Fréttablaðið - 19.12.2019, Side 50
BÍLAR
Porsche Macan fékk andlits-lyftingu í ár og á nýju ári mun koma ný útgáfa GTS
bílsins. Í þeirri útgáfu er Macan
með 2,9 lítra V6 vél sem skilar nú
375 hestöf lum eða 15 hestöf lum
meira en áður. Porsche Macan S er
með þriggja lítra V6 vél sem er 27
hestöflum aflminni en GTS en Macan
Turbo er sem áður aflmesta útgáfan
með sín 434 hestöfl. Macan GTS er
aðeins 4,7 sekúndur í hundraðið og
ef hann er búinn Sport Chrono pakk-
anum er hann 4,5 sekúndur að ná
þeim hraða. Macan GTS fær líka and-
litslyftingu með nýjum sportpakka
og 20 tommu felgum. Undir bílnum
verður loftpúðafjöðrun staðalbún-
aður og hann fær stærri bremsudiska
með möguleika á að uppfæra þær í
15,4 tommu keramikdiska að framan
og 14 tommu að aftan.
Macan fær
GTS útgáfu
Macan GTS verður aðeins hægt að
fá með sérpöntun að sögn Gísla
Jenssonar hjá Bílabúð Benna.
Nissan selur mikið af gerðum eins og Qash qai, Juke og X-trail en sala þeirra hefur minnkað í Evrópu undanfarið.
Samdráttur Nissan á Evrópska efna-
hagssvæðinu var 24% á fyrstu 10
mánuðum ársins niður í 334.505 bíla.
„Frá deginum í dag til miðs árs 2021
mun Nissan skipta út Qashqai og X-
trail og koma með nýjan rafjeppling
byggðan á Ariya tilraunabílnum“
segir de Ficchy. Nissan hóf sölu á
nýrri kynslóð Nissan Juke í nóvem-
ber en fyrsta kynslóð hans kom á
markað árið 2010. Hann er byggður
á CMF-B undirvagninum sem einn-
ig er notaður af Renault fyrir Clio
og Captur. Nissan mun ekki bjóða
uppá dísilvél í Juke vegna minnk-
andi eftirspurnar. Þótt að de Ficchy
hafi ekki gefið upp hvenær næstu
endurnýjunar flota Nissan væri að
vænta, segir heimildarmaður að X-
trail verði næstur á dagskrá næsta
sumar. Nissan ætlaði að smíða hann
í verksmiðjunni í Sunderland í Bret-
landi, en hefur nú ákveðið að smíða
Evrópugerðir hans í Japan í staðinn.
Sala á X-trail hefur fallið mikið eða
um 59% niður í aðeins 18.368 bíla á
fyrstu 10 mánuðum ársins.
Að sögn heimildarmanns Auto-
mot ive News kemur nýr Qash qai
á markað í september á næsta ári.
Hann er vinsælasti bíll Nissan í Evr-
ópu með 183.896 bíla selda á fyrstu
10 mánuðum 2019, en hann er einnig
mjög vinsæll á Íslandi. Nissan mun
hætta sölu á dísilútgáfum í Qashqai
og kynna í staðinn E-power tvinn-
tækni sína sem hefur verið vel tekið
í Japan. Nýr Qashqai byggir á IMQ
tilraunabílnum sem sýndur var á
bílasýningunni í Genf í vor. Að sögn
Ponz Pandikuthira, forstjóra Nissan
í Evrópu, eru tvær tvinnútgáfur hans
til skoðunar en það er annars vegar
ePower útgáfa með ljósavél fyrir
rafhlöðu, og hins vegar tengiltvinn-
útgáfa eins og notuð er í Mitsubishi
Outlander PHEV.
Það sem Nissan er að skoða er
hvar þessar útgáfur verða í boði, en
ePower hentar vel þar sem hámarks-
hraði er lítill eins og í Japan þar sem
hann er 100 km á klst. Að sögn
Pandikuthira er verið að skoða
Evrópuútgáfu af ePower tækninni
þrátt fyrir að hámarkshraði þar sé
í f lestum tilfellum hærri en í Japan.
Þar sem hraðinn er meiri er hætta á
að rafmagnið á rafhlöðunni klárist
hratt og bíllinn endi á að keyra á
ljósavélinni sem ekki er æskilegt.
Pandikuthira er ekki á því að tengil-
tvinnútgáfa sé góð lausn til lengri
tíma litið og segir að slíkir bílar séu
meira til að fylla upp í gat á markað-
inum þar til að hreinir raf bílar
hafa náð nægri drægni fyrir hinn
almenna kaupanda. „Við munum
prófa tengiltvinnútgáfur á sumum
bílum okkar en viðskiptamódel
tengil tvinnbíla er ekki það besta,“
sagði Pandikuthira í viðtali við
bílatímaritið AutoExpress. Líkt og
annars staðar í heiminum er þó Out-
lander PHEV mest seldi tengiltvinn-
bíllinn á Íslandi í nokkur ár í röð.
Rafjepplingurinn sem byggir á
Ariya tilraunabílnum mun koma á
markað snemma árs 2021. Undir-
vagn hans er þróaður í samstarfi við
Renault og verður bíllinn í flokki lúx-
usgerða. Bíllinn verður verðlagður til
að keppa við bíla eins og nýjan Ford
Mustang Mach E. Nissan mun að
öllum líkindum ekki verða með bás
á bílasýningunni í Genf í vor.
Nissan Qashqai kemur í
september sem tvinnbíll
Nissan er með það á prjónunum að endurnýja jepplingalínu sína á næstu 18 mánuðum
til að endurvekja sölu segir stjórnarformaður Nissan í Evrópu, Gianluca de Ficchy, í við-
tali við Automotive News. Hann segir frá nýjum rafbíl byggðum á Ariya tilraunabílnum.
Þó að nýr Qashqai verði ekki eins ýktur og IMQ tilraunabíllinn verður útlit hans byggt á honum. NORDICPHOTO/GETTY
Nissan Ariya var sýndur á bílasýningunni í Tokyo en rafjepplingur byggður
á honum er væntanlegur 2021 til að keppa við Ford Mustang Mach E.
Margir bílaframleiðendur hafa þurft að leggja til hliðar minnstu gerðir
smábíla sinna þar sem þróunar-
kostnaður við að standast meng-
unarkröfur er of hár og tap í þessum
flokki. Slíku er þó ekki fyrir að fara
hjá Toyota sem frekar hagnast á
því en hitt. „Þar sem Toyota selur
mikið af tvinnbílum þarf merkið
ekki að greiða svimandi háar
mengunarsektir eins og önnur
merki, sem keppast nú við að koma
á markað tvinnbílum til að sleppa
við þær,“ segir forstjóri Toyota í
Evrópu, Matt Harrison, í viðtali við
Autocar. Toyota selur um 100.000
eintök á ári af hinum vinsæla Aygo
smábíl og öfugt við aðra framleið-
endur er hagnaður í þessum flokki
smábíla. „Aðrir framleiðendur hafa
ekki náð hagnaði í A-flokki og með
meiri tækni mun það bara verða
erfiðara. Hjá okkur er því öfugt
farið og við sjáum tækifæri frekar
en tap,“ segir Harrison enn fremur.
Getgátur hafa verið um hvort nýr
Aygo verði rafdrifinn en það er þó
ekki í kortunum á næstu tveimur
árum hvað sem síðar verður.
Annar vinsæll smábíll frá Toyota
er Yaris sem frumsýndur var í nýrri
kynslóð í október síðastliðnum.
Að sögn Páls Þorsteinssonar, upp-
lýsingafulltrúa Toyota á Íslandi,
er nýr Yaris þó ekki væntan-
legur hingað fyrr en á seinni hluta
næsta árs. „Hvorki verð né hvaða
útgáfur verða í boði til að byrja
með liggur fyrir núna“ sagði Páll.
„Þá er almennt meiri áhugi fyrir
umhverfisvænum bílum á markaði í
dag. Um 25% af seldum bílum okkar
teljast umhverfisvænir en þar af er
um þriðjungur tvinnbílar,“ sagði
Páll, sem lætur vel af sölu ársins
eftir góðar viðtökur á nýrri kyn-
slóð RAV4.
Yaris ekki væntanlegur fyrr en næsta sumar
Ný kynslóð Toyota Yaris kemur á markað á Íslandi næsta sumar.
NISSAN MUN EKKI
LENGUR BJÓÐA UPP Á
DÍSILVÉLAR Í JUKE OG QASHQAI
VEGNA MINNKANDI EFTIR-
SPURNAR OG KYNNA Í STAÐINN
E-POWER TVINNTÆKNI SÍNA
SEM VEL HEFUR VERIÐ TEKIÐ Í
JAPAN AÐ UNDANFÖRNU.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Fiat Chrysler Automobiles og PSA Group hafa skrifað undir endanlegan samning sín á milli
um sameiningu fyrirtækjanna. Bíla-
risinn sem úr þessari sameiningu
verður er sá fjórði stærsti í heim-
inum og er það forstjóri PSA, Carlos
Tavares, sem mun leiða nýja fyrir-
tækið. Stjórnarformaður FCA, John
Elkann, mun gegna sömu stöðu hjá
fyrirtækinu.
Að mati Tavares kemur samein-
ingin á hárréttum tíma. „Hindran-
irnar sem bílaiðnaðurinn stendur
frammi fyrir í dag eru miklar. Græna
byltingin, sjálfkeyrandi ökutæki,
nettengingar ökutækja og f leira
þarfnast styrks, hæfni og sérfræði-
þekkingar,“ sagði Tavares.
Áætlað er að sameiningin muni
spara samtals um 500 milljarða
króna. Merki fyrirtækjanna tveggja
seldust í 8,7 milljónum eintaka í
fyrra en samtals hafa þau fram-
leiðslugetu upp á 14 milljón ökutæki.
Búast má við að undirvagnar PSA
verði notaðir að mestu í bílum nýja
fyrirtækisins, sem ekki hefur fengið
nafn ennþá. Verður tilkynnt um
nafn þess innan nokkurra mánaða,
segir í yfirlýsingu.
FCA og PSA
skrifa undir
1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð