Fréttablaðið - 19.12.2019, Side 25
13. DESEMBER - 1. JANÚAR
Tryggðu þér áskrift
Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær ásakar Sigurgeir B. Kristgeirsson mig um óheiðarleika í saman-
burði mínum á verði makríls á
Íslandi og í Noregi og síðan heldur
hann því fram að ég saki útgerðar-
menn um að hlunnfara sjómenn og
sveitarfélög og stela undan skatti. Ég
vil árétta eftirfarandi:
Ég hef engan samanburð gert á
verði makríls á Íslandi og í Noregi
heldur einungis vitnað í saman-
burð sem Verðlagstofa skiptaverðs
birti. Sá samanburður sýnir að 2018
var verðið í Noregi þrisvar sinnum
hærra en á Íslandi. Ég hélt því fram
og geri enn að þjóðin eigi rétt á skýr-
ingu á þessum mun vegna þess að
hún á þennan makríl. Ég benti á að
í þessum verðmun gæti leynst alls
konar svínarí en sagði jafnframt að
ég vonaði að svo væri ekki, en það
þyrfti að rannsaka málið til þess
að tryggja hagsmuni þjóðarinnar.
Í grein sinni segir Sigurgeir: „Með
nákvæmari heimavinnu, gúggli og
kannski símtali við japanskan vin
hefði Kári getað fengið upplýsingar
um makrílverð í Japan. Þá vissi
hann nú að verð á markíl í stærri
og verðmeiri f lokkum sveif laðist
á tímabilinu um 160-360 jen á
kílóið.“ Hvernig stendur þá á því að
árið 2018 var verð á makríl sem var
Þetta er makríllinn okkar, strákur
Kári Stefánsson
forstjóri
Íslenskrar
erfðagreiningar
Það er hámark ósvífninnar
þegar fulltrúi þeirra heldur
því fram að það felist óheið-
arleiki í því að fara fram á að
það sé rannsakað, þegar það
kemur í ljós að það lítur út
fyrir að þjóðin sé að fá minna
fyrir sinn snúð en hún heldur
að hún eigi skilið.
Mín niðurstaða, eftir þessa
morgunhugleiðslu er sú að
gjafakaup og peningaeyðsla,
sem virðist vera að kaffæra
suma á þessum árstíma, sé
lítils virði. Svo ég minnst
nú ekki á þau ósköp, þegar
þannig er komið, að einhvers
konar keppni myndast um
hver gefur dýrustu og stærstu
gjöfina.
landað á Íslandi það sama allt árið
um kring? Á því voru engar sveiflur.
Ein möguleg skýring á því er að það
hafi verið verðsamráð meðal kaup-
enda á Íslandi, sem við skulum vona
að hafi ekki verið.
Útgerðarmenn eru að höndla
með verðmæti sem þjóðin á fyrst
og fremst. Það er hámark ósvífninn-
ar þegar fulltrúi þeirra heldur því
fram að það felist óheiðarleiki í því
að fara fram á að það sé rannsakað,
þegar það kemur í ljós að það lítur
út fyrir að þjóðin sé að fá minna
fyrir sinn snúð en hún heldur að
hún eigi skilið.
Engin ánauð er verri en að vera eigin þræll. – SenecaEftir að hafa lesið þessi rit-
uðu orð Seneca hér fyrir ofan, datt
ég inn í smá jólahugleiðslu.
Fór að hugleiða í morgunsárið,
erum við okkar eigin þrælar, eða
mammons, jafnvel beggja?
Erum við svo upptekin við að
dansa kringum gullkálf inn að
við gleymum tilgangi jólanna?
Það virðist svo, að gjafirnar séu í
fyrsta sæti hjá of mörgum en sem
betur fer er samvera með þeim
sem okkur eru hjartkærust enn í
fyrsta sæti hjá öðrum hópi. Þegar
litið er til baka eftir einhver ár,
og við setjumst niður til að skoða
„gamlar“ jólamyndir, hvort ætli
veki þá upp betri minningar og
þakklæti að sjá fánýtar gjafir, eða
sjá ástvini og fjölskyldumeðlimi
á myndunum? Sjá hvað börnin,
barnabörnin og jafnvel barna-
barnabörnin hafa stækkað og
líta yfir farinn veg með þessum
elskum. Þar er stórf jölskyldan
saman komin til að gleðjast saman
og leggja þannig sitt af mörkum
inn í minningasjóðinn, sem er
besti og dýrmætasti sjóðurinn.
Listin að lifa er mikil list
og línudans hjá mörgum
Hjördís Björg
Kristinsdóttir
eldri borgari
En svo söknum við einnig þeirra
sem hafa kvatt þennan heim, og
ekki koma oftar í jólagleði stór-
fjölskyldunnar. Mín niðurstaða,
eftir þessa morgunhugleiðslu er
sú að gjafakaup og peningaeyðsla,
sem virðist vera að kaffæra suma
á þessum árstíma, sé lítils virði.
Svo ég minnst nú ekki á þau ósköp,
þegar þannig er komið, að einhvers
konar keppni myndast um hver
gefur dýrustu og stærstu gjöfina.
Elskurnar mínar, munum hvað
gefur okkur mestu og dýrmætustu
jólagjöfina, það er að geta sýnt
kærleikann með því að gefa okkur
tíma til að njóta samverustunda
með þeim sem okkur eru kærastir.
Deili þessari smá jólahugleiðingu
með ykkur kæru landsmenn, þegar
styttist í að við fögnum að jóla-
hátíðinni.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F I M M T U D A G U R 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9