Fréttablaðið - 10.12.2019, Side 12

Fréttablaðið - 10.12.2019, Side 12
Á dögunum birtust hugleið-ingar Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar, um möguleg verðmæti sem skapast við veiðar á makríl. Forstjórinn er glöggur maður og þekktur fyrir framúrskarandi rannsóknir. Í þessum hugleiðing- um hefur honum hins vegar illa brugðist bogalistin. Hann hrasar um niðurstöðu án nokkurrar rann- sóknar og brigslar heilli atvinnu- grein um lögbrot ýmiss konar. Það mátti búast við öðru. Ekki einn heimsmarkaður Hugleiðingar Kára byggja á skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, sem birt var í sumar og bar þá niðurstöðu með sér að mikill verðmunur væri á makríl á Íslandi og í Noregi. Kári staðhæfir síðan að verðið í Noregi miðist við „heimsmarkaðsverð“, eins og hann orðar það, en verðið á Íslandi taki mið af einhverju allt öðru. Þessi staðhæfing stenst enga skoðun. Hér virðist Kári telja að makríll sé stöðluð hrávara, líkt og olíutunna. Því fer hins vegar fjarri. Fjöldi mismunandi afurða mak- ríls er seldur til manneldis og verð þeirra er misjafnt. Makríll kann til dæmis að vera heilfrystur, haus- skorinn eða f lakaður. Þá er hann mismunandi að gæðum og stærð eftir til dæmis árstíma og veiði- svæðum. Þá fer eitthvað af mak- ríl til bræðslu. Verð tekur mið af öllum þessum þáttum og kann því að vera mjög misjafnt eftir afurð og gæðum. Sá makríll sem er bestur að gæðum er jafnan heilfrystur. Því sem næst allur makríll Norð- manna er heilfrystur, en sú afurð gefur hæst verð. Þegar makríll gengur í íslenska lögsögu hentar hann oft illa til heilfrystingar. Sem dæmi má nefna, að þegar makríll gengur hingað í veiðanlegu magni yfir sumarmánuðina er vöxtur hans hraður og mikil laus fita er í holdinu. Það gerir hann því sem næst ótækan til manneldis. Af la- meðhöndlun, veiðarfæri og sjólag hafa einnig áhrif á gæði. Hér þarf aukinheldur að hafa í huga að Norðmenn hafa veitt mak- ríl í áratugi, en skipulagðar veiðar á makríl hér við land hófust ekki að neinu ráði fyrr en í kringum árið 2010. Norðmenn búa því við þann munað að hafa aðgang að makríl af meiri gæðum en Íslendingar, auk þess sem þeir hafa verulegt forskot í veiðireynslu og markaðssetningu á þessari fisktegund. Þetta hefur eðli máls samkvæmt áhrif á verð mak- rílafurða. Verðmætasti markaður fyrir makrílafurðir er Japan. Af þeim makríl sem fluttur var inn til Japan árið 2018, samkvæmt japönskum tollyfirvöldum, komu um 85% frá Noregi. Innan við 2% komu frá Íslandi. Japanir þekkja vel norskan makríl og hafa átt viðskipti með hann í áratugi. Norskur makríll er því fyrsta val og fyrir hann eru Japanir tilbúnir að greiða töluvert hærra verð, jafnvel 25-35% hærra en fyrir þann íslenska. Að þessu sögðu, er augljóslega rangt að staðhæfa um eitt heims- markaðsverð og láta svo að því liggja að verðmæti makríls hér á landi ráðist af ólögmætum athöfn- um íslenskra fyrirtækja. Gæði mak- rílsins, afurðir, markaðir og ára- tuga markaðsstarf eru allt þættir sem vinna með Norðmönnum. Í þessu felst meðal annars áskorun íslenskra fyrirtækja. Hráefnisverð Sé litið til hráefnisverðs í frystingu í Noregi árið 2018 og það borið saman við afurðaverð í frystingu þar í landi, þá kemur í ljós að hrá- efnishlutfall var 94%. Á manna- máli þýðir þetta að vinnsla í Noregi þarf að nota 94% af tekjum sínum til þess að kaupa makríl af útgerð. Eftir standa þá aðeins 6% til þess að greiða allan annan kostnað sem fellur til í vinnslu, líkt og laun, orku, löndun, umbúðir, geymslukostnað og sölukostnað. Öllum má vera ljóst að engar rekstrarlegar for- sendur standa undir slíkum rekstri. Á þessa augljósu meinbugi hefur raunar verið bent af hálfu sérfræð- inga endurskoðunarskrifstofunnar PWC í Noregi í nýlegri skýrslu undir heitinu Sjömatbarometeret 2019. Mikilvægt er að hafa þetta sam- hengi í huga. Fiskveiðistjórnunar- kerfi Íslendinga og Norðmanna eru ólík að þessu leyti og það hefur tvímælalaust áhrif á verðlagningu makríls upp úr sjó. Það má leyfa sér að efast um það að við Íslendingar höfum áhuga á því að veikja öflugar fiskvinnslur hér á landi. Enginn hlunnfarinn Að fyrrgreindu virtu er enginn fótur fyrir því að sjómenn, sveitarfélög eða samfélagið beri skarðan hlut frá borði, líkt og Kári hefur áhyggjur af. Að því er sjómenn sérstaklega varð- ar, þá leiðir samanburður á launum sjómanna við uppsjávarveiðar í Noregi og á Íslandi í ljós að þau eru áþekk. Árið 2018 voru laun háseta á uppsjávarskipi að meðaltali um 130.000 kr. á hvern dag á sjó. Að jafnaði eru sjódagar háseta um 100 á ári, en hina 265 dagana er hann í landi. Hásetahlutur á uppsjávar- skipi hér á landi árið 2018 var því um 13.000.000 kr. að meðaltali, en við þá fjárhæð bætast meðal annars lífeyrissjóðsgreiðslur. Allt opið Það kann að koma einhverjum á óvart, en verðlagning við uppsjávar- veiðar er ekkert leyndarmál. Sam- kvæmt kjarasamningum fá forystu- menn sjómanna í úrskurðarnefnd kynningu frá útgerðum á markaðs- og verðforsendum í aðdraganda hverrar vertíðar. Þegar veiðar síðan hefjast er trúnaðarmanni áhafnar hvers skips heimilt samkvæmt kjarasamningi að rýna öll gögn sem liggja til grundvallar söluverði á makríl, þ.m.t. alla sölusamninga. Þessu til viðbótar senda útgerðir upplýsingar um magn, verð, fram- leiðsluafurðir, gæði o.f l. vikulega til opinberrar stofnunar, Verðlags- stofu skiptaverðs, sem hefur það hlutverk að rýna upplýsingarnar og bera saman á milli útgerða. Víki verð einnar útgerðar í verulegum atriðum frá því sem algengast er við sambærilega ráðstöfun, þá getur Verðlagsstofa skiptaverðs skotið málinu til úrskurðarnefndar sjó- manna og útvegsmanna. Sú nefnd getur þá úrskurðað um hvort hlut- aðeigandi útgerð beri að leiðrétta verðið. Verðlagsstofu skiptaverðs eru engin takmörk sett varðandi heimildir til öflunar gagna og upp- lýsinga frá uppsjávarfyrirtækjum. Sú mynd sem Kári dregur upp af einhvers konar gjafagerningum til erlendra fyrirtækja í eigu útgerð- anna fær ekki staðist. Nú hefur sú sem þetta ritar ekki upplýsingar um einstök viðskipti allra uppsjávar- fyrirtækja, en þessi heimsmynd sem Kári teiknar af heilli atvinnu- grein er röng. Í fyrsta lagi gilda skýr lagaákvæði um armslengd í verð- lagningu á milli tengdra aðila. Í öðru lagi hlýtur sú kenning að vera æði langsótt, að í heila atvinnugrein skipist aðeins óheiðarlegt fólk sem hafi samráð um það hvernig það háttar sölu á afurðum sínum og á hvaða verðum. Ætli starfsmenn sem hafa aðkomu að sölu á mak- rílafurðum frá Íslandi skipti ekki tugum. Heilbrigð skynsemi segir að starfsmenn fyrirtækja, hvort heldur í sjávarútvegi eða erfðavísindum, vinni að jafnaði og yfirleitt af heil- indum. Mikilvægi rannsókna Vegna hugleiðinga sinna kallar Kári eftir því að Alþingi hefji rannsókn þessara mála. Framhjá því verður hins vegar ekki litið að öll þau brigsl um sjávarútveg sem Kári ber fram varða háttsemi sem er þegar ólögmæt. Af þeim sökum hefur Alþingi ekkert hlutverk. Hafi eitt- hvert fyrirtæki í sjávarútvegi orðið bert að peningaþvætti, landráðum, skattsvikum eða þjófnaði, þá er það hlutaðeigandi eftirlitsaðila að taka slík mál til rannsóknar standi til þess rökstuddur grunur. Bless- unarlega hefur löggjafinn þar sinnt sínu hlutverki og fest bann við slíkri háttsemi í lög. Ég leyfi mér að fagna því að Kári og aðrir láti sig málefni sjávarút- vegs varða. Samtalið hlýtur alltaf að auka skilning. Eins og Kári þekkir verður kenning í læknavísindum