Fréttablaðið - 19.12.2019, Side 28

Fréttablaðið - 19.12.2019, Side 28
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Solveig Pálsdóttir er mynd­listarkona, mastersnemi í myndlist, einn af rekstrar­ aðilum Myrkraverks Studio og fyrrverandi rappetta með Reykja­ víkurdætrum. „Mér finnst skemmtilegast að sinna myndlistinni en svo er ég að gera tónlist í laumi,“ segir Solveig. „Ég rek líka lítið gallerí á Skóla­ vörðustíg 3 sem heitir Myrkra­ verk Studio, en á neðri hæðinni er kærastinn, Gustavo Blanco, með ljósmyndastúdíó.“ Myrkraverk Studio er á Face­ book og Instagram, en þar er hægt að sjá og kaupa verk fjögurra listamanna, fyrir utan Solveigu. Það eru þau Hjálmar Vestegaard, sem er líka að sýna í SíM salnum, Arngrímur Sigurðsson, Ólöf Bene­ diktsdóttir og Sunna Shabnam. Stundum dönnuð „Ef ég ætti að lýsa stílnum mínum myndi ég segja að ég væri míní­ mal ískur hippi með dassi af goth ef ég er dressuð almennilega upp, en týndur tímaferðalangur og manískur subbubrussi ef ég er í vinnufötunum,“ segir Solveig. „Ég er að reyna að venja mig á að vinna ekki í hversdagsfötunum mínum og leyfa mér að vera dönnuð stundum. Þá er ég oftast í svörtum prjónasilkibol úr Líf­ stykkjabúðinni, Aftur­vestinu mínu, grárri Malene Birger ullar­ peysu, í svörtum útvíðum f lauels­ buxum og með f lauelstrefil með síðu kögri, en ég er haldin mikilli kögurfíkn. Ég leitast við að klæða mig eftir eigin höfði en lít upp til kvenna á borð við Diane Keaton og mömmu, sem hafa tímalausan og sjálfstæðan stíl,“ segir Solveig. „Mér var kennt að kaupa fáar en vandaðar vörur og foreldrar mínir innrættu mér nægjusemi og smekk fyrir klassískum f líkum. Svo hafa stelpurnar í Reykjavíkur­ dætrum kennt mér ýmislegt um að vera pæja. Móðursystir mín gaf mér yfirhafnir sem ég dýrka, kögur rúskinnsjakka frá Tommy Hilfiger og síða smókingkápu frá Armani,“ segir Solveig. „Ég hef líka eignast nokkrar f líkur eftir Malene Birger sem eru klassískar og einstaklega þægilegar. Ég hef verið að sækja í f lauel og myndi þekja mig með því ef það væri samfélagslega viðurkennt. Eins og enskur lávarður Ég fylgist með þó nokkrum íslenskum hönnuðum á Insta­ gram, til dæmis Hörpu Einars, Ýri Þrastar, Alexander Kirchner og Sævari Markúsi. Ég er líka Sögu Sig „fangirl“, en hún býr yfir gífur­ legri næmni þegar kemur að lit. Svo fylgist ég líka alltaf með Vivi­ anne Westwood,“ segir Solveig. „Innblásturinn fyrir minn stíl er þó kannski að mestu fenginn af því að skoða söguna, trend eru svo fjarstæðukennt fyrirbæri. Það er ástæða fyrir því að rapparanafnið mitt í gamla daga var Svarta Solla, ég varð alveg heltekin af Addams­fjölskyldunni sem barn og valdi svartan sem minn lit,“ segir Solveig. „Með aldr­ inum hef ég svo farið að sækja í jarðliti og núna tek ég ljósbrúnum lit fagnandi, en ég sæki líka í mosagrænan og bláan. Ég lít gjarnan út eins og snobb­ aður enskur lávarður á vappinu, öll mosagræn í Hunter­stígvélum, Barbour­jakka og með amerískan cocker spaniel hund í ól,“ segir Solveig. „Ég á líka við þann vand­ ræðalega vana að stríða að vilja tóna allan klæðnaðinn saman, svo að suma daga er ég alveg ljósbrún, aðra mosagræn og næsta kolsvört. Óvænt gjöf að handan Ég nota skart og fylgihluti mikið og bróðir minn Páll er mikill ævintýramaður sem kemur alltaf með skart handa mér til baka frá Nepal, Perú eða Paragvæ, svo ég á þó nokkuð af óhefðbundnum skartgripum,“ segir Solveig. „Mig langar óttalega mikið til að kaupa mér skart í Orrifinn næst, þetta egypska yfirbragð höfðar rosalega til mín. Svo eru Lowtide­háls­ menin og eyrnalokkarnir eftir Ásu Dýradóttur á óskalistanum. Ég er alltaf með nokkur silfur­ hálsmen eftir íslenska hönnuði, Fríðu Skart annars vegar og Kríu Jewelry hins vegar. Svo geng ég með hringa og