Fréttablaðið - 19.12.2019, Síða 18
Stefnt er að innleiðingu Evrópureglugerðar sem tekur af allan vafa um þessi mál. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
„Nú er búið að taka af allan vafa um
það að félög sem eru með fjármála-
gerninga sem hafa verið teknir til
viðskipta á aðalmarkaði Kaup-
hallarinnar þurfa að vera á tánum
í allri uppgjörsvinnu,“ segir Andri
Fannar Bergþórsson, lektor við
lagadeild Háskólans í Reykjavík, í
samtali við Markaðinn.
„Það liggur fyrir að þegar drög að
uppgjörum fela í sér innherjaupp-
lýsingar þurfa félögin að bregðast
hratt við, annaðhvort með því
að taka ákvörðun um frestun á
birtingu upplýsinganna ef skilyrði
fyrir því eru fyrir hendi eða birta
innherjaupplýsingarnar áður en
uppgjörið sjálft er birt opinberlega.“
Hæstiréttur Íslands k vað í
vikunni upp sýknudóm í máli
Eimskipafélags Íslands gegn Fjár-
málaeftirlitinu og íslenska ríkinu.
Forsaga málsins er sú að í mars
2017 tók stjórn Fjármálaeftirlits-
ins ákvörðun um að beita Eimskip
stjórnvaldssektum fyrir að hafa
ekki birt opinberlega innherjaupp-
lýsingar, sem Fjármálaeftirlitið
taldi að hefðu komið fram í fyrstu
drögum árshlutareiknings, eins
fljótt og auðið var.
Upplýsingaskyldan sem deilt var
um í málinu byggir á hugtakinu
innherjaupplýsingar, en hugtakið
gegnir einnig lykilhlutverki í banni
við innherjasvikum. Upphaf lega
var hugtakinu aðeins ætlað að ná
til banns við innherjasvikum en
það breyttist þegar Markaðssvika-
tilskipun Evrópusambandsins, eða
MAD, var innleidd í íslenskan rétt
árið 2005.
„Innherjaupplýsingar geta verið
þannig að þær lýsa einhverju sem
hefur orðið, til dæmis samruna, en
einnig er nóg að samrunaviðræður
séu í gangi sem eru ekki endan-
legar upplýsingar, það er að segja,
atburðurinn hefur ekki átt sér stað.
Í verðbréfaviðskiptalögum er takið
fram að útgefanda beri að birta
innherjaupplýsingar eins f ljótt og
auðið er eða taka ákvörðun um
frestun á eigin ábyrgð. Það er í sam-
ræmi við orðalagið í MAD,“ segir
Andri Fannar.
Eitt af þeim álitaefnum sem deilt
var um í Eimskipsmálinu var hvort
upplýsingaskyldan verði virk um
leið og innherjaupplýsingar mynd-
ast, jafnvel þótt þær séu ekki endan-
legar, eða hvort hún verði ekki virk
fyrr en innherjaupplýsingarnar
verði endanlegar, til dæmis þegar
uppgjör er samþykkt af stjórn
félags. Ástæðan fyrir ágreiningnum
er sú að tímamark upplýsingaskyld-
unnar er útfært nánar í reglugerð en
ekki verðbréfaviðskiptalögunum
sjálfum. Reglugerðinni er meðal
annars ætlað að innleiða aðra til-
skipun frá Evrópusambandinu
sem fjallar nánar um upplýsinga-
skylduna í MAD.
Í íslensku reglugerðinni er tekið
fram að upplýsingaskyldan verði
ekki virk fyrr en innherjaupplýs-
ingarnar eru endanlegar. Ef miðað
hefði verið við það hefði upplýs-
ingaskylda Eimskips ekki orðið
virk fyrr en stjórn félagsins hefði
samþykkt uppgjörið. Túlkun Fjár-
málaeftirlitsins var hins vegar sú að
ákvæði reglugerðarinnar sem lýsti
tímamarki upplýsingaskyldunnar
hefði ekki nægilega lagastoð og það
leit þannig á að upplýsingaskyldan
yrði virk um leið og innherjaupp-
lýsingar mynduðust. Á öllum dóm-
stólastigum var fallist á rökstuðn-
ing Fjármálaeftirlitsins.
„Í grein eftir mig frá 2013 rök-
studdi ég þá niðurstöðu að upplýs-
ingaskyldan verði ekki virk fyrr en
innherjaupplýsingar eru endanleg-
ar. Byggði ég meðal annars á því að
Evrópulöggjöfin var mjög skýr hvað
þetta varðar. Það má velta fyrir
sér hvort niðurstaða Hæstarétt-
ar hefði verið önnur ef tilskipunin
sem útfærði tímamark upplýsinga-
skyldunnar hefði verið innleidd í
verðbréfaviðskiptalögin en ekki
reglugerð,“ segir Andri Fannar og
nefnir að í Danmörku hafi umrædd
tilskipun á sínum tíma verið inn-
leidd í dönsku verðbréfaviðskipta-
lögin og því hafi enginn vafi leikið á
því að upplýsingaskyldan virkjaðist
þegar innherjaupplýsingar væru
endanlegar.
Stefnt er að innleiðingu á Mark-
aðssvikareglugerð Evrópusam-
bandsins, MAR, sem ætlað er að
leysa af hólmi MAD. Í MAR er tek-
inn af allur vafi um það að tíma-
mörk upplýsingaskyldunnar eru
þegar innherjaupplýsingar mynd-
ast hjá útgefanda. „Þó að hægt sé
að gagnrýna túlkun Hæstaréttar
núna þá er hún í samræmi við það
sem koma skal,“ segir Andri Fannar.
thorsteinn@frettabladid.is
Þurfa að vera á tánum með uppgjörin
Dómur Hæstaréttar í máli Eimskips gegn FME þýðir að skráð félög þurfa að vera á tánum í allri uppgjörsvinnu. Þurfa að bregðast
hratt við ef innherjaupplýsingar myndast. Birting innherjaupplýsinga hefur aukist frá því að FME birti ákvörðun sína, segir lektor.
Hátíðarsteikur
frá Kjötkompaní
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
6999 kr.kg
Lambahryggur
með hvítlauksfyllingu
4999 kr.kg
Lambalæri með
villisveppafyllingu10980 kr.kg
Nautalund miðja Chateaubriand
með rósmarín og trufflu marineringu
Má spyrja hvort of langt sé gengið
Annað mikilvægt álitaefni sem
skorið var úr um í dómi Hæsta-
réttar var tímamark upplýsinga-
skyldu þegar innherjaupplýs-
ingar myndast í uppgjörsvinnu.
Í verðbréfaviðskiptalögunum
eru sérákvæði sem fjalla um
upplýsingaskyldu útgefanda
varðandi ýmsar fjárhagsupplýs-
ingar, til dæmis ársreikninga og
árshlutareikninga. Tímasetning
á birtingu árshlutareikninganna
byggir á dagatali sem útgefandi
birtir opinberlega áður en nýtt
fjárhagsár hefst.
Í Eimskipsmálinu sló Hæsti-
réttur því föstu að þegar inn-
herjaupplýsingar myndast í
uppgjörsvinnu útgefanda verði
upplýsingaskyldan virk um leið
og upplýsingarnar myndast og
því ekki hægt að bíða fram að
birtingu alls uppgjörsins sam-
kvæmt fjárhagsdagatalinu.
„Ég myndi segja að þetta hafi
ekki verið augljóst fyrir Eimskips-
málið við hvort tímamark ætti að
miða við þessar aðstæður. Greina
má töluverða aukningu í birtingu
innherjaupplýsinga sem mynd-
ast í uppgjörsdrögum útgefanda
frá því að Fjármálaeftirlitið birti
opinberlega ákvörðun sína um
að beita Eimskip stjórnvalds-
sektum. Framkvæmdin virðist
vera í samræmi við núgildandi
reglur, sem byggja á löggjöf frá
Evrópusambandinu, en það má
spyrja sig hvort gengið sé of
langt í að skylda útgefendur til
að birta innherjaupplýsingar.“
segir Andri Fannar.
Þó að hægt sé að
gagnrýna túlkun
Hæstaréttar núna þá er hún
í samræmi við það sem
koma skal.
Andri Fannar Berg-
þórsson, lektor við
lagadeild Háskól-
ans í Reykjavík
MARKAÐURINN
1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð