Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2019, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 19.12.2019, Qupperneq 24
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Þeir sjá sjálfa sig í þeim sporum að liggja fyrir dauðanum, eiga enga von um bata en vera samt haldið á lífi. Fjármagnið til uppbygg- ingar raf- orkuöryggis er ekki vandamál, líkt og ráðherrar hafa bent á. Sparaðu allt að 50-70%! info@fedaszdental.huHafðu samband: + 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is Fyrir Eftir Tannlækningar í Ungverjalandi Allir einstaklingar sem einhvern tíma hafa horft upp á langdregið dauðastríð manneskju sem þeim þykir vænt um hljóta að kannast við óskina um að hún fái að deyja fyrr en síðar. Vonlaust er um bata og lífinu er í raun lokið. Jafn sárt og það er að kveðja þá er dauðinn í þessum tilvikum blessun fyrir þann sem þjáist. Ekki er þó víst að sá dauð- veiki sé á þeirri skoðun. Hann ætlar sér að berjast, jafnvel þótt baráttan sé vonlaus. Það er hans val. Það er einnig val ef manneskja í þessari stöðu segir: Nú er nóg komið, ég vil fá að fara. Það val ber einnig að virða. Ef einstaklingur er í dái og getur ekki tjáð sig en vitað er að hann hefði aldrei viljað að sér væri haldið á lífi í vonlausri aðstöðu þá á sömuleiðis að virða það og leyfa honum að kveðja, Það eru örugglega þessar myndir sem Íslendingar hafa í huga þegar þeir segjast í skoðanakönnunum vera hlynntir dánaraðstoð. Þeir sjá sjálfa sig í þeim sporum að liggja fyrir dauðanum, eiga enga von um bata en vera samt haldið á lífi. Hugsunin er þessi: Þegar svo er komið vil ég fá að fara. Þetta er fullkom- lega eðlileg ósk sem ætti að vera hægt að uppfylla. Og vissulega er það oft gert á sjúkrahúsum landsins. Vonlausri meðferð er hætt. Slökkt er á tækjum sem halda viðkomandi á lífi. Ekki getur það f lokkast sem grimm lausn. Þvert á móti er hún mannúðleg. Það er sjálfsagt að manneskja sem þjáist í von- lausri baráttu fyrir lífi sínu fái sjálf að ákveða að nóg sé komið. Þetta er hennar líf, hennar þjáning. Vissulega er hægt að dæla í hana lyfjum, koma henni í dá svo að hún finni ekki fyrir kvölum, en um leið finnur hún heldur ekki fyrir neinu öðru. Hún er lifandi dauð. Manneskja sem vill deyja með reisn getur ekki hugsað sér neitt skelfilegra en að lifa þannig. Það er ekki hægt að f lýja dauðann. En stundum er blessunarlega hægt að ráða því hvenær hann kemur. Það er skelfilegt hlutskipti fyrir einstaklinga að þurfa að hafast við í biðstöð dauðans og þjást þar vegna harðrar andstöðu við að þeir fái að yfirgefa þennan heim, eins og þeir sjálfir óska. Við lifum í þjóðfélagi þar sem stöðugt er minnt á að ein- staklingur ráði yfir eigin líkama. Af einhverjum ástæðum þykir þetta ekki eiga við þegar einstakl- ingur sem þjáist óbærilega þráir ekkert heitar en að fá að kveðja þetta líf. Árið 2015 sýndi skoðanakönnun að um 75 pró- sent svarenda væru hlynnt dánaraðstoð. Stuðn- ingur hefur aukist síðan þá en í nýlegri könnun Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segjast tæp- lega 78 prósent aðspurðra styðja dánaraðstoð. Þetta er há tala, líkt og í fyrri könnun. Heilbrigðisstéttir eru þó tregar til að sýna málinu stuðning, máli sem snýst um rétt einstaklings til að taka ákvörðun um eigið líf. Dánaraðstoð snýst ekki um einhverja duttlunga heldur um ástand þar sem engin lækning er möguleg og lífið er orðið óbærilegt. Dánaraðstoð