Fréttablaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 4
Veður
Norðaustan 13-20 síðdegis og
hvassara í vindstrengjum á Suð-
austurlandi. Éljagangur norðan til,
snjókoma eða slydda austanlands,
en áfram þurrt um landið suð-
vestanvert. Hiti kringum frost-
mark. SJÁ SÍÐU 32
Fínt skal það vera á jólum
Þessa dagana eru miklar annir á rakarastofum og hársnyrtistofum landsins enda vilja f lestir tryggja sér jóla- og áramótaklippingu. Ragnar Heiðar
Harðarson var með hátíðarhúfu til að létta andrúmsloftið á Rakarastofu Ragnars og Harðar á Vesturgötu í Reykjavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SAMFÉLAG „Við fórum að hugsa um
allt fólkið sem er eitt á jólunum
og þá kom hugmyndin, hvort við
ættum ekki að bjóða því bara í jóla-
mat. Við vildum hafa þetta alvöru
jólamat eins og við myndum sjálfir
hafa,“ segir Tómas.
Úr varð að eigendurnir Tómas
og Beggi auk Viktors, sonar Begga,
opnuðu veitingastaðinn á aðfanga-
dagskvöld þar sem boðið var upp á
frían mat og ákveðið var að endur-
taka leikinn í ár.
„Við vorum allir á því að seinka
bara jólunum heima aðeins til að
gleðja fleiri. Það er andi jólanna en
ætti auðvitað að vera andinn alla
daga. Hætta að hugsa um sjálfan sig
alla daga og hvað mig vantar. Hugsa
frekar hvað maður geti gert fyrir
náungann.“
Eftir að viðburðurinn var kynnt-
ur í fyrra höfðu fjölmörg fyrirtæki
samband og buðu fram aðstoð sína.
„Við þurftum meira að segja að
af þakka aðstoð því það voru svo
margir sem vildu aðstoða en það var
einhver sem þurfti að koma boltan-
um af stað. Það fallega við þetta er
að það kom aðili á Selfossi og gerði
þetta líka. Núna í ár veit ég um einn
stað hérna niðri í bæ, Gumma Ben,
sem er líka að gera þetta.“
Í fyrra komu um 40 manns í jóla-
veisluna þar sem söngvarinn Geir
Ólafs kom og söng fyrir gesti.
„Við sáum það þegar fólkið var að
koma að það var pínu feimið við að
koma inn. Það sat kannski fyrst úti
í bíl en kom svo inn. En það eru allir
velkomnir því við viljum bara eiga
góða stund saman og borða eðal-
mat. Snúast ekki jólin um það?“
Tómas hvetur fólk til að hugsa til
þess hvort einhvers staðar sé frændi
eða frænka, kannski fjarskyldur
ættingi á elliheimili eða vinnufélagi
af erlendu bergi brotinn sem sé einn
á jólunum.
„Bjóddu honum þá bara heim. Þá
þyrfti enginn á okkur að halda. Það
væri fallegasta niðurstaðan ef við
yrðum gerðir óþarfir.“
Tilkynning um jólaveisluna í ár
var sett í loftið í byrjun vikunnar en
þegar hafa borist fjölmargar fyrir-
spurnir og fólk er byrjað að hringja
og taka frá pláss. „Það er best að fólk
hafi samband svo við getum gert
ráð fyrir öllum. Við opnum húsið
klukkan fimm og byrjum að borða
klukkan sex. Það verður boðið
upp á þriggja rétta máltíð, kaffi og
súkkulaði.“
Tómas segir að þeir muni taka
við eins mörgum og húsrúm leyfir
en vonast til að það séu ekki allt of
margir í þeirri stöðu að vera einir á
jólunum. „En þetta er líka ákall til
annarra um að bjóða kannski fólki
á jóladag, annan í jólum og gamlárs-
kvöld. Það er góð tilfinning að geta
verið til staðar fyrir fólk. Samt hugs-
ar maður að þetta eigi ekki að þurfa
að vera svona í okkar samfélagi.“
Hægt er að skrá sig í jólaveisluna
á orangecafe.is og í síma 662 3306.
sighvatur@frettabladid.is
Seinka jólunum heima
til að gleðja ókunnuga
Annað árið í röð bjóða eigendur veitingastaðarins Orange Café í Ármúla þeim
sem eru einir um jólin að upplifa ekta jól á aðfangadagskvöld. Annar þeirra,
Tómas Hilmar Ragnarz, segir þennan jólaanda eiga að vera andann alla daga.
