Fréttablaðið - 10.12.2019, Page 2
Hinn grunaði er frá
Litháen og fagnaði fimm-
tugsafmæli sínu fyrir rúmri
viku.
Veður
Norðan 20-28 m/s á vestanverðu
landinu eftir hádegi í dag, fyrst
norðvestanlands, en staðbundið
28-33 m/s í vindstrengjum við fjöll.
Hægari vindur og úrkomuminna
á Austfjörðum og Austurlandi.
Frost 0 til 6 stig en frostlaust við
suðaustur- og austurströndina í
dag. SJÁ SÍÐU 18
Óveður í aðsigi
Vegriðavinna á Þverárfjalli í Austur-Húnavatnssýslu, á milli Norðurárdals og Laxárdals í Skagafirði. Veðrið var strax orðið slæmt en á aðeins eftir
að versna. Búist er við því að Norðurland vestra og Strandir fari verst út úr óveðrinu í dag og að vegum verði lokað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Grunnskólanemendur og íbúar Garðabæjar hófu plöntun á svæðinu 1988.
NÁTTÚRUVERND Skógræktarfélag
Garðabæjar mótmælir tillögum
um breytingu á Vífilsstaðalandi
en samkvæmt þeim myndi stór
hluti af skógræktarlandi fara undir
golfvöll. Þar á meðal reitur þar sem
grunnskólabörn í Garðabæ hafa
gróðursett í áratugi.
„Þetta er mikið notaður úti-
vistarskógur, ekki aðeins fyrir
Garðbæinga heldur landsmenn
alla,“ segir Kristrún Sigurðardóttir,
formaður Skógræktarfélags Garða-
bæjar. En Garðabær fékk landið af
ríkinu og ríkisspítölunum fyrir
rúmum 30 árum til þess að rækta
skóg.
Garðabær hefur undanfarið
látið teikna upp framtíðarskipu-
lag svæðisins í Vífilsstaðalandi, þar
sem til stendur að byggja íþrótta-
hús, um 700 íbúðir og mikið af
atvinnuhúsnæði. Þá verður golf-
völlur GKG stækkaður inn í skóg-
ræktarlandið í Smalaholti, alls um
15 hektara. Til stóð að halda kynn-
ingarfund um tillögurnar í dag
en því var frestað fram á morgun
vegna veðurs.
„Fólk áttar sig ekki á því hversu
langt er verið að fara inn í skóginn
því þetta er gríðarlega stórt svæði.
Eins og allt Byggðahverfið í Garða-
bæ til samans,“ segir Kristrún.
„Þetta skiptir líka miklu máli upp
á loftslagsmálin, því að þarna er 30
ára skógur sem á að ryðja.“
K r istr ún har mar það sam-
ráðsleysi sem uppi hefur verið en
ítrekað hefur hún lesið fréttir um
skipulag svæðisins án þess að rætt
hafi verið við félagið. „Í fyrra birtist
heilsíðufrétt í Morgunblaðinu um
að golf klúbburinn væri búinn að
láta hanna stækkun vallarins og
halda 200 manna fund um þetta.
En þá kemur í ljós að þá var reiknað
með að fara eina 20 hektara inn í
skógræktina,“ segir hún.
Í sumar var síðan loks haldinn
fundur með Skógræktarfélaginu
þar sem því voru kynntar hug-
myndirnar. „Þar kom bersýnilega í
ljós að við höfðum ekkert um þetta
að segja. Þeir ætluðu með golfvöll
þarna inn,“ segir Kristrún. Eftir
mótbárur í haust var teikningun-
um þó breytt og ekki verður farið
inn á reiti sem félagasamtök á borð
við Kiwanis og Lions hafa ræktað á.
Áfram verður þó farið inn á skóla-
reitina og alls um 15 hektara af
grónum skógi þar sem félagið hefur
byggt upp aðstöðu og göngustíga.
Kristrún segist hafa fengið þau
skilaboð að færa ætti einhver trén.
„En þú færir ekki tré sem eru 5
til 10 metra há,“ segir hún. Einn-
ig að félagið myndi hugsanlega
fá tveggja hektara svæði annars
staðar, en það sé lúpínusvæði sem
ekki sé hægt að rækta ný tré í.
Ekki náðist í Gunnar Einars-
son, bæjarstjóra Garðabæjar, fyrir
vinnslu þessarar fréttar, þar sem
hann var erlendis.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Harma að skógrækt
verði fórnað fyrir golf
Samkvæmt nýjum tillögum Garðabæjar mun golfvöllur GKG stækka inn á 15
hektara af skógræktarlandi í Smalaholti. Skógræktarfélag bæjarins mótmælir
harðlega þessum tillögum og segir bæinn hafa lítið samráð haft við félagið.
Þar kom bersýni-
lega í ljós að við
höfðum ekkert um þetta að
segja. Þeir ætluðu með
golfvöll þarna inn.
Kristrún Sigurðar-
dóttir, formaður
Skógræktarfélags
Garðabæjar
LÖGREGLUMÁL Fimmtugur karl-
maður var úrskurðaður í gær í
tíu daga gæsluvarðhald í Héraðs-
dómi Reykjavíkur vegna andláts
manns sem féll fram af svölum fjöl-
býlishúss í Úlfarsárdal í Reykjavík
í fyrradag. Hinn grunaði er frá Lit-
háen og fagnaði fimmtugsafmæli
sínu fyrir rúmri viku. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins hefur
hann starfað sem verkamaður á
Íslandi síðan árið 1996 eða í tæpan
aldarfjórðung. Hann er giftur fjöl-
skyldumaður.
Hinn látni er karlmaður á sex-
tugsaldri. Harmleikurinn átti sér
stað í íbúð á þriðju hæð fjölbýlis-
húss við Skyggnisbraut. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins bjó
hópur manna í íbúð á þriðju hæð
þaðan sem talið er að maðurinn
hafi hrapað til bana.
Fimm menn voru handteknir í
umfangsmikilli aðgerð lögreglu á
vettvangi. Þeir voru allir yfirheyrðir
í gærmorgun og var það niðurstaða
lögreglunnar að láta fjóra þeirra
lausa en fara fram á gæsluvarðhald
yfir þeim fimmta. – bþ
Hinn grunaði
hefur starfað á
Íslandi í 23 ár
Maðurinn hefur búið lengi á Íslandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
PREN
TU
N
.IS
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PREN
TU
N
.IS
TARTALETTUR
Íslenskar hátíðar
................................................
VEÐUR Rauð viðvörun verður sett á í
fyrsta sinn í aftakaveðri sem skellur
á landinu í dag. Ríkislögreglustjóri
hefur lýst yfir óvissuástandi á öllu
landinu og búist er við miklum sam-
félagslegum áhrifum.
„Á Ströndum og Norðurlandi
vestra, þar sem er spáð allra versta
veðrinu, verður appelsínugul við-
vörun í gildi frá klukkan 7, og rauð
viðvörun í gildi frá klukkan 17 og
fram á nótt,“ segir Haraldur Eiríks-
son, veðurfræðingur hjá Veðurstofu
Íslands.
Millilandaflugi hefur verið aflýst
seinni hluta dagsins, öllum leiðum
til og frá höfuðborgarsvæðinu verð-
ur lokað og sömuleiðis mörgum af
helstu vegum á Norðurlandi, Vest-
urlandi, Suðurlandi og Suðurnesj-
um. Þá verður mikið rask á skóla-
haldi, frístundum, póstdreifingu
og f leiru. Þá er einnig óvissustig
vegna snjóflóðahættu miðsvæðis á
Norðurlandi. – khg
Mikið rask
vegna veðurs
1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð