Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 18
Við sendum landsmönnum hlýjar kveðjur 569 6900 09:00–16:00www.ils.is Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi árum Þegar þetta er skrifað nálgast jólin hröðum skrefum og f lestir að komast í jólagírinn. Ég er búsettur í Svíþjóð um þessar mundir og starfa þar sem prestur í sænsku kirkjunni. Það hefur verið mikið að gera í prestsstarfinu hér eins og gerist og gengur í desember, og þær eru orðn- ar margar jólaheimsóknirnar hjá mér í klúbba og félög og á tónleika, í skóla og á sambýli. Eins og örugg- lega er staðan hjá prestum á íslandi. Þessar árvissu aðventuheimsóknir eru alltaf jafn skemmtilegar, þá fær maður sem prestur tækifæri til að spjalla um jólin og jólaboðskapinn við alls konar fólk og gleðjast með fólki út um allan bæ. Eða skóg. Því ég starfa í skógunum í Smálönd- unum, þar sem sögurnar um Línu Langsokk og Emil í Kattholti gerast. Venjulega lýkur þessum aðventu- heimsóknum með því að jólaguð- spjallið er lesið og sunginn er jóla- sálmurinn „Heims um ból“ sem við öll þekkjum. Frásagan af fæðingu Frelsarans á Betlehemsvöllum snertir okkur öll á einn eða annan hátt – leyfi ég mér að segja hvort sem við erum trúuð eða ekki. Í október síðastliðnum var ég reyndar staddur á sjálfum Betle- hemsvöllunum með hóp af Íslend- ingum sem ég var að leiðsegja um Landið helga, Ísrael, Palestínu og Jórdaníu. Ég hef komið þarna með hópa margsinnis á undanförnum árum, en áhrifin eru alltaf jafn mögnuð. Að þessu sinni var ég auk þess að koma beint frá Egypta- landi, sem líka tengist jólafrásög- unni. Borgin Betlehem hefur vaxið í gegnum aldirnar og nú eru vellirn- ir þar sem fjárhirðar forðum gættu hjarðar sinnar inni í miðju úthverfi – það litla sem eftir er af þeim. En samt, ferðamaður sér söguna vel fyrir sér þegar þangað er komið. Þarna rétt hjá er Fæðingarkirkjan þar sem sagan segir að fjárhúsið þar sem Jesús fæddist hafi verið. Hvort sem það er nú rétt eða ekki er magnað að koma þangað. Við Íslendingarnir, sem komum þarna í október, keyrðum niður á Betle- hemsvelli um hádegisbil og vorum orðin nokkuð svöng eftir ferðina, enda búin að vera á göngu í Jerú- salem fyrr um morguninn. Leiðin hafði legið frá Jerúsalem í gegnum hlið á aðskilnaðarmúrnum sem Ísraelsmenn hafa reist milli Ísra- els og yfirráðasvæðis Palestínu, og reyndi það á sálartetrið að aka þar í gegn. Okkur túristunum var að vísu hleypt hratt og örugglega áfram af vopnuðum hermönnum. En það var erfitt að horfa upp á raðir Palestínumanna við hliðið sem ekki fengu sömu meðferð. Og múrinn sem teygir sig eina 700 kílómetra, alsettur gaddavír og varðturnum og vopnuðum hlið- um er ekki beint jólalegur. Þarna í hverfinu, þar sem eitt sinn hjarðir gengu á beit á Betlehemsvöllum, vorum við búin að panta hádegis- verð á dægilegu kebab-grilli sem þar stendur. Fengum við hið besta kebab og falafel og grænmeti með og skoluðum öllu niður með kók úr f löskum skreyttum arabísku letri, enda Betlehem að mestu arabísk borg og á yfirráðasvæði Palestínu- manna. Hitinn var þó nokkur og gott að sitja í skugganum með kókið og arabíska tónlist í eyrum og láta hugann reika til hirðanna, englanna og hinnar heilögu fjöl- skyldu. En einnig til allra þeirra átaka sem hafa hrjáð þetta litla land undanfarin 2000 ár. Nú eru jólin sem sagt að koma. Ég sendi hljóða bæn yfir hafið og vona að Guð gefi að friður fái loksins að ríkja á Betlehemsvöllum eins og englarnir sungu um forðum daga. Með falafel og kók á Betlehemsvöllum Þórhallur Heimisson prestur og ráðgjafi Frá Jerúsalemborg í Ísrael. NORDICPHOTOS/GETTY Og múrinn sem teygir sig eina 700 kílómetra, alsettur gaddavír og varðturnum og vopnuðum hliðum er ekki beint jólalegur. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17Þ R I Ð J U D A G U R 2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.