann óskaði eftir aðstoð við að
finna vinnu og eiginkonu á Íslandi.
„Hann er svo skemmtilegur hann
Gleb og ég náttúrlega elska Gleb og
vil að allir elski Gleb,“ segir Ingvar
en góður rómur var gerður að
myndinni þegar hann frumfrum-
sýndi hana á Skjaldborgarhátíð-
inni á Patreksfirði í sumar en nú
sleppir hann loks löngu gleymdu
hvunndagshetjunni Glep lausri í
Reykjavík. „Ég kalla þetta enn þá
frumsýningu og þetta er einhvers
konar Reykjavíkurfrumsýning.“
Bréf frá Gleb
„Það er dálítið magnað þegar
maður hugsar út í þetta, fertugur
strætóbílstjóri í Rússlandi sem
ákveður að skrifa bréf til Íslands,“
segir Ingvar en Gleb tókst merki-
lega vel að gera sig skiljanlegan
með íslenskum texta sem hann
kom frá sér með þrotlausum upp-
f lettingum í gömlum orðabókum
sem hann fann á bókasafni; dansk-
íslenskri annars vegar og íslensk-
enskri hins vegar.
„Hann vissi síðan ekkert hvert
hann átti að senda bréfin þannig
að hann byrjaði á því að senda fax á
Umferðarmiðstöðina,“ segir Ingvar
um fyrsta bréf Glebs sem rann út úr
faxtæki á BSÍ 1994.
Gleb skrifaði einnig til Kvenna-
listans þar sem hann dró með
orðabókarskýringum þá augljósu
ályktun að ef einhvers staðar á
Íslandi væri að finna nothæfan
lista yfir konur hlyti það að vera hjá
Kvennalistanum.
Gullið í Gleb fór ekki fram hjá
þeim ritstjórnum sem fengu frá
honum bréf og öðrum þannig að
hann fékk sínar fimmtán mínútur
á síðum til dæmis Morgunblaðsins,
Tímans, DV, héraðsblaðsins Austur-
landi og tímaritsins Heima er bezt.
Rússneskur „hreiðaristi“
„Heima er bezt var í einna mestum
samskiptum við hann og þar birtust
bréfin sem Kristján Guðmundsson
listamaður rakst á um það bil áratug
síðar og fann í þeim samsvörun við
eigin lífsviðhorf og vina hans í félagi
Hreiðars heimska.
„Þetta voru Kristján og f leiri
myndlistarmenn sem hrifust af
þessari lífssýn í Hreiðars þætti
heimska,“ segir Ingvar og nefnir
þrjá til við bótar sem koma við
sögu í myndinni; Birgi Andrésson,
Magnús Pálsson og Ólaf Lárusson.
„Þeir voru allir náttúrulegir
„hreiðaristar“, svolitlir furðufuglar
og stóðu að því að bjóða Gleb til
Íslands 2005. Við þurfum alltaf á
svona fólki eins og „hreiðaristum“
að halda,“ segir Ingvar og rifjar upp
kjarnann í stuttum Íslendingaþætti
kenndum við Hreiðar nokkurn sem
reyndist ekki jafn heimskur og ætla
mætti í fyrstu.
Grunntónn lífsins er meinlaust grín
Bréf sem Gleb Terekhin skrifaði til Íslands upp úr 1990 eru eins og frumútgáfa af Google Translate. Leikstjóri
heimildarmyndar um Íslandsævintýri hans greinir þó ákveðinn samhljóm með bréfunum og Bréfi til Láru.
Leikstjórinn Ingvar Þórisson fyrir framan Bíó Paradís ásamt einfalda manninum Gleb sem gat því miður ekki verið viðstaddur í ljóma fornrar frægðar en
unir þó hag sínum vel í Moskvu og Ingvar útilokar alls ekki að hann eigi eftir að stíga aftur á íslenskt malbik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
„Það er þetta með „hreiðaristana“
sko. Pabbi hans Gleb er ljóðskáld og
það er einhver strengur í karlinum
og svo er hann náttúrlega bara
furðulegur og „hreiðaristi“ sem
slíkur. Það eru til mörg dæmi um
hvað felst í því að vera „hreiðaristi“
og það kemur í ljós í Íslendinga-
þættinum um Hreiðar sem fór utan
að hann var sko ofurmenni. Hann
hljóp hraðar en hestar konungs
og gat drepið þá með því að haus-
kúpubrjóta þá á sléttunni með einni
handarsveiflu.“
Grunntónn í anda Þórbergs
Ingvar kemur að verkefninu um
það leyti sem Gleb er loks væntan-
legur til landsins. „Það var við
Kringilsárrana 2005 að ég hitti Sol-
veigu Thorlacius heitna og hún fór
að segja mér frá þessari skemmti-
legu hugmynd,“ segir Ingvar sem
hreifst af hugmyndinni um að festa
Íslandsheimsóknina á filmu en gaf
verkefnið þó frá sér vegna anna.
„Síðan komu Finnur Arnar, leik-
myndahönnuður og myndlistar-
maður, og Áslaug Thorlacius til
mín og við ákváðum að gera þetta.
Þannig að ég tók á móti karlinum á
flugvellinum og fylgdi honum síðan
og fékk líka lið til að taka hann upp í
Moskvu áður en hann lagði af stað.“
Hver hlær best?
„Það er líka einhvern veginn eitt
annað sem ég var alltaf að hugsa
um með Gleb og það var af hverju ég
væri alltaf að dæma hann? Af hverju
erum við yfirleitt alltaf að dæma
annað fólk? Má hann ekki bara
gera það sem hann langar til? Hann
gerir bara það sem honum sýnist
og finnst skemmtilegt. Og hvað fær
hann í staðinn? Hann fékk ferð til
Íslands. Er það ekki bara fínt? Er
hann ekki bara sigurvegarinn?“
spyr Ingvar sem rakst mögulega á
drög að svari í Bréfi til Láru skömmu
fyrir frumsýninguna.
„Grunntónn lífsins er meinlaust
grín sagði Þórbergur Þórðarson. Ég
rakst á þetta um daginn og þetta er
voða fyndið og skemmtilegt,“ segir
Ingvar um myndina en vill þó ekki
ganga alla leið með samsvörunina
við Þórberg. „Ég ætla ekki að segja
meinlaust grín og öðrum þræði var
þetta einhvers konar gjörningur hjá
listamönnunum en ég ætla að vona
að fólk hafi allavega nett gaman af
þessu. Gleb er yndislegur drengur.“
toti@frettabladid.is
Gleb sýndi merkileg tilþrif í sendibréfunum til íslenskra fjölmiðla. Þetta birtist í Austurlandi 1. júní 1995.
1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