ætti að lögleiða hér á landi, enda er hún mannréttindamál. Þjáningin Sambúð okkar við náttúruna er gjöful, undur-samleg og mögnuð en á sama tíma óbilgjörn, stormasöm og öfgakennd. Hún gefur okkur kraft, orku og ólýsanlega fegurð en á sama tíma getur hún tekið frá okkur kraft, skapað ótta og óöryggi. Óveðrið sem geisaði í síðustu viku kom ekki á óvart. Við því hafði verið varað. Þetta var ekki fyrsti stormurinn sem við höfum mætt og ekki sá síðasti. Það er ljóst. Viðbragðsaðilar um allt land eiga hrós skilið fyrir það þrekvirki sem þeir unnu. Veikleikar raforkukerfisins komu heldur ekki á óvart enda búið að vara við þeim ítrekað síðustu áratugina. Sums staðar á Norðurlandi var vitað að ekkert varaaf l væri til staðar, að tengivirki væru ekki yfirbyggð með tilheyrandi áhættu og að rafmagns- línur sem lögðust niður, eins og á Dalvík, væru ekki í takti við orkuöryggi 21. aldarinnar. Allt var þetta vitað. Þess vegna var lítil reisn yfir viðbrögðum ákveðinna ráðherra Sjálfstæðisf lokks og Fram- sóknarf lokks. Þessara sömu f lokka sem hafa meira og minna borið ábyrgð á orku- og byggðamálum frá lýðveldisstofnun. Í stað þess að þjappa þjóð- inni saman þá kepptust þeir við að etja fólki og landshlutum saman. Reynt var að reka f leyg á milli hópa, í stað þess að sameina þá og finna lausnir. Segja skýrt að við erum ein þjóð í einu landi. Að það sé á okkar allra ábyrgð að tryggja öryggi fólks og fyrirtækja. Átakshópur hefur nú verið skipaður sem á að kortleggja ástandið. Sem er fínt. Sá hópur má ekki enda sem átakahópur þótt nálgun sumra ráðherra bjóði þeirri hættu heim. Afgerandi forgang þarf um málið. Fjármagnið til uppbyggingar raforkuöryggis er ekki vandamál, líkt og ráðherrar hafa bent á. Þjóðin á það inni hjá okkur sem störfum í stjórn- málum að við lítum í eigin barm og spyrjum okkur hvað við getum gert til þess að tryggja að farið verði í raunverulegar aðgerðir en ekki skítareddingar. Hér þurfum við einfaldlega að vera í sama liði og gera betur. Engar skítareddingar – takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Hrossaþjófnaður Þegar Sigmundur Davíð yfirgaf Framsóknarflokkinn haustið 2017 hrifsaði hann með sér stóran hluta af fylginu, frambjóð- endum og fulltrúum. Nú kemur í ljós að hann tók einnig með sér hugverk. Guðni Ágústsson, fyrr- verandi formaður og ráðherra, greinir frá því að hann hafi átt hugmyndina að hestsmerkinu þegar til tals kom að breyta merki Framsóknarflokksins árið 2001. Brá honum illilega að sjá Miðflokksmenn flagga hinu hvíta hrossi og enn verra var að það hafði verið skrumskælt. Guðni sá fyrir sér alíslenskan fák, en ekki erlent klippi-hryðjuverk. Þrátt fyrir að vera með unnið höfundarréttarmál í höndunum lét hann þessa ósvinnu óátalda og henti frekar gaman að því eins og honum er einum lagið. Ekki flókið Innhringihetjur Útvarps Sögu ráða sér vart fyrir kæti vegna sigurs Boris Johnson. Hallur Hallsson var gestur Péturs Gunn- laugssonar á Sögu. Þetta er ekki flókið hjá Halli. Boris hafi skorið á rembihnútinn Brexit. Fólk hafi orðið afhuga ESB vegna glóbal ismans. Hætt er við að það heyrist hljóð úr horni þegar Boris þarf að gera umfangsmikla viðskiptasamninga við evrópsku glóbalistana. Ekki bætir úr skák þegar Skotar krefjast lausnar undan kúgun miðstjórnarvalds Englendinga. Þá vandast málið. kristinnhaukur@frettabladid.is 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.