Fréttablaðið - 21.01.2020, Page 16

Fréttablaðið - 21.01.2020, Page 16
Kulnun í starfi getur lýst sér í gífurlegri þreytu, kæru- leysi í starfi og minni afkastagetu. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Kulnun er afleiðing lang-vinnrar streitu. Kulnun er oft tengd starfi en hún getur þó einnig komið fram vegna annars konar álags. Einkennin eru þreyta og pirringur. Fólk á erfitt með að ná slökun og oft fylgir áhugaleysi á því sem áður veitti ánægju. Í langtíma rannsókn sem nýlega birtist í evrópsku læknatímariti fundu hjartalæknar tengsl milli alvarlegrar kulnunar og gáttatifs. Gáttatif er mjög algeng tegund hjartsláttartruflana. Auk óreglu- legs hjartsláttar getur gáttatif valdið brjóstverk, svima, andnauð, úthaldsleysi, svita og ógleði svo eitthvað sé nefnt. Gáttatif getur einnig aukið áhættu á heilablóð- falli í alvarlegustu tilfellunum. Í áðurnefndri rannsókn voru tæplega 16.000 manns skoðuð, bæði karlar og konur á 45-65 ára aldri frá fjórum mismunandi svæð- um í Bandaríkjunum. Þátttakendur voru fyrst rannsakaðir á árunum 1987-1989 og svo aftur á árunum 1990-1992, 1993-1995, 1996-1998, 2011-2013 og loks 2016-2017. Rann- sakendur mældu meðal annars reiði, kulnun og félagsleg tengsl þátttakenda. Rannsóknin sýndi að kulnun jók líkurnar á gáttatifi, aftur á móti fundust ekki sams konar tengsl milli kulnunar og reiði eða lélegra félagslegra tengsla. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) tengir kulnun í starfi við stöðuga streitu á vinnustað sem ekki hefur tekist að ná tökum á. Hún getur lýst sér í gífurlegri þreytu, kæruleysi í starfi og minni afkastagetu. Í nýlegi rannsókn sem Gallup framkvæmdi á næstum 7.500 manns í fullu starfi í Banda- ríkjunum kom í ljós að 23% þeirra fundu mjög oft eða alltaf til kuln- unar í starfi. Niðurstöður fyrri rannsókna á tengslum geðheilsu og gáttatifs hafa verið mismunandi. Ein rann- sókn bendir til þess að gáttatif geti valdið þunglyndi og kvíða, en því geti líka verið öfugt farið að þung- lyndi og kvíði valdi gáttatifi. Dr. Matthew Budoff, hjartasér- fræðingur við háskóla í Kaliforníu, sem ekki var þátttakandi í áður- nefndri langtímarannsókn segir í samtali við bandarískt heilsutíma- rit að það hafi ekki komið honum á óvart að sjá niðurstöðurnar. Það er að kulnum geti valdið gáttatifi. Hann segir að þegar fólk er haldið streitu aukist adrenalínið í blóði þess og það geti valdið gáttatifi. Hann bendir aftur á móti á að niðurstöður rannsóknarinnar hafi sýnt að tengslin milli gáttatifs og kulnunar hafi ekki verið mjög sterk. Ýmsar orsakir kulnunar Það er ýmislegt sem getur valdið kulnun í starfi. Mikið álag á vinnu- stað, óljós stefna, lélegur aðbún- aður og starfsmaður upplifir sig jafnvel ekki hafa neina stjórn á vinnu sinni. Þá er skortur á umbun fyrir gott starf eða að starfs- maður upplifi að starfið sé einhæft og ekki nógu krefjandi einnig áhættuþáttur. Aðstæður í einkalífi geta líka aukið líkur á kulnun, má þar nefna of lítinn tíma fyrir félagslíf eða slökun, skort á nánum félags- legum tengslum og skort á svefni. Persónueinkenni eins og full- komnunarárátta, neikvætt viðhorf til sjálfs sín og annarra, þörf til að vera alltaf við stjórnvölinn og of mikill metnaður geta líka ýtt undir kulnun. Það er gott að vera vakandi fyrir einkennunum og vinna gegn þeim þegar þeirra verður fyrst vart til að koma í veg fyrir alvarlega kulnun. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að fólk sem dettur út af vinnu- markaði vegna kulnunar í starfi á oft erfitt með að komast inn á hann aftur. Tengsl kulnunar og hjartveiki Niðurstöður nýbirtrar langtímarannsóknar sýna tengsl milli alvarlegrar kulnunar og gáttatifs. Mikill fjöldi fólks segist finna fyrir kulnun í starfi. Mjög margir hafa upplifað kulnun í starfi. MYNDIR/GETTY Rannsóknin sem náði yfir þrjá áratugi sýndi fylgni milli gáttatifs og kulnunar. Þátttakendur í rannsókninni voru tæplega 16.000 á aldrinum 45-65 ára. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Veglegt sérblað Fréttablaðsins um vörubíla og vinnuvélar kemur út þriðjudaginn 28. janúar nk. T yggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . JA N ÚA R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.