uppáhaldshringur­ inn minn er augað, sem kemur frá ömmu minni, en ég fann hann í perluboxinu hennar. Það var eins og að fá faðmlag eða óvænta gjöf frá henni að handan,“ segir Solveig. Ávanabindandi toppar „Þegar ég vann í Lífstykkja­ búðinni lærði ég betur að meta efni og kaupi mér reglulega ullar­ og prjónasilkisboli þar, sem og föðurland frá merkinu Mey. Þetta gengur við allt og heldur á manni hita á þessu blessaða skeri,“ segir Solveig. „Ég kaupi líka allan minn undirfatnað þar, en Calvin Klein topparnir eru svo þægilegir að þeir eru ávanabindandi. Ég er ekkert feimin við að kaupa notað, svo framarlega sem efnið er að mestu náttúrulegt og flíkin vel farin,“ segir Solveig. „Síðasta flík sem ég keypti var æðislegur gervi­ pels fyrir veturinn sem ég fékk í Wasteland. Hann lætur mér líða eins og Michelle Pfeiffer í Scarface. Þrátt fyrir andúð mína á gerviefn­ um verður maður að gera undan­ tekningar og mér finnst pólýester betri kostur en dýrshamur. Ég elska líka Aftur og ætla að eignast þó nokkrar flíkur þaðan. Svo finnst mér Geysir vera að gera fallegan og tímalausan fatnað. Ég verð einnig að nefna Hildi Yeoman, sem er að gera göldrótta hluti,“ segir Solveig. „Ég læt mig líka dreyma um flíkur frá Spaks­ mannsspjörum, sem mér finnst trylltar. Eignarhaldsstríð um slopp Mér finnst skórnir mínir úr Ástund bestu fatakaupin þessa dagana. Það eru klassískir bítla­ skór sem eru áreiðanlegir í ólíkum veðrum og alltaf töff,“ segir Sol­ veig. „Verstu kaupin voru líklega dót frá unglingsárunum sem mér finnst hallærislegt í dag en er samt í tísku núna. En það sem einum finnst tískuslys finnst öðrum kraftaverk, þetta er bara spurning um afstöðu. Stíll er að taka það sem manni finnst smart og standa með því. Uppáhaldsf líkin mín er kín­ verskur sloppur með útsaumuð­ um dreka niður eftir öllu bakinu,“ segir Solveig. „Hann Zófi ömmu­ bróðir minn keypti sloppinn í London á stríðsárunum og ég og systir mín háðum eignarhalds­ stríð um hann eftir að pabbi gaf okkur hann, en nú er hann minn.“ Útlitsaðgerðir eru tískubóla Solveig segir að henni finn­ ist endurtekningar einkenna klæðnað ungra kvenna í dag. „Mér finnst alltof mikil hjarð­ hegðun í gangi þegar kemur að tísku og útliti,“ segir hún. „Stund­ um er eins og allir séu að reyna að líta út eins og sama Instagram­ stjarnan, sömu f líkur og sömu fylltu varirnar. Ég vona að fólk verði sjálfstæðara og upplýstara í fatavali og hætti að kaupa mikið í einu í búðum eins og H&M og Pri­ mark. Útlitsaðgerðir eru líka bara tískubóla og þetta Kylie Jenner varakjaftæði mun enda. Ég hvet fólk til að kaupa færri og einstakari f líkur og styðja þessa gífurlega færu fatahönnuði sem við búum að, í staðinn fyrir alþjóðlegar keðjur. Þannig getum við styrkt stoðir sköpunar hérna á eyjunni,“ segir Solveig. „Að lokum vil ég bara bjóða alla velkomna í Myrkraverk á Skólavörðustíg 3 til að skoða áhugaverða íslenska myndlist og hönnun. Það er opið alla daga, nema mánudaga, því þeir eru alltaf dálítið leiðinlegir.“ Solveig segir að tíska ungra kvenna ein- kennist of mikið af hjarðhegðun og vonar að fólk verði sjálfstæðara og upplýstara í fatavali. Stíll er að taka það sem manni finnst smart og standa með því, segir Solveig. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Solveig notar skart og fylgihluti mikið og bróðir hennar gefur henni reglu- lega skartgripi frá Nepal, Perú eða Paragvæ. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Framhald af forsíðu ➛ Ég varð alveg heltekin af Addams-fjölskyldunni sem barn og valdi svart- an sem minn lit. Með aldrinum hef ég svo farið að sækja í jarðliti. Ég er ekkert feimin við að kaupa notað, svo framarlega sem efnið er að mestu nátturúlegt og flíkin vel farin. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.