Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.12.2019, Qupperneq 6
Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Þegar við erum bæði að tala um friðlýsingu á mjög stóru svæði og rammaáætlun þá eru skiptar skoðanir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra 40” BREYTTUR MEGA CAB TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM FYRIR ÁRAMÓT EIGUM TIL AFGREIÐSLU STRAX CREW CAB BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR. EINNIG MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM. BJÓÐUM UPP Á 35”, 37” OG 40” BREYTINGAR RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. ramisland.is UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 Það er útópía að trúa að enginn eldislax sleppi í framtíðinni. En aðalmarkmiðið er að blöndun eldislaxa og villtra laxa verði stöðugt minni. Øyvind Lie, framkvæmdastjóri hjá fiskistofu Noregs UMHVERFISMÁL Yfir þrjú hund­ ruð þúsund laxar hafa sloppið úr norskum eldisstöðvum á þessu ári og er það mesti fjöldinn í átta ár. Þetta kemur fram í norska blaðinu Dagens Næringsliv. Í frétt Dagens Næringsliv segir frá því að fyrr í þessum mánuði ha f i ha f r a n nsók na stof nu n i n norska varað við aukinni hættu á erfðablöndun hjá villtum laxi. Hættan stafi af eldislaxi sem slopp­ ið hafi og gangi upp ár og hrygni með villta laxinum. Slíkar erfða­ breytingar hafi þegar átt sér stað. „Með tímanum getur blöndun frá eldislaxi breytt eiginleikum villtra laxastofna, minnkað fjölda villtra laxa og veikt getu stofnanna til að laga sig að breytingum í umhverf­ inu,“ vitnar Dagens Næringsliv til aðvörunarorða hafrannsóknastofn­ unarinnar. Villtur lax frá Norður­ Þrændalögum til Troms séu í mikilli hættu á frekari erfðablöndun. Haft er eftir Øyvind Lie, fram­ kvæmdastjóra strand­ og sjávar­ útvegsdeildar fiskistofu Noregs, að eldislaxinn sleppi helst í tengslum við aðgerðir sem farið sé í til að berj­ ast gegn lús og öðrum sjúkdómum. Í þremur af hverjum fjórum tilfellum sleppi lax þegar gat komi á kvíarnar. Øyvind Lie segir þó að aðgerðir til að fyrirbyggja slík óhöpp hafi skilað árangri og stórslys þar sem heilu stöðvarnar bresti séu úr sögunni. „Það er útópía að trúa að enginn eldislax sleppi í framtíðinni. Aðal­ markmiðið er að blöndun eldislaxa og villtra laxa verði stöðugt minni,“ hefur Dagens Næringsliv eftir Lie. Tarald Sivertsen, sem fer fyrir nefnd fiskeldissamtakanna Sjø­ mat Norge um sleppilaxa, segir við Dagens Næringsliv að áðurnefnt bakslag varðandi sloppna eldislaxa sé auðvitað afar óheppilegt. Mikil áhersla sé lögð á að allir í geiranum viti hversu illa það geti skaðað alla greinina séu hlutirnir ekki í lagi. „En það er innan seilingar að fá svo lágar sleppitölur að þær hafi ekki áhrif á villta laxinn,“ fullyrðir Sievertsen við Dagens Næringsliv. – gar Hætta á erfðabreytingum sögð mikil fyrir villtan lax í Noregi Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Fæðingarorlof lengt í tólf mánuði Alþingi samþykkti að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. 2 Hagnaður af sölusíðu með fíkniefni rennur í löggæslu- sjóð Fjármunir sem FBI haldlagði í gagnaveri Advania og taldir eru vera ágóði af fíkniefna- og vopnasölu á netinu verða settir í sérstakan löggæslusjóð. 3 Javi rekinn úr Allir geta dansað: „Þetta er óheppilegt mál“ Javi Valiño segir að sér þyki það leitt að hafa verið rekinn úr þáttunum Allir geta dansað. 4 Skólabörn á Skagaströnd kaupa vatnsdælu í stað jóla- pakka Nemendur í Höfðaskóla ætla að sleppa því að skiptast á jólagjöfum og safna heldur fyrir Sönnum gjöfum UNICEF. 5 Tveir einstæðir feður flytja úr foreldrahúsum í leiguíbúð fyrir jólin Lyklar voru afhentir að nýjum leiguíbúðum ætluðum tekjulágum í Hafnarfirði. UMHVERFISMÁL „Meginmarkmiðið með stofnun Hálendisþjóðgarðs er að vernda víðerni sem eru ein þau stærstu í Evrópu. Þetta er mjög einstök náttúra á heimsmæli­ kvarða út af fjölbreytileikanum sem þar kemur saman á tiltölu­ lega litlu svæði,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis­ og auðlinda ráðherra. Frumvarp hans um stofnun Hálendisþjóðgarðs var lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda í gær ásamt frumvarpi um Þjóðgarða­ stofnun. Guðmundur Ingi segir fyrrnefnda frumvarpið í grundvall­ aratriðum byggt á skýrslu nefndar sem í sátu fulltrúar stjórnmála­ f lokka, sveitarfélaga og tveggja ráðuneyta. „Ég er sannfærður um að þetta verkefni er okkar stærsta framlag til náttúruverndar hingað til,“ segir Guðmundur Ingi. Eftir að skýrsla nefndarinnar var kynnt í byrjun mánaðarins hefur komið fram nokkur gagnrýni á áformin af hálfu sveitarfélaga. Snýst gagnrýnin um skort á sam­ ráði og að með stofnun þjóðgarðs­ ins sé verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaga. Guðmundur Ingi segist hafa rætt við allar sveitarstjórnir sem fara með skipulagsvald á hálendinu og nefndin hafi hitt þær allar til að ræða þessi mál. Samkvæmt frumvarpinu verður þjóðgarðinum skipt upp í sex rekstrarsvæði og í hverju þeirra verður umdæmisráð. Sveitarfélög munu í gegnum umdæmisráðin til­ nefna sex af ellefu stjórnarmönn­ um þjóðgarðsins. „Það er eðlilegt þegar lagðar eru til breytingar að fólk greini og velti fyrir sér með hvaða hætti það hafi áhrif, til dæmis á sveitarfélögin. Þau gegna mjög mikilvægu hlutverki á þessu svæði í dag og ég vil að þau geri það áfram. Þess vegna erum við að teikna upp þetta lýðræðislega fyrirkomulag um aðkomu þeirra,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að sveitarfélögin muni áfram gefa út framkvæmda­ og byggingarleyfi sé um slíkt að ræða og komi að gerð stjórnar­ og verndaráætlunar sem verði síðan bindandi fyrir skipulag þeirra. „Þar sem þau koma að gerð áætlananna og eru með meiri­ hluta í umdæmisráðunum þá vil ég meina að við séum að tryggja aðkomu þeirra að skipulagsvaldi á svæðinu.“ Sú áskorun sem kannski sé stærst við verkefni sé hins vegar samspil verndar og orkunýtingar. „Ég er hér að kynna frumvarp sem auðvitað er málamiðlun. Það vita allir sem mig þekkja að ég myndi ekki vilja ráðast í nýjar virkjanir á hálendi Íslands ef ég væri einráður. En ég vil geta búið til þann ramma að við vitum hvert við erum að stefna og sú málamiðlun sem ég tel góða felur það í sér að við drögum ákveðna línu í sandinn við þriðja áfanga rammaáætlunar.“ Þannig verði heimilt að skoða þær virkjanir áfram sem Alþingi muni að lokum samþykkja í nýt­ ingarflokk í 3. áfanga rammaáætl­ unar. Sett verði strangari skilyrði fyrir virkjanakosti en nú er og ekki verði hægt að koma með nýjar til­ lögur inn í framtíðarrammaáætl­ anir. Stefnt er að framlagningu frum­ varpsins á Alþingi í febrúar og segist ráðherrann bjartsýnn á að það muni ganga vel að koma því í gegnum þingið. „ Auðvitað er u mismunandi skoðanir um þessi mál. Þegar við erum bæði að tala um friðlýsingu á mjög stóru svæði og rammaáætlun þá eru skiptar skoðanir. En ég vil meina að hér sé búið að finna leið sem sé mjög góð lending með það hvernig við getum látið þessar áætl­ anir okkar tala saman með þeim hætti að það geti sem flestir vel við unað.“ sighvatur@frettabladid.is Lína dregin í sandinn við þriðja áfanga rammaáætlunar Frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarðs hefur verið lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda. Umhverfis- ráðherra telur frumvarpið góða lendingu þegar kemur að samspili verndunar og orkunýtingar. Þá telur hann að með frumvarpinu sé verið að tryggja aðkomu sveitarfélaganna að skipulagsvaldi á svæðinu. Hálendisþjóðgarður yrði stærsti þjóðgarður í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.