Fjörutíu manns komu í mat til Tómasar í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Við sáum það þegar
fólkið var að koma
að það var pínu feimið við
að koma inn. Það sat
kannski fyrst úti í bíl.
Tómas Hilmar Ragnarz
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
Association of Icelandic Film Producers
SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins. Rétt
til umsókna úr sjóðnum eiga sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur
sem framleitt hafa kvikmyndaverk sem sýnd hafa verið í sjónvarpi á
árinu 2018. Umsóknir berist fyrir 15. janúar 2020 til:
SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
c/o Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
eða með tölvupósti á sik@producers.is
Nánari upplýsingar, úthlutnarreglur og eyðublað eru á vefsíðu
SÍK – www.producers.is
SÍK - IHM AUGL - 2 X 10 DSM BLACK
Greiðslur úr
IHM sjóði SÍK
Finnafjörður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
IÐNAÐUR Skýrslu hlutaðeigandi
ráðuneyta um uppbygginginu í
Finnafirði verður skilað til ríkis-
stjórnarinnar í janúar. Í skýrslunni
verður fjallað um innviði raforku-
kerfisins, forkönnun á vegtengingu
svæðisins, lagaleg málefni og sam-
félagslega greiningu. Þetta kemur
fram í skrif legu svari ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við
fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriks-
son um raforkuflutning í Finnafirði.
Í svarinu kemur fram að upp-
byggingin í Finnafirði muni kalla
á fjárfestingu í f lutnings- og dreifi-
kerfi raforku. Nánari greining þar
um verði í skýrslunni. Um fyrir-
hugaðar úrbætur á raforkuf lutn-
ingi á svæðinu segir ráðherra að
þá 10 kílómetra sem eigi eftir að
endurnýja af 33 kílóvolta línunni
frá Kópaskeri að Raufarhöfn hygg-
ist RARIK endurnýja með lagningu
slíkrar línu á árinu 2021. Þá sé unnið
að ef lingu á f lutningskerfi Norð-
austurlands með lagningu Kröflu-
línu 3. Henni sé ætlað að tryggja
stöðugleika raforkukerf isins á
Norður- og Austurlandi.
Ráðherra segir hvorki tíma-
ramma verkefnisins né kostnaðar-
mat liggja fyrir. Ekki hafi verið
gert ráð fyrir fjárveitingum vegna
verkefnisins í nýsamþykktum fjár-
lögum. Þegar samantekt ráðuneyt-
anna um verkefnið verði skilað til
ríkisstjórnar muni tímaramminn
liggja betur fyrir. Ákvarðanir um
aðkomu ríkisins að verkefninu verði
teknar í framhaldi af því. – aá
Ljúka skýrslu
um Finnafjörð
STJÓRNSÝSLA Gunnar Jakobsson
lögfræðingur verður varaseðla-
bankastjóri fjármálastöðugleika.
Forsætisráðherra skipar í embættið
en samkvæmt nýjum lögum sem
taka gildi um áramótin eru vara-
seðlabankastjórar fjármálastöðug-
leika og fjármálaeftirlits skipaðir að
fenginni tillögu fjármála- og efna-
hagsráðherra.
Samkvæmt niðurstöðu hæfis-
nefndar voru fimm umsækjendur
um starfið metnir mjög vel hæfir.
Af þeim kaus Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra að tilnefna Gunn-
ar Jakobsson. Auk prófs í lögfræði
er Gunnar með MBA-próf frá Yale-
háskóla og hefur starfað hjá Gold-
man Sachs undanfarin ár.
Auk Gunnars sóttu tíu um
starfið. Þeirra á meðal voru Guð-
rún Johnsen hagfræðingur, Jón Þór
Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, og Tómas Brynj-
ólfsson, skrifstofustjóri í fjármála-
ráðuneytinu. – aá
Gunnar valinn
í Seðlabankann
1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð