Fréttablaðið - 10.12.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.12.2019, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Flestir ef ekki allir stjórn­ málamenn tala á tylli­ dögum um hversu mikilvægu hlutverki fjölmiðlar gegna í lýðræðis­ samfélagi. Hvaða land er þetta? Er þetta ekki bara svona hjá „frum­ stæðum“ og fjarlægum þjóðum? Þjóðþingið í landinu samþykkir að fram fari rannsókn á skattaundanskotum og framlögum úr ríkiskassanum til ákveðins þjóðfélags- hóps. Fjármálaráðherrann lætur gera skýrslurnar en ákveður að stinga þeim undir stól þar sem þær gætu komið honum illa. Eitt af fyrstu verkum hans, eftir að hann settist í ráðherrastólinn, var að lækka framlög til eftirlitsstofnana en hann sjálfur hafði verið vændur um að bjarga háum fjárhæðum fyrir sig og ættingja sína þegar hann bjó yfir upplýsingum í opinberu starfi sem hann gegndi áður en hann varð fjármálaráðherra. Meðal atvinnurekenda í þessu landi er fyrirtæki sem lagði fæð á hvern þann sem ekki deildi skoð- unum þess á hvernig ríkisvaldið ætti að gera þá sem ríkasta. Þeir sögðu grimmt upp fólki sem var ekki sammála þeim og settu sig í samband við forstöðu- menn ríkisstofnana og annarra fyrirtækja auk innlendra og erlendra háskóla og kvörtuðu yfir að þar væru í vinnu einstaklingar sem væru á annarri skoðun en þeir. Einnig lögðu þeir sig fram við að fá uppgefin nöfn þeirra einstaklinga sem komu að málum í eftirlitsstofnununum, en það var einmitt þeirra háttur, að hrella einstaklingana sem voru að rannsaka þá og freista þess að draga úr þeim móðinn. Einnig lokuðu þeir verksmiðju hjá sér um stundar- sakir og létu það bitna á fólkinu í þorpinu þegar ein eftirlitsstofnunin tók þá til rannsóknar. Þess var alltaf gætt að einn nánasti vinur og samstarfsmaður forstjórans sæti í ríkisstjórn og helst að hann hefði málefni fyrirtækisins á sinni könnu. Svona gekk þetta árum saman og allir sem vildu vita, vissu að svona væri málum komið, en samt gerði enginn neitt. Þvert á móti fengu stjórnmálamenn- irnir alltaf endurnýjað umboð frá kjósendum og fyrirtækið naut virðingar og hylli í samfélaginu. Ofangreindur fjármálaráðherra telur að spilling sé bara í útlöndum og samtök atvinnurekenda í landinu telur sér sóma að því að hafa svona fyrirtæki innan sinna vébanda. Hvaða land er þetta? Er þetta ekki bara svona hjá „frumstæðum“ og fjarlægum þjóðum? Spilling, hvaða spilling? Bolli Héðinsson hagfræðingur Hótel mamma, ekki Compton Áhrifavaldinum Arnari Malla, eða eitthvað, tókst svo sannar- lega að æsa upp ungmenni landsins gegn ritstjóra DV. Fram að þessu hefur DV komist upp með að birta myndir af húsum hinna og þessara. Eiga hin áhrifagjörnu börn, þau sem orðin eru sakhæf, yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi fyrir að grýta heimili ritstjórans. Einungis vegna þess að blaðið af hjúpaði að rapparinn Dr. Möndlumjólk býr hjá mömmu sinni en ekki í Compton. Skattfé sturtað niður Hæstiréttur vísaði frá máli Guðmundar Spartakusar á hendur blaðamanninum Atla Má Gylfasyni. Málið hefur vakið mikla athygli enda var frásögn Atla í Stundinni sláandi á sínum tíma. Málið snerist annars vegar um hvort málið kæmi Guðmundi Spartakusi eitthvað við eða ekki, hin hliðin um hvort málið kæmi einhverjum öðru við en Guðmundi Spartakusi. Guðmundur Spartakus þarf nú að greiða Atla Má 5,2 millj- ónir í málskostnað. Upphæðin er hins vegar drýgð með þeim 2,5 milljónum sem skattgreið- endur greiddu Guðmundi Spartakusi þegar stjórn- endur RÚV þorðu ekki að taka slaginn með Atla. arib@frettabladid.isMiðasala fer fram á harpa.is/jolagestir. MIÐASALA ER hafin! Frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla er nú loksins komið fram á Alþingi. Það er óhætt að segja að mikill vandræða-gangur hafi einkennt allt þetta ferli sem rekja má til skipunar starfshóps fyrir um þremur árum. Til stóð að ráðherra mælti fyrir mál- inu í gær en svo fór að það var tekið af dagskrá eftir að fundi hafði ítrekað verið frestað meðan reynt var að ná samkomulagi um þingstörfin fram til jóla. Ráðherrann kynnti í september á síðasta ári ýmsar tillögur til að styrkja íslenska tungu en hluti af þeim sneri að stuðningi við fjölmiðla. Drög að sjálfu fjölmiðlafrumvarpinu voru svo kynnt í lok janúar á þessu ári en þá sagðist ráðherrann bjart- sýnn á að frumvarpið hlyti góðar viðtökur. Þær vonir rættust hins vegar ekki því frumvarpið var harðlega gagnrýnt af þingmönnum Sjálfstæðis- f lokksins. Þegar málið var svo loks lagt fram á Alþingi síðasta vor hafði það tekið smávægilegum breyt- ingum. Til að koma til móts við Sjálfstæðismenn hafði verið bætt við klausu í greinargerð um að skoðað yrði hvort breyta ætti tekjuuppbyggingu Ríkisútvarpsins. Var þar meðal annars vísað í umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þetta dugði þó engan veginn til að slá á gagn- rýnisraddir innan Sjálfstæðisf lokksins. Einn þingmaður lét hafa það eftir sér að aldrei áður hefði frumvarp verið afgreitt út úr þingf lokknum með jafnmiklum fyrirvörum og fjölmiðlafrumvarpið. Nýjasta útgáfa frumvarpsins er í öllum aðalatriðum eins og sú síðasta. Þó er búið að lækka endur- greiðsluhlutfall af kostnaði fjölmiðla við að af la og miðla fréttum úr 25 prósentum í 18 prósent. Enn eru Sjálfstæðismenn óánægðir með frum- varpið sem skýrir af hverju það kom fram á Alþingi síðastliðinn föstudag en ekki í september eins og málaskrá ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Ráð- herrann hefur greinilega gefist upp á því að sann- færa Sjálfstæðismenn um ágæti frumvarpsins og vill láta þingið útkljá málið. Rekstrarvandi fjölmiðla er vel þekktur og auð- vitað mun fjölmiðlafrumvarpið eitt og sér ekki bjarga öllu. Aðgerðirnar sem þar eru boðaðar myndu samt sem áður nýtast vel og þá sérstaklega þeim minni fjölmiðlum sem uppfylla skilyrði um stuðning. Flestir ef ekki allir stjórnmálamenn tala á tyllidögum um hversu mikilvægu hlutverki fjöl- miðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Nú reynir á að þeir láti ekki karp sitt um leiðir að því markmiði að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla tefja enn frekar framgang þess verkefnis. Það var auðvitað orðið ljóst fyrir nokkru að ekki tækist að afgreiða fjölmiðlafrumvarpið fyrir áramót. Miðað við hversu illa hefur gengið að koma því á dagskrá þingsins fara vonirnar um að það gerist yfir höfuð dvínandi. Vandræðagangur 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.