að byggja á rannsóknum, tilraunum eða kerfisbundnum athugunum. Það hlýtur að mega gera þá kröfu til Kára að hann viðhafi sömu aðferða- fræði í orðræðunni um samfélags- mál. Virðum staðreyndir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sem dæmi má nefna, að þegar makríll gengur hingað í veiðanlegu magni yfir sumarmánuðina er vöxtur hans hraður og mikil laus fita er í holdinu. Það gerir hann því sem næst ótækan til manneldis. Aflameð- höndlun, veiðarfæri og sjó- lag hafa einnig áhrif á gæði. BHM hefur lengi barist fyrir breytingum á námslána-kerf inu. Ríkisvaldið á að styðja myndarlega við bakið á þeim sem ákveða að leggja stund á háskólanám enda er það fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í formi hagsældar og bættra lífs- gæða almennt í samfélaginu. Um leið á stuðningskerfið að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar, óháð efnahag, kyni, fjölskylduað- stæðum og samfélagsstöðu að öðru leyti. BHM styður hugmyndir um blandað kerfi lána og styrkja, líkt og tíðkast annars staðar á Norður- löndum, svo fremi sem jafnrétti til náms verði tryggt. Nýlega lagði mennta- og menn- ingarmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um Menntasjóð náms- manna. Verði það að lögum mun það hafa í för með sér víðtækar breytingar á fjárhagslegum stuðn- ingi ríkisins við námsmenn. Frum- varpið gerir ráð fyrir að tekið verði upp blandað kerfi lána og styrkja, meðal annars að norskri fyrir- mynd. Fram kemur í frumvarpinu að markmiðið með nýju kerfi sé að tryggja hagsmuni námsmanna á Íslandi betur en gert hefur verið. BHM fagnar frumvarpinu og telur að þær breytingar sem þar er mælt fyrir um séu almennt jákvæðar og til bóta miðað við núverandi kerfi. Aftur á móti telur bandalagið að stjórnvöld eigi að hafa metnað til að styðja enn betur við bakið á námsmönnum en gert verður samkvæmt frumvarpinu. Í því sambandi má til dæmis benda á að frumvarpið felur í sér að veittur verður 30% afsláttur af höfuðstól námsláns ef námsmaður lýkur námi innan ákveðinna tíma- marka. Í Noregi er sambærilegt hlutfall 40%. Einnig má nefna að samkvæmt frumvarpinu munu námsmenn með börn á sínu fram- færi bæði geta fengið styrk og lán vegna þeirra. BHM telur að stuðn- ingur ríkisins vegna barna náms- manna eigi alfarið að vera í formi styrks. Vaxtaþak er nauðsynlegt Samkvæmt frumvarpinu verða vextir á námslánum breytilegir. Nauðsynlegt er að sett verði þak á vextina til að fyrirbyggja að náms- menn verði látnir bera kostnaðinn af mögulegum efnahagsáföllum í framtíðinni. Þá telur BHM að tryggja þurfi að lántakar þurfi ekki að greiða af námslánum eftir að starfsævinni lýkur en þetta er ekki tryggt í frumvarpinu. Samkvæmt því verða námslán ótímabundin og fyrnast ekki, líkt og í núverandi kerfi. Við viljum að eftirstöðvar námsláns falli niður þegar lífeyr- istökualdri er náð eða þegar greitt hefur verið af láni í 40 ár. Menntasjóðsfrumvarpið – skref í rétta átt Þórunn Svein- bjarnardóttir formaður BHM SÓL ÉG SÁ eftir Ólöfu Nordal Allur ágóði af sölu rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA Kúlan sem gleður alla 2019 Söluaðilar Kærleikskúlunnar 2019 eru: Casa Kringlunni, Skeifunni og Akureyri · Epal Kringlunni, Skeifunni, Laugavegi og Hörpu · Hafnarborg Hafnarfirði · Húsgagnahöllin Reykjavík og Akureyri · Kokka Laugavegi · Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum · Hönnunarsafn Íslands Garðabæ · Listasafn Íslands Reykjavík · Líf og list Smáralind · Þjóðminjasafnið Suðurgötu og Hverfisgötu · Snúran Ármúla · Blómaval um allt land · Bústoð Reykjanesbæ · Blóma- og gjafabúðin Sauðárkróki · Norska húsið Stykkishólmi · Póley Vestmannaeyjum 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.