Fréttablaðið - 10.12.2019, Side 22
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Súpur eru einfaldar, næringar-ríkar og ódýrar. Það þarf ekki meira en saxað grænmeti,
grænmetissoð, jurtamjólk eða
-rjóma og krydd. Auðvelt er að
breyta innihaldsefnum, þykkja
eða þynna og þar fram eftir
götunum. Súpugerð fylgir mikið
athafnafrelsi.
Þessa sveppasúpu er auðvelt
að laga til eftir eigin höfði. Magn
innihaldsefna er langt í frá að vera
heilagt. Þá er líka hægt að prófa sig
áfram með ýmsum innihaldsefn-
um til að þykkja eða bragðbæta.
Þessi uppskrift er ekki með inni-
haldsefnum sem þykkja súpuna en
undir „Athugið“, hér fyrir neðan,
má sjá nokkrar uppástungur að
því hvernig hægt er að gera súpuna
þykkari.
Saðsöm sveppasúpa í skammdeginu
Þessa súpu er einfalt að útbúa og gera eftir eigin hugmyndaflugi. Auðvelt er að þykkja eða þynna, hvort sem það er með hveiti eða öðru.
Sveppasúpur eru mikið lostæti. NORDICPHOTOS/GETTY
Ágætt er að hafa í huga að
sveppir minnka umtalsvert þegar
þeir eru eldaðir og því um að gera
að hafa meira magn sveppa og
vera óhrædd við að blanda saman
ólíkum tegundum sveppa.
Sveppasúpa
1-2 msk. olía eða vegansmjör
2-3 bollar saxaðir sveppir, t.d.
þessir hefðbundnu (ekki verra að
hafa nokkrar tegundir)
1 gulur laukur, saxaður
3-4 söxuð hvítlauksrif (eða 1 tsk.
hvítlauksduft)
2-3 bollar grænmetissoð eða
vatn og grænmetiskraftur (það er
virkilega gott að nota líka sveppa-
kraft ef hann er til)
1-2 bollar jurtarjómi (hafra,
möndlu eða soja) eða 1 dós af
kókosmjólk
Salt og pipar
Ferskt eða þurrkað krydd: t.d.
timjan, steinselja og/eða salvía
Hitið olíu eða vegansmjör, steikið
laukinn í 2-3 mínútur.
Bætið við söxuðum sveppum
ásamt hvítlauk og kryddum og
léttsteikið í nokkrar mínútur, þar
til vökvinn er að mestu farinn úr
sveppunum.
Bætið við grænmetissoði (eða
vatni ásamt sveppa- og/eða græn-
metiskrafti) og látið suðuna koma
upp.
Bætið við jurtarjóma og leyfið
súpunni að malla.
Smakkið til með salti, pipar og
öðrum kryddum.
Athugið:
n Alltaf er gott að hafa ferskar,
saxaðar kryddjurtir eins og t.d.
timjan og steinselju.
n 1-2 lárviðarlauf er líka gott, sé
það til, og er það þá sett með
vökvanum og fjarlægt í lokin.
n Sumum finnst gott að mauka
súpuna með töfrasprota til að
þykkja hana, annaðhvort alla
eða taka hluta sveppanna til
hliðar og setja svo aftur út í svo
súpan sé ögn bitastæðari.
n Til þess að þykkja súpuna er líka
hægt nota ýmist hveiti, tapíóka-
mjöl, maísmjöl eða soðnar,
maukaðar kartöflur (eða jafnvel
soðið og maukað blómkál).
n Þá getur líka verið gott að bæta
við vegan-rjómaosti, sé hann
innan handar.
n Sumum þykir gott að bæta við
smá hvítvíni (eða rauðvíni eða
sérríi) á sveppina við lok steik-
ingar, rétt áður en vökvanum er
bætt við.
n Ef notast er við hveiti, eða
tapíókamjöl til þykkingar þá er
gott að blanda því annaðhvort
við smá vatn eða jurtamjólk í
lokuðu íláti og hrista vel, þar til
engir kekkir eru, og setja með
soðinu. Þá er líka hægt að strá
hveiti yfir sveppina eftir að þeir
eru steiktir, bæta við fitu ef þarf,
hræra vel og vandlega svo engir
kekkir séu, svo bæta við græn-
metissoði og ná upp suðu.
Það er fátt jafn
kærkomið og heit
og seðjandi súpa,
ekki síst núna
þegar kuldinn og
myrkrið umvefur
okkur.
HEILSA
Laugardaginn 28. desember mun sérblaðið Heilsa fylgja Fréttablaðinu.
Fjallað er um allt sem viðkemur bættri heilsu.
Í blaðinu verða áhugaverð viðtöl og fróðleiksmolar sem unnið er af blaðamönnum Fréttablaðsins.
Boðið er upp á auglýsingapláss í blaðinu af öllum stærðum og gerðum.
Einnig er hægt að fá kynningarumfjöllun sem unnin er af blaðamanni Fréttablaðsins.
Pantanir og skil á auglýsingum er til og með 27. desember.
Kynningarumfjallanir þarf að panta í síðasta lagi miðvikudaginn 18. desember.
Áhugasamir auglýsendur hafi samband við:
Jón Ívar Vilhelmsson
Sími 550 5654
jonivar@frettabladid.is
Arnar Magnússon
Sími 550 5652
arnarm@frettabladid.is
Atli Bergmann
Sími 550 5657
atlib@frettabladid.is
Ruth Bergsdóttir
Sími 694 4103
ruth@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R