Fréttablaðið - 10.12.2019, Blaðsíða 4
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
1 Veður fræðingar uggandi yfir væntan legu ofsaveðri og tjóni
sem því fylgir Búist er við því að
norðvesturhluti landsins verði
verst úti.
2 Þrífa upp eftir fylgj endur sína eftir að eggjum var kastað
í vit laust hús Téð hús var ekki
heimili rit stjóra DV, eins og stjörn-
urnar höfðu aug lýst á Insta gram.
3 Listamenn hvetja fylgj endur sína til að snið ganga DV Birgir
Hákon hvatti fylgj endur sína á
Insta gram ein dregið til að hringja
í rit stjórann og segja henni hvað
þeim fyndist um greinina.
4 Fimm hand teknir vegna manns láts í Úlfarsár dal Lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu
barst beiðni um aðstoð þar sem
karlmaður hafði fallið fram að
svölum.
5 Eflir raddir ungra barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heil-
kenni Chris Ulmer, sérkennari sem
heldur utan um samtökin Special
Books by Special Kids.
VIÐSKIPTI Tuttugu og eitt prósent
íslenskra fyrirtækja, eða 430 fyrir-
tæki af 2023, selja vörur eða þjónustu
á netinu samkvæmt samevrópskri
rannsókn Hagstofu Íslands á við-
skiptum fyrirtækja í gegnum netið.
Meðalhlutfall fyrirtækja í Evrópu
sem seldu vörur í gegnum vefsíður
eða öpp árið 2018 var 16 prósent.
Sama ár greiddi 51 prósent fyrir-
tækja fyrir auglýsingar á netinu og
hjá 73 prósentum þeirra var minna
en þriðjungur af birtingarkostnaði
greiddur til erlendra aðila.
Árið 2019 var sala á vörum og
þjónustu á Íslandi í gegnum vef-
síður eða öpp sex prósent af rekstr-
artekjum, 32 prósent í gegnum
almennar sölusíður og 68 í gegnum
eigin vefsíður. – bdj
430 fyrirtæki
selja á netinu
DÓMSMÁL Kona var sýknuð af
ákæru um eignaspjöll í Héraðsdómi
Reykjavíkur á föstudag en ákæra í
málinu var byggð á samantekt lög-
reglu um framburð konunnar í lög-
regluskýrslu, þar sem haft er eftir
henni að hún hafi játað að hafa
bakkað á bíl af ásetningi. Af upp-
töku af skýrslutökunni er hins vegar
ljóst að konan játaði alls ekki slíkan
ásetning.
„Ákvörðun um ákæru var tekin á
grundvelli játningar sem lögreglan
gerði henni upp en hún viðhafði
aldrei. Nú stöndum við frammi fyrir
því að skjólstæðingur minn hefur
orðið fyrir heilmiklu tjóni vegna
þessa framferðis lögreglunnar,“
segir Sara Pálsdóttir, verjandi kon-
unnar. Hún segir vinnubrögð lög-
reglu ekki aðeins slæleg. „Það kann
að teljast til glæpsamlegs athæfis að
gera manneskju upp játningu með
því að leggja henni svona afdrifa-
rík orð í munn. Við þetta bætist
svo að brotið var gróflega á grund-
vallarmannréttindum konunnar í
þessari skýrslutöku og henni aldrei
kynntur skýr réttur hennar til að
hafa lögmann sér við hlið eftir að
grunur féll á hana,“ segir Sara.
Aðspurð segir Sara að konunni
hafi fyrst verið skipaður verjandi
eftir að ákæra var gefin út í málinu,
tveimur árum eftir áreksturinn. Nú
liggi fyrir mjög afdráttarlaus sýknu-
dómur í málinu og hún undirbúi nú
kröfu um miskabætur á hendur rík-
inu fyrir hönd skjólstæðings síns.
„Málið hefur tekið tvö og hálft ár
af lífi hennar og valdið henni mik-
illi sálarangist auk mikilla beinna
fjárútláta en henni var til dæmis
gert að greiða hluta af kostnaði
fyrir viðgerðir á bílnum á grundvelli
þessarar röngu skýrslu lögreglu,“
segir Sara.
Óumdeilt er í málinu að konan
bakkaði á bíl og að lögregla tók af
henni skýrslu á heimili hennar
skömmu eftir atvikið. Í samantekt
lögreglumannsins sem tók skýrsl-
una er haft eftir konunni að hún
hafi viðurkennt að hafa bakkað
á bílinn af ásetningi. Hins vegar
er ljóst af hljóðupptöku sem til er
af skýrslunni að hún játaði aldrei
ásetningsbrot og var aldrei spurð
hvort um ásetning hefði verið að
ræða.
