Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 11
Tilkomumikill kirkju-turninn vísar hug til hæða á Hólum í Hjalta-dal og það er hátíðlegt að aka þangað heim í hvítri mjöllinni. Við
Fréttablaðsfólk rennum í hlað á
biskupssetrinu. Þar fagna okkur
hjónin Solveig Lára Guðmunds-
dóttir og Gylfi Jónsson og við erum
ekki fyrr sest inn í stofu en séra
Gylfi snarar þangað inn kaffi og
smákökum. Þar sem um tvo presta
er að ræða á sama heimilinu eru þau
spurð hvort trúariðkun sé ríkur
þáttur í daglegu lífi þeirra. „Já, mjög
svo,“ svarar Solveig Lára að bragði.
„Við biðjum alltaf borðbæn og sam-
eiginlega kvöldbæn. Allt helgihald
byggist á því að sá sem þjónar eigi
sitt trúarlíf, annars verður hann eða
hún aldrei trúverðug í boðuninni.
Mitt fyrsta verk þegar ég vakna á
morgnana er að ná í símann fram
í skrifstofu, því ég sef ekki með
hann í svefnherberginu, fara aftur
upp í rúm, inn á biblian.is og draga
mannakorn, afrita það og setja það
inn á fésbókarsíðuna mína. Síðan
hefjast dagleg störf.
Mannakorn? hvái ég, eins og
sauður. „Já, það er biblíuvers sem
við reynum að hafa sem leiðarstef
inn í daginn.
Hálft landið undir
Gylfi er hættur prestskap en Solveig
Lára er vígslubiskup og kveðst lítið
vera í beinu safnaðarstarfi nema
hvað hún messi alltaf á Hólum á
jóladag, páskadag, gamlársdag og
hvítasunnu. Þá daga þurfi Halla
Rut Stefánsdóttir, sóknarprestur í
Hofsós- og Hólaprestakalli, að þjóna
í mörgum kirkjum. „Biskupsstarfið
er ólíkt prestsstarfinu,“ segir Solveig
Lára og talar af reynslu því hún var
þjónandi prestur á Möðruvöllum
og þar áður á Seltjarnarnesi. „Bisk-
upsstarfið er yfirumsjónarstarf,
ég hef mikið samband við presta á
Norður- og Austurlandi því bisk-
upsdæmið nær allt frá Prestbakka í
Hrútafirði að Hofi í Álftafirði eystri.
Ég er því talsvert á ferðinni og svo er
ég líka hluti af yfirstjórn kirkjunnar
sem er með höfuðstöðvar í Reykja-
vík og þarf oft að fara á fundi þar
líka.“
Auk þessa er Solveig Lára formað-
ur stjórnar Guðbrandsstofnunar
sem er samstarfsverkefni Háskóla
Íslands, Háskólans á Hólum og
Þjóðkirkjunnar um menningar-
starfsemi á Hólum. „Við erum með
tónleika vikulega allt sumarið, frá
júní út ágúst og fræðafundi annan
hvern mánudag alla vetrarmánuð-
ina og bjóðum bæði tónlistarfólk-
inu og fræðafólkinu að dvelja hér
í viku. Auk þess er ein ráðstefna
á ári í samstarfi við virtar stofn-
anir í samfélaginu, nú erum við að
undirbúa þá sem verður í vor, hún
verður um réttlætið í samfélaginu.
Þar verða fulltrúar frá Öryrkja-
bandalaginu, ASÍ, Mannréttinda-
skrifstofu Íslands, Jafnréttisstofu
og Rithöfundasambandinu. Það fer
mikill tími í að skipuleggja þetta
allt. Svona ráðstefna er gott dæmi
um hvernig kirkjan getur haldið
úti öflugu andlegu velferðarstarfi.“
Svo er það prestsvígsluhlut-
verkið. „Ég var að vígja prest
1. desember hér á Hólum, hann er
að koma til þjónustu á þessu svæði.
Ég er búin að vígja þrjá presta hér
í haust, kornungt fólk sem er að
koma til starfa, það er skemmti-
legt. Það eru mikil kynslóðaskipti
að verða í kirkjunni, fjöldi presta
Kornungt fólk að koma til starfa
Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup telur bjart fram undan hjá kirkjunni. Segir þjóðina samt verða
að vera vakandi gagnvart ábyrgð sinni á ungu kynslóðinni og höfðar til foreldra og fjölskyldna en ekki skólanna.
Solveig Lára í
helgidóminum
á Hólum, sem
altaristaflan
Hólabríkin,
mikil gersemi
sem Jón Arason
biskup keypti í
Hollandi, setur
sterkan svip á.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
er að fara á eftirlaun og margt ungt
fólk í startholunum því atvinnu-
leysi hefur verið meðal ungra guð-
fræðinga. Við höfum misst marga
til Noregs, ég held það séu tuttugu
íslenskir prestar starfandi í Nor-
egi. En nú eru þeir að tínast til baka
einn af öðrum, til dæmis ungur
maður sem var vígður hér til starfa
nýlega, hann var búinn að starfa í
Noregi sem óvígður prestur. Þetta
var í fyrsta skipti