Fréttablaðið - 19.12.2019, Side 10

Fréttablaðið - 19.12.2019, Side 10
Hljóðmerki í þorskseiðum Íslendingar hafa veitt þorsk allt frá dögum land- náms og háð stríð um þorskinn en farhegðun hans hefur lítið verið rannsökuð og áhrif hennar á nýtingu og viðhald stofnsins. Hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vest- fjörðum er hljóðmerkjum komið fyrir í kviðarholi þorskseiða og hljóðdufl í Seyðisfirði notað til að nema merki frá þeim. Þetta er hluti af stórri rann- sókn á hegðun þorska af fargerð og staðbundinni gerð. Þetta er gert til að skilja hvort farhegðun þorsksins ráðist af erfðum eða breytingum á umhverfi. Seiðastigið er gífurlega mikilvægur tími fyrir þorsk en á fyrsta ári drepast allt að 98 prósent seiðanna. Það er því til mikils að vinna fyrir fisk- veiðiþjóð að skilja hvernig seiðin dreifast og hvað hefur áhrif á dreifingu þeirra. Tímamót í alnæmisbaráttunni Snemma á árinu 2019 birtust tímamótafregnir í alnæmisbaráttunni. HIV- veiran greindist ekki lengur í breskum manni sem hafði verið með veir- una, eftir að stofnfrumur úr einstaklingi sem hafði sýnt náttúrulegt ónæmi fyrir veirunni voru græddar í hann. Þetta er í annað skipti sem slík meðferð hefur læknað sjúkdóm- inn. Tim Brown, sjúklingur í Berlín, fékk fyrir tíu árum merggjöf frá gjafa sem var einnig með náttúrulegt ónæmi fyrir veirunni. Hann er fyrsti einstaklingurinn til að sigrast á HIV-veirunni og alnæmi. Því er hægt að segja að ekki sé um frávik að ræða heldur raunverulega meðferðarnálgun. Örfáir einstaklingar eru með tvær stökkbreyttar gerðir af CCR5-viðtakanum sem veldur náttúrulegu ónæmi fyrir HIV-veirunni. Ketó og prump í krukku Íslendingar eru for- vitnir og leita svara við ýmsum ráðgátum heimsins á Vísinda- vef Háskóla Íslands. Fimm mest lesnu svörin á Vísindavef HÍ sem birtust árið 2019 voru við eftirfarandi n Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði? n Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar? n Er hægt að varðveita prump í krukku? n Hvers vegna afneita margir loftslags- breytingum af mannavöldum? n Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur? Gott ár í vísindum og tækni Vísindamenn víða um heim hafa látið til sín taka á árinu sem er að líða, sem endranær. Íslenskir vísindamenn létu heldur ekki sitt eftir liggja. Ingunn Lára Kristjánsdóttir stiklar hér á stóru í heimi merkra rannsókna og uppgötvana á þeim sviðum. Nóbelsverðlaun í læknisfræði William G. Kaelin, vísindamaður við Harvard-háskóla, Gregg L. Semenza, frá Johns Hopkins-háskóla, og Bretinn Peter J. Rat cliffe, frá Francis Crick- stofnuninni í London, hlutu Nóbels- verðlaunin í læknisfræði á þessu ári. Þremenningarnir hlutu verðlaunin fyrir að uppgötva hvernig frumur nema og laga sig að súrefnismagni. Er uppgötvunin sögð leggja grunn að aukn- um skilningi á því hvernig súrefni hefur áhrif á efnaskipti og lífeðlisfræðilega starfsemi. Hún er einnig sögð hafa mikla þýðingu á ýmsum sviðum til dæmis í rann- sóknum á háfjallaveiki, krabbameini, meðgöngu og því hvernig sár gróa. Einnig eru hún sögð geta haft jákvæð áhrif á framleiðslu lyfja til að koma í veg fyrir blóðskort vegna þrálátra nýrnasjúkdóma. Vísindamennirnir þrír hlutu níu milljónir sænskra króna í verð- launafé sem deilist jafnt á milli þeirra. Það samsvarar um 113 millj- ónum íslenskra króna. UPPFINNINGAR ÁRSINSRoybiVélmennið Roybi kennir börnum á aldrinum þriggja til sjö ára að tala og reikna. Roybi er með gervi- greind og mótar kennsluhætti sína eftir barninu. Það lærir á tilfinn- ingar barnsins og getur sagt því sögur og sungið lög. Þrívíddarprentað hjarta bjargaði lífi manns Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn hafa unnið náið saman við þróun á þrívíddarprentun líffæra sem notuð eru við undirbúning skurðað- gerða. Bjarni Torfason hjartaskurðlæknir greindi frá því í nóvember að slíkt líkan hefði bjargað lífi sjúklings. Um var að ræða 67 ára mann af Norðurlandi sem var á leið suður í skurðaðgerð en ófærð og vonskuveður töfðu sjúkraflutninga um 19 klukkustundir. Á þeim tíma gátu læknar undirbúið aðgerðina með því að æfa sig á nákvæmri eftirlíkingu af hjarta mannsins. „Með því að geta deginum áður undirbúið aðgerðina þá verður hún markvissari og öruggari,“ sagði Bjarni. TÆKNI- OG VÍSINDAANNÁLL 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.