Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 2
Ef þetta mat gengur eftir fækkar erlendum ferðamönnum ekki á Íslandi á nýju ári. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia Veður Norðaustan 5-13 NV-til og á annesjum NA-lands í dag, annars hægari. Skýjað veður og snjókoma eða él við N- og A-ströndina. Hiti um frostmark. SJÁ SÍÐU 26 Kæstar kræsingar á Hrafnistu Heimilisfólkið á Hrafnistu í Reykjavík kunni vel að meta Þorláksmessuskötuna sem boðið var upp á í hádeginu í gær. Vítt og breitt um land er siðnum fylgt og voru þessar kræsingar á borðum víða þótt af þeim fari nokkurt óorð – eða ólykt öllu heldur – að áliti sumra. Til að bæta andrúmsloftið grípa margir til þess gamla húsráðs að setja yfir pott með jólahangikjöti og berst þá ljúfur ilmur jólanna um allt. Járn & Gler ehf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin 104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is Bjóðum upp á sjálfvirkan hurðaopnunarbúnað, hurðir og gluggakerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi á búnaði. Áratuga reynsla. SAMFÉLAG Erna Kristín Stefánsdótt- ir guðfræðingur er í ítarlegu viðtali á frettabladid.is í dag, aðfangadag.  Hún ræðir baráttu sína við með- virkni, þunglyndi, átröskun og um trú sína á guð og velgengni á sam- félagsmiðlum. Hún viðurkennir hræðslu sína við að opinbera trú sína á samfélagsmiðlum, en segir hana hafa verið óþarfa. „Í minni sjálfsvinnu þá hef ég lært að það eru ekki áföllin sem hafa mótað mig í þessa sterku mann- eskju sem er full af samkennd, heldur er það hvernig ég vann úr erfiðleikum, hvernig ég tók stjórn, skilaði skömminni og færði sárs- aukann yfir í drif kraft til þess að ef la sjálfa mig og hjálpa öðrum,“ segir Erna Kristín meðal annars um sína vegferð. – aeh Trú og líf á internetinu Meira á frettabladid.is Um jólahátíðina verða fréttir f luttar á frettabladid.is og hring- braut. is. Jafnframt er þar að finna lengri viðtöl og umfjallanir. Næst kemur Fréttablaðið út föstudaginn 27. desember. Fréttir um jólahátíðina +PLÚS SAMFÉLAG Jólaveisla Hjálpræðis- hersins í Reykjavík verður að vanda haldin í dag. Veislan verður að þessu sinni í húsnæði Hjálpræðishersins í Mjódd en undanfarin ár hefur hún verið í Ráðhúsinu. „Það er auðveldara að halda utan um þetta þegar maður er í eigin hús- næði. Við ákváðum líka að breyta aðeins tímasetningunni til að taka stöðuna. Maður þarf stundum að gera það,“ segir Hjördís Kristins- dóttir, f lokksleiðtogi Hjálpræðis- hersins í Reykjavík. Í gær höfðu rúmlega 250 manns skráð sig í veisluna sem mun standa frá klukkan 12 til 16 og munu um 30 sjálf boðaliðar aðstoða við veislu- haldið. „Við erum rosalega blessuð að hafa mikið af sjálf boðaliðum og styrktaraðilum. Þetta væri ekki hægt öðruvísi,“ segir Hjördís. Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð sem samanstendur af reykt- um laxi, lambalæri og ís og köku. „Við verðum með allt sem þarf til að halda góða veislu. Það er alltaf ákveðinn kjarni af fólki sem kemur en svo koma auðvitað margir hælis- leitendur.“ Hjálpræðisherinn stefnir á að flytja inn í nýtt húsnæði við Suður- landsbraut næsta haust. Hjördís segir að núverandi húsnæði sé löngu sprungið og það verði smá gestaþraut að koma öllum veislu- gestum fyrir. „Við vonum samt að það komi ekki allir í einu heldur að þetta dreifist aðeins. Við erum allavega með tvö holl af sjálfboðaliðum. Svo ætlar frú Eliza Reid að heiðra okkur með nærveru sinni. Það verður mjög skemmtilegt að taka á móti henni,“ segir Hjördís. Í dag er einnig opið á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. „Það er opið alla daga ársins en að venju verður boðið upp á jólamáltíð í hádeginu í dag. Við gerum allt til að hafa þetta eins huggulegt og hugsast getur,“ segir Valdimar Þór Svavars- son, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Að meðaltali eru gefnir 180 matar skammtar á kaffistofunni á dag sem gerir rúmlega 65 þúsund máltíðir á ári. „Mig grunar að kaffistofan verði vel sótt í dag. Kaffistofan gefur ekki bara mat heldur er þetta líka ákveðið samfélag þar sem fólk kemur og talar saman og finnur náungakærleikann. Það eru ekki síst þessir jaðar settu hópar sem koma til okkar sem kannski upplifa slíkar stundir ekki nógu oft.“ Valdi- mar segir að í dag verði boðið upp á góðan mat og hátíðarstemningu. „Við erum líka að safna fyrir þess- um máltíðum þannig að fólk getur styrkt um máltíð sem er verðlögð á 3.500 krónur. Það er til dæmis hægt að gera á heimasíðu okkar en það er heilmikið um að fólk styrki okkur um eina máltíð eða jafnvel f leiri.“ Valdimar segir þau hjá Samhjálp finna fyrir miklum velvilja í þjóð- félaginu enda gæti kaffistofan ekki starfað öðruvísi. „Það kemur svo til allur matur sem er í boði allan árs- ins hring í gegnum gjafir og styrki.“ sighvatur@frettabladid.is Væri ekki hægt án sjálfboðaliðanna Búist er við að á þriðja hundrað manns mæti í hina árlegu jólaveislu Hjálp- ræðishersins sem haldin verður í Mjódd í dag. Um 30 sjálfboðaliðar koma að veisluhöldunum. Þá verður jólastemning í kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. Sjálfboðaliðar útbúa jólagjafir sem fangar fá meðal annars. SAMGÖNGUR Gert er ráð fyrir að farþegum sem fara um Leifsstöð fækki um nær átta prósent á næsta ári frá því sem fyrir liggur um far- þegafjölda á yfirstandandi ári. Þetta kemur fram í nýútgefinni farþegaspá Isavia. Samtals er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega verði 6,7 milljónir á næsta ári. Spáð er að að komu- og brottfararfarþegum fækki einungis um rúmt eitt pró- sent. „Ef þetta mat gengur eftir fækk- ar erlendum ferðamönnum ekki á Íslandi á nýju ári,“ segir Svein- björn Indriðason, forstjóri Isavia í tilkynningu. Í spánni segir að skiptifarþegum fækki mest. Gert er ráð fyrir að þeir verði um 1,5 milljónir en þeir voru ríf lega tvær milljónir á árinu 2019. Gangi spáin eftir að þessu leyti yrði þetta annað árið í röð sem skiptifarþegum í Leifsstöð fækkar. Í tengslum við farþegaspá Isavia hefur fyrirtækið gefið út ferða- mannaspá. Fyrstu niðurstöður hennar benda til að íslenskum ferðamönnum sem fara um Leifs- stöð fækki um sjö til átta prósent frá yfirstandandi ári. – jþ Isavia spáir samdrætti 2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.