Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2020, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 31.01.2020, Qupperneq 34
OVið kýldum á það og gerðum sér dagskrá fyrir börnin. Þetta er sjálfstæð hátíð, afkvæmi Myrkra músíkdaga. Merkisatburðir 1881 Kirkjan á Núpi í Dýrafirði fýkur á haf út í ofviðri, þrátt fyrir að vera nýbyggð og vönduð. 1926 Fyrstu útvarpsútsendingar í tilraunaskyni fara fram á Íslandi þegar H.f. Útvarp hefur útsendingar. 1971 Mannaða geimfarið Apollo 14 leggur upp í ferð til tunglsins. 1980 Ferðamönnum er leyft að kaupa bjór við komuna til Íslands. 1981 Allsherjarmanntal er tekið á Íslandi, það 22. í röðinni síðan 1703. 1982 Samtök um kvennaframboð eru stofnuð af konum í Reykjavík. 1990 Fyrsti rússneski McDonald’s-staðurinn er opnaður í Moskvu. Hann Gunnar Karel, listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga, á hugmyndina að hátíð-inni Myrkrabörnum,“ segir Ragnheiður Maí- sól Sturludóttir, verkefnastjóri nýrrar tónlistarhátíðar fyrir börn, sem haldin verður á morgun, laugardag, frá 14.00 til 17.00. Hún segir tildrögin þau að á síðustu Myrku músíkdögum hafi verið boðið upp á barnaprógramm og það hafi verið svo vel sótt að grundvöllur hafi þótt fyrir einhverju stærra. „Við kýldum á það og gerðum sér dagskrá fyrir börnin. Þetta er sjálfstæð hátíð, afkvæmi Myrkra músíkdaga.“ Fókusinn verður á samtímatónlist, að sögn Ragnheiðar Maísólar. „Í ár eru þrír viðburðir á dagskrá, söngur Stúlknakórs Reykjavíkur og Auroru, í þeim síðar- nefnda eru elstu dömurnar úr stúlkna- kórnum sem hafa haldið áfram. Þær syngja lög úr kvikmyndum, það elsta eftir Jórunni Viðar og einnig er tónlist eftir Hildi Guðna sem er að gera garð- inn frægan. Eitthvað spinna stúlkurnar sjálfar og svo kemur Tinna Þorsteins- dóttir konsertpíanisti sem hefur tekið dótapíanó upp á sína arma, hún segir frá og verður með vídeó og fleira skemmti- legt. Tríóið Tríópa lokar þessari dagskrá, í því eru söngvararnir Hallveig Rúnars og Jón Svavar Jósepsson, ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. Þau bregða á leik og færa börnum á öllum aldri nýja, íslenska söngtónlist sem er samin með börn í huga.“ Ragnheiður Maísól segir fólk á öllum aldri velkomið meðan húsrúm í Kalda- lóni leyfi. „Okkur þótti mikilvægt að börn væru þátttakendur í dagskránni, ekki bara áheyrendur. Aðgangurinn er ókeypis því kostnaður getur verið eitthvað sem fólk setur fyrir sig þegar menningarviðburðir eru annars vegar og okkur finnst gaman að hafa hátíðina aðgengilega öllum, fyrst við höfum tök á því. Við fengum styrk úr Barnamenn- ingarsjóði, frá Landsbankanum og Sumargjöf sem gladdi okkur mjög. Börn eru áheyrendur og tónlistarfólk fram- tíðarinnar og þau eiga að hafa aðgengi að fjölbreyttri menningarflóru.“ gun@frettabladid.is Skemmtilegt afkvæmi Myrkra músíkdaga Myrkrabörn, ný tónlistarhátíð fyrir börn, verður haldin 1. febrúar í Kaldalóni, Hörpu. Einkum verður samtímatónlist á dagskránni. Meðal annars má nefna barnaóperu, kórverk eftir Hildi Guðnadóttur, dótapíanó og tónlist sem samin er með börn í huga. Okkur finnst gaman að hafa hátíðina aðgengilega öllum, fyrst við höfum tök á því, segir Ragnheiður. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ari Rögnvaldsson vélstjóri, Vestursíðu 9, áður Skálagerði 2, Akureyri, er lést 20. janúar sl. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hetjurnar – félag langveikra barna á Norðurlandi. Sigríður Halldóra Hermannsdóttir Anna Guðný Aradóttir Ásgeir H. Steingrímsson Hermann Arason María Ólafsdóttir Ingibjörg Aradóttir Trausti Guðmundsson Sigríður Matthildur Aradóttir Sindri Már Heimisson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, Ásmundur Steinar Guðmundsson Árskógum 8, áður Kársnesbraut 117, lést sunnudaginn 26. janúar. Útför hans fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 3. febrúar klukkan 13.00. Kristín Hjaltadóttir Brynja Dýrborgardóttir Hallfríður Ásmundsdóttir Steinar Ás Ásmundsson Aron Óli og Sólveig María Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bragi Jónsson bókbindari, Hæðargarði 29, Reykjavík, lést miðvikudaginn 15. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki B4 Landspítala Fossvogi eru færðar hjartans þakkir fyrir alúð og umhyggju. Kristbjörg Gunnarsdóttir Erna Kristín Bragadóttir Gísli Benediktsson Jón Örn Bragason Snjólaug Guðjohnsen Birgitta Bragadóttir Gunnar Eiríkur Hauksson Aðalheiður Bragadóttir Þorfinnur Björnsson Brynjólfur Bragason Auður Björgvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bára Þorsteinsdóttir Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum 23. janúar sl. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bryndís Guðnadóttir Þorsteinn Marinósson Guðni Guðnason Sigurbjörg H. Hauksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hið kunna austurríska tónskáld Schu- bert var fæddur þennan dag í þorpi utan Vínarborgar í Austurríki. Hann var af bláfátæku fólki kominn og ólst hann upp í tuttugu systkina hópi. Fjölskyldan var tónelsk og söngvin og Franz Pétur, eins og hann hét fullu nafni, lærði snemma að leika á fiðlu. Sagt er að kennari hans hafi orðið að hætta að kenna honum þegar hann hafði öðlast meiri færni en kennarinn. Hann fékk tilsögn í píanóleik hjá eldri bróður sínum og nam söng. Samtíma- heimildir herma að Schubert hafi verið fljótur að tileinka sér hljóð- færaleik og söng. Sagt er að söng- rödd drengsins hafi vakið svo mikla eftirtekt, að ellefu ára ára gamall hafi honum verið veitt skólavist við skóla, þar sem nemendur voru búnir undir að syngja við keisarahirðina. Fljótlega gekk hann í hljómsveit skólans og var hún fyrst til að leika verk hans opin- berlega. Til er bréf frá Schubert þar sem hann biður eldri bróður sinn um fé til að kaupa mat svo hann geti satt hungur sitt og jafnframt keypt pappír sem hann gæti notað til að skrifa á nótur. Hann hélt til kennaranáms og varð aðstoðarkennari föður síns, sem einnig starfaði sem barnakennari. Því hefur verið haldið fram að Schubert hafi lagt fyrir sig kennslu til að losna undan herskyldu. Á sinni tíð samdi Schubert 600 söng- ljóð, sjö fullkláraðar sinfóníur, kirkju- lega tónlist, kammerverk og einleiks- verk fyrir píanó. Nú á dögum er hann þekktastur fyrir sönglögin, til dæmis Vetrarferðina (þ. Winterreise) og „Die schöne Müllerin“, auk sinfóníanna. Franz Schubert lést 19. nóvember árið 1828. Þ E T TA G E R Ð I S T 31. J A N ÚA R 18 97 Austurríska tónskáldið Franz Schubert fæðist Schubert samdi sex hundruð sönglög. 3 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.