Konan ók heim til sín eftir atvikið
og hringdi í lögreglu þegar heim
var komið. Þá hafði eigandi bílsins
þegar gert lögreglu viðvart um
atvikið. Hann kærði konuna í kjöl-
farið fyrir eignaspjöll.
Fjallað er um upptökuna af
skýrslunni í dóminum og haft eftir
konunni þar að hún hafi bara ætlað
að bakka bílnum til að snúa við.
Fyrir dómi skýrir hún atvikið betur
og segist hafa ýtt óvart á bensíngjöf
í stað kúplingar þegar hún ætlaði að
skipta um gír.
Um hina meintu játningu segir í
forsendum dómsins: „Af þessu má
vera ljóst að ákærða viðurkenndi
aldrei að hafa „af ásetningi bakkað
bifreið sinni“ á bifreið brotaþola
„þegar hún reiddist mjög mikið“,
eins og segir í samantektinni. Þá
kvaðst ákærða aldrei hafa „gefið í“
og ekið á bifreiðina eins og þar er
haft eftir henni.“ Af hljóðupptök-
unni sé einnig ljóst að hún var aldr-
ei spurð um huglæga afstöðu sína,
það er að segja hvort um ásetning
hefði verið að ræða.
Þá er fundið að því við lögreglu að
ekki hafi verið gætt að grundvallar-
réttindum konunnar sem skýrt er
kveðið á um í sakamálalögum,
Mannréttindasáttmála Evrópu og
í stjórnarskrá, til að hafa lögmann
viðstaddan skýrslutöku.
adalheidur@frettabladid.is
Krefst bóta fyrir játningu sem
henni var gerð upp af lögreglu
Kona var sýknuð af ákæru fyrir eignaspjöll en lögregla gerði henni ranglega upp játningu í málinu. Kon-
unni var heldur ekki kynntur réttur til að hafa lögmann í skýrslutöku. Henni var ekki skipaður verjandi
fyrr en hún var ákærð tveimur árum eftir atvikið. Hún mun krefja ríkið um miskabætur vegna málsins.
Konan var sýknuð af ákærunni fyrir helgi á grundvelli sönnunarskorts í
málinu og eru vinnubrögð lögreglu átalin í dóminum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það kann að teljast
til glæpsamlegs
athæfis að gera manneskju
upp játningu með því að
leggja henni svona afdrifa-
rík orð í munn.
Sara Pálsdóttir,
lögmaður
„Góður skammtur af Gerði.“
EGILL HELGASON / KILJAN
„Eðalskáldskapur.“
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / KILJUNNI
„Hún er mikill meistari orðanna.“
HANNES ÓLI / RÁS 1
LILJA HRUND AVA LÚÐVÍKSDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ
ÓLÍNA KJERÚLF ÞORVARÐARDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla daga í desember; sjá nánar á www.forlagid.is
EFNAHAGSMÁL Árið 2018 námu
heildaratvinnutekjur Íslendinga
1.316 milljörðum króna. Það er
rúmlega fimm prósenta aukning sé
miðað við raunvirði árið 2017. Þetta
kemur fram í skýrslu Byggðastofn-
unar um þróun atvinnutekna eftir
atvinnugreinum og landshlutum á
árunum 2008 til 2018.
Atvinnutekjur jukust í öllum
landshlutum á milli áranna 2017
og 2018 en mest varð aukningin á
Suðurnesjum eða um tíu prósent. Þá
hækkun má rekja til atvinnugreina
í ferðaþjónustu. Minnst var hækk-
unin á Norðurlandi eystra eða þrjú
prósent. Á höfuðborgarsvæðinu var
hækkunin 4,7 prósent.
Stærstu atvinnugreinarnar mæld-
ar í atvinnutekjum árið 2018 voru
heilbrigðis- og ferðaþjónusta með
tæpa 139 milljarða króna, fræðslu-
starfsemi með 124 milljarða, iðnað-
ur með 120 milljarða og flutningar
og geymsla með 107 milljarða króna.
Mesta aukningin á atvinnu-
tekjum á tíu ára tímabili frá 2008-
2018 var í atvinnugreinum tengdum
ferðaþjónustu. Atvinnutekjur í
f lutningum og geymslu jukust um
49 milljarða eða 84 prósent og í gist-
ingu og veitingum um 38,5 milljarða
eða 151 prósent.
Samdráttur varð á atvinnutekjum
í tveimur greinum á sama tíma-
bili. Atvinnutekjur af fjármála- og
vátryggingastarfsemi lækkuðu um
26 milljarða og af fiskveiðum um 6,6
milljarða. – bdj
Heildaratvinnutekjur aukast um fimm prósent
Mest var aukning í atvinnutekjum
í greinum tengdum ferðaþjónustu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð