Fréttablaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 8
Jólabæklingur Smith &
Norland er kominn út.
Glæsilegar vörur á
sérstöku jólaverði.
Jól 2019
Uppþvottavél,
45 sm
SR 415W00CS
10 manna. Sex kerfi, þar á meðal
hraðkerfi á 65° C. Hljóð: 44 dB.
Fullt verð: 119.900 kr.
Jólaverð:
89.900 kr.
Orkuflokkur
Örbylgjuofn
HMT 75G451
Frístandandi. 17 lítra. Mesti
örbylgjustyrkur 800 W. Grill: 1000 W.
Fullt verð: 33.900 kr.
Jólaverð:
25.900 kr.
Blandari
MMB 42G0B
700 W. Einstaklega hljóðlátur.
Fullt verð: 17.500 kr.
Jólaverð:
12.900 kr.
ORKUMÁL Skipulags- og fram-
kvæmdaráð Norðurþings hefur
samþykkt stöðuleyfi fyrir veður-
athugunarmastri á Hólaheiði í
Núpasveit. Fyrirtækið Quadran
Development, sem er í eigu franskra
aðila, mun setja það upp til að rann-
saka aðstæður til þess að byggja
vindmyllugarð. Þegar er fyrirtækið
með veðurathugunarmastur í Sól-
heimum í Laxárdal í Dalasýslu.
Landeigendur á svæðinu, á bæj-
unum Katastöðum, Presthólum
og Efri-Hólum, hafa þegar sam-
þykkt að mastrið verði sett upp. Í
vikunni samþykkti Samgöngustofa
það einnig, með því skilyrði að það
yrði merkt sérstaklega með tilliti til
f lugöryggis.
Tryggvi Þór Herbertsson, sem
sér um fjárfestingar fyrir Quadran
á Íslandi, segir að verið sé að athuga
hvaða staðsetningar henti fyrir
vindmyllugarð. Ef aðstæður á
Hólaheiði reynast góðar gæti þar
risið garður sem myndi hugsanlega
skaffa um 60 megavött. Til saman-
burðar er það álíka mikið rafmagn
og jarðgufuvirkjunin í Kröflu fram-
leiðir. Veðurathuganirnar sjálfar og
úrvinnsla gagna úr þeim taki þó um
tvö ár.
Tryggvi segir að landeigendur og
sveitarfélög séu almennt jákvæð
gagnvart nýtingu vindorku. „Hins
vegar er þetta kerfi sem við búum
við þungt í vöfum. Enn hefur ekk-
ert stoppað en þetta er ekki auð-
velt,“ segir hann. „Kerfið er ekki
mjög samvinnuþýtt þegar kemur
að framkvæmdum. Skipulags- og
umhverfismál geta reynst flókin og
flutningskerfi raforku er mjög bág-
borið, eins og við höfum séð síðustu
daga.“
Quadran var stofnað árið 2013
við samruna tveggja orkufyrir-
tækja, JMB og Aerowatt. Hefur það
starfað í nýtingu endurnýjanlegrar
orku, svo sem vindorku, sólarorku
og vatnsorku. Quadran er með verk-
efni í gangi um allan heim, á ýmsum
stigum rannsókna, fjármögnunar
og framleiðslu. Auk Íslands starfar
það meðal annars í Ítalíu, Póllandi,
Brasilíu, Víetnam, Marokkó og
Máritíus. Yfirlýst stefna Quadran er
að framleiða samanlagt eitt gígavatt
árið 2022 og bæta við sig 200 mega-
vöttum á hverju ári eftir það.
„Fyrirtækinu er full alvara í því
að byggja hér upp vindmyllugarð,
eða -garða. Hvað verður úr þessu
mun verða ljóst þegar rannsóknir
liggja fyrir, hvort það fáist öll leyfi
og svo framvegis. Það er ekkert fast
í hendi,“ segir Tryggvi.
Fimm vindmyllur eru nú þegar
á Íslandi, ein í Leirársveit, tvær
í Þykkvabæ og tvær við Búrfell í
Þjórsárdal. Þær síðastnefndu voru
reistar sem tilraunaverkefni Lands-
virkjunar árið 2013. Eiginlega vind-
myllugarða, með tugum vindmylla
er ekki að finna á Íslandi en hafa
verið í umræðunni undanfarin ár.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Leyfi veitt til rannsókna fyrir
vindmyllugarð í Norðurþingi
Fyrirtækið Quadran hefur fengið grænt ljós frá skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings fyrir upp-
setningu veðurmasturs á Hólaheiði til rannsókna fyrir hugsanlegan vindmyllugarð. Tryggvi Þór Her-
bertsson er forsvarsmaður félagsins. Hann segir landeigendur og sveitarfélög jákvæðari en stjórnkerfið.
Vindmyllur hafa verið settar upp við Búrfell í Þjórsárdal.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fyrirtækinu er full
alvara í því að
byggja hér upp vindmyllu-
garð, eða -garða. Hvað
verður úr þessu mun verða
ljóst þegar rannsóknir liggja
fyrir.
Tryggvi Þór
Herbertsson,
forsvarsmaður
Quadran Deve-
lopment á Íslandi
GRÆNLAND Tvö voru myrt í græn-
lensku þorpi í fyrrinótt og óskaði
grænlenska lögreglan eftir aðstoð
almennings við leit að morðingj-
anum. Maður sem kom að karli
og konu á miðjum aldri í íbúð í
þorpinu gerði lögreglu viðvart. Þau
höfðu verið stungin til bana.
Grænlenskir miðlar birtu frétta-
tilkynningu frá lögreglunni um
málið í gær. Þar er óskað eftir aðstoð
þeirra sem gætu veitt upplýsingar
sem leitt gætu lögreglu til hins seka.
Þrír danskir rannsóknarlögreglu-
menn eru komnir til Grænlands til
að aðstoða heimamenn við rann-
sókn málsins. – aá
Tvö myrt á
Grænlandi
Einn fjölmargra fjarða Grænlands.
Morales safnar nú kröftum í Arg-
entínu. NORDICPHOTOS/GETTY
BÓLIVÍA Gefin hefur verið út hand-
tökuskipun á hendur Evo Moreles
sem hrökklaðist úr embætti forseta
Bólivíu í nóvember síðastliðnum.
Embætti saksóknara í höfuðborg
landsins gaf handtökuskipunina
út í gær vegna gruns um aðstoð og
stuðning við hryðjuverkastarfsemi.
Morales hefur þegar verið ákærð-
ur fyrir að bera ábyrgð á ofbeldis-
hrinu sem dró 35 manns til dauða
skömmu fyrir og eftir að hann
hrökklaðist úr embætti.
Morales er í útlegð í Argentínu en
hann kaus að dvelja þar þrátt fyrir að
hafa fengið pólitískt hæli í Mexíkó.
Hann neitar staðfastlega ásökunum
á hendur sér.
Enn er eftir að kjósa nýjan forseta
í Bólivíu og segist Morales styðja
forsetaefni Sósíalistaflokksins sem
hann tilheyrir en forsetaefni flokks-
ins hefur enn ekki verið valið. Evo
má ekki gefa kost á sér sjálfur en eftir
langa valdatíð er hann sakaður um
kosningasvindl eftir sigur í sínum
fjórðu kosningum. Rannsókn Sam-
bands Ameríkuríkja gaf þeim ásök-
unum byr undir báða vængi.
Völd Morales í heimalandinu eru
sögð mikil þrátt fyrir útlegðina og
bráðabirgðastjórnin í landinu hefur
lýst áhyggjum af því að hann noti
Búenos Aíres sem vígi til að byggja
sig upp áður en hann snýr til baka.
– aá
Handtökuskipun gefin út á Evo Morales
Morales hefur þegar
verið ákærður fyrir að bera
ábyrgð á ofbeldishrinu sem
dró 35 manns til dauða.
Sjanghæ, gamli og nýi bærinn.
KÍNA Kínverskir stúdentar við
Fudon-háskóla í Sjanghæ hafa gagn-
rýnt harðlega nýlegar breytingar á
stofnskrá skólans. Með breytingun-
um fékk ákvæði um hugsanafrelsið
að fjúka úr stofnskránni en í staðinn
hefur verið sett ákvæði um stuðning
við Kommúnistaflokkinn.
Stuttu eftir að menntamálaráð-
herra landsins lýsti stuðningi við
breytingarnar fóru þær eins og eldur
í sinu á Weibo, vinsælum þarlendum
samfélagsmiðli.
„Hvernig ætlist þið til að okkar
kynslóð af Fudan-nemum horfist
í augu við forvera okkar hér, ef ég
dirfist að spyrja?“ spurði einn nem-
endanna í færslu á Weibo.
Fudan-háskólinn í Sjanghæ er
meðal stærstu háskóla í Kína og
þykir með þeim frjálslyndustu í
landinu. – aá
Háskólanemar
í Kína ósáttir
1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð