Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 41
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000
Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Torg. ehf
mest lesna dagblað landsins.
ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF
FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ.
Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu.
Hauks Arnar
Birgissonar
BAKÞANKAR
FRÍTT KAFFI
Í DESEMBER
Skúbb ísgerð
Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík
Ístertur
Þau sendu okkur ekki í fyrra er setning sem ég hef heyrt oftar með hverju árinu, í
aðdraganda jólanna. „Eigum við
þá nokkuð að senda þeim?“ Smám
saman hefur jólasokkurinn,
sem safnað hefur umslögunum,
misst tilgang sinn. Þessi jól var
hann ekki einu sinni sóttur ofan í
kassann sem geymir jólaskrautið.
Allir eru hættir að senda jólakort,
ég þar með talinn. Mér finnst það
leiðinlegt því það er engan veginn
sambærilegt að fá jólakveðjur
sendar með tölvupósti. Hand-
skrifuðu kortin með uppstilltu og
vandræðalegu fjölskyldumynd-
unum höfðu mikinn sjarma.
En allt er víst breytingum háð.
Ég sé að börnin mín hafa útbúið
einhverjar fallegar gjafir í skól-
anum, sem bíða mín undir trénu.
Gjafirnar hafa þó breyst frá því ég
var barn. Í þá daga létu grunn-
skólar landsins börnin framleiða
öskubakka. Ætli mamma og pabbi
eigi sinn enn þá? Forvarnafull-
trúar hljóta að anda léttar.
Eitt breytist þó aldrei. Einn
dag á ári, með tárin í augunum,
hámum við í okkur úldna fiska.
Þetta hryðjuverkaborðhald köll-
um við skötu-„veislu“, sem hlýtur
að vera eitthvert mesta rangnefni
jólasögunnar. Markaðsverðlaun á
þann sem kom með nafnið.
Hverjar sem hefðirnar eru,
nýjar eða gamlar, þá virðast f lestir
finna eitthvað við sitt hæfi. Það
er yndislegt og þannig á það að
vera. Ég mun elda mína villi-
bráð, borða aspassúpu í forrétt og
heimagerðan ís í eftirrétt. Eins og
alltaf. Krakkarnir munu, venju
samkvæmt, fá að opna einn pakka
á milli súpu og rjúpu, rétt til að
hleypa mesta þrýstingnum af.
Eftir matinn og pakkana verður
leikið, spjallað og slakað á – og
kannski verða jólakortin frá því í
hitteðfyrra lesin. Gleðileg jól.
Að fanga daginn