Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 7
Mótmæla skráningu Assam á
innflytjendum frá Bangladess
Mótmælin hafa átt sér ólíkar rætur.
Í Assam-ríki er lögunum mót-
mælt vegna opinberrar andstöðu
við ólöglega innf lytjendur. Reynt
hefur verið að ráðast í átak til að
skrá alla borgara í norðausturhluta
Assam-ríkis. En frekar en að finna
og sækja til saka ólöglega innflytj-
endur, krefst Assam ríki þess að 33
milljónir íbúa þess, margir þeirra
fátækir og ólæsir, sanni fyrir emb-
ættismönnum að þeir eigi skilið
ríkisborgararétt. Ella eigi þeir á
hættu að fara í fangelsi. Tímaritið
Economist sagði frá því síðastliðið
sumar að Assam-ríki sé að undir-
búa 10 fangabúðir til að taka á móti
hinum ólöglegu.
Skortur á pappírum fólks og til-
viljanakennd réttarhöld hafa reynst
mörgum þeirra sem reyna að sanna
ríkisborgararétt sinn mikil mar-
tröð. Upphaf lega beindist íbúa-
skráningin í Assam gegn ólöglegum
innflytjendum múslima frá Bangla-
dess. En áætlað er hún geti einnig
haft neikvæð áhrif á 1,9 milljónir
hindúa. Samkvæmt hinum nýju
lögum geta hundruð þúsunda mús-
líma í Assam orðið ríkisfangslausir
en hindúar ættu auðveldara með að
fá indverskan ríkisborgararétt.
Að auki eru þeir sem vilja ekki við-
urkenna hina ólöglegu innflytjendur
í Assam. Þeir hafa áhyggjur af því að
eftir nýju lögin muni ríkið fyllast af
innflytjendum og breyta staðbund-
inni menningu til hins verra.
Allt hefur þetta leitt til of beldis-
öldu. Múgur hefur brennt bygging-
ar, lagt eld að járnbrautarstöðvum
og lent í átökum við lögreglu. Á
annað þúsund mótmælenda hafa
verið handtekin og margir liggja
látnir eftir.
Yfirvöld í Assam hafa skert inter-
net- og farsímaþjónustu og settu á
útgöngubann.
Veraldarhyggja en ekki
trúarbrögð ráði för
Málstaður mótmælenda í höfuð-
borginni Nýju-Delí er annar. Þeir
segja þingið vera að mismuna mús-
limum, líkt og hinn hægri sinnaði
hindúa-þjóðernisf lokkur Modi
hefur margsinnis verið sakaður um.
Flokkur Modis hefur haft uppi
þrjú meginmarkmið: Nútímavæð-
ingu efnahagslífsins, styrkta stöðu
Indlands á alþjóðavettvangi og að
ýta undir stöðu Indlands sem lands
mikillar hindúasiðmenningar.
Fjórir af hverjum fimm Indverjum
eru hindúar, en einungis 15 prósent
eru múslímar. Þrátt fyrir lágt hlut-
fall búa um 195 milljónir múslima
á Indlandi sem er næstmesti fjöldi
múslima í nokkru landi á eftir Indó-
nesíu.
Modi setti fyrstu tvö áhersluat-
riðin í forgang á fyrra kjörtímabili
sínu. Á því seinna hefur hann beitt
sér af miklu meiri þunga í sam-
félagsmálum.
Mótmælendur í Nýju-Delí segja
að verið sé að ýta undir það við-
horf að múslímar séu annars f lokks
borgarar sem eigi illa heima í þeirri
miklu siðmenningu sem hindúar
hafi byggt á Indlandi.
Mótmælendur segja hina nýju
löggjöf brjóta í bága við ákvæði
stjórnarskrár landsins og þær
meginreglur sem indverska ríkið
var byggt á við stofnun þess fyrir
70 árum, að veraldarhyggja en ekki
trúarbrögð eigi að ráða för.
Aðrir útifundir hafa verið í Nýju-
Delí til að mótmæla nýju innf lytj-
endalögunum. Ríkið muni fyllast
af innf lytjendum og menga sið-
menningu hindúa.
Þessum ólíku hópum höfuð-
borgarmótmælenda hefur lent
saman við lögreglu. Kveikt hefur
verið í strætisvögnum, lögregla
notað táragas og fólk slasast.
Og líkt og í Assam hafa stjórn-
völd skert internet- og farsíma-
þjónustu og sett á útgöngubann.
Með tilvísun til mikilvægis laga
og reglna hefur ríkisstjórn Modis
lokað fyrir internetaðgang meira
en 100 sinnum á árinu, að sögn
AP. Í borginni Aligarh, sem liggur
nálægt höfuðborginni, hefur netið
legið niðri sex daga í röð.
david@frettabladid.is
Fjórir af hverjum fimm
Indverjum eru hindúar.
Múslimar eru einungis 15
prósent eða 195 millónir
manna.
Við erum í næsta nágrenni! www.apotekarinn.is
OPIÐ ALLA DAGA YFIR
HÁTÍÐARNAR Í AUSTURVERI
Starfsfólk Apótekarans óskar viðskiptavinum
sínum gleðilegrar hátíðar
8–18
24. des
Opið
9–24
25. des
Opið
9–24
26. des
Opið
8–24
27. des
Opið
9–24
28. des
Opið
9–24
29. des
Opið
8–24
30. des
Opið
8–18
31. des
Opið
9–24
1. jan
Opið
INDLAND Narendra Modi, forsætis-
ráðherra Indlands, varði um helgina
ný ríkisborgaralög í landinu þrátt
fyrir umfangsmikil mótmæli síðustu
daga. Lögin sem samþykkt voru af
þinginu fyrr í þessum mánuði gera
alla þá sem komu ólöglega til Ind-
lands frá nágrannalöndunum fyrir
árið 2015 gjaldgenga til ríkisborgara-
réttar eftir sex ár.
Yfirlýstur tilgangur laganna er
að gera Indland að griðastað þeirra
sem sæta trúarlegum ofsóknum.
Leyfa á trúarlegum minnihlutahóp-
um frá nágrannaríkjunum að verða
ríkisborgarar geti þeir sýnt fram á
trúarofsóknir. Það myndi auðvelda
hindúum, búddistum, kristnum
mönnum, síkkum, fylgjendum jaín-
isma og Saraþústra-trú, sem komu
ólöglega frá Bangladess, Pakistan og
Afganistan fyrir árið 2015 að verða
indverskir ríkisborgarar. Múslímar
eru útilokaðir í lögunum. Opinber-
lega er það vegna þess að þeir teljast
ekki trúarlegir minnihlutahópar í
þessum nágranna ríkjum Indlands.
Forsætisráðherrann segir málið
snúast um að verja þá sem ofsóttir
eru. Á útifundi Bharatiya Janata-
f lok ksins, hins hægrisinnaða
hindúa -þjóðernisflokks, á sunnu-
dag sakaði Modi andstæðinga lag-
anna um að ýta Indlandi út í sturlun
óttans. AP-fréttastofan greindi frá.
Þetta hefur sett af stað mót-
mælaöldu á Indlandi. Þá hafa ýmis
alþjóðleg samtök mótmælt.
Lög um ríkisborgara útiloka múslima
Þrátt fyrir mikil mótmæli ver Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, ný ríkisborgaralög og segir þau gera Indland að griðastað
þeirra sem sæta trúarofsóknum. Lögin gilda um aðra en múslima. Gagnrýnendur segja veraldarhyggju en ekki trúarbrögð ráða för.
Fjölmenn mótmæli gegn nýjum lögum um ríkisborgararétt ólöglegra innflytjenda í Vestur-Bengal ríki við landamæri Bangladess. NORDICPHOTOS/GETTY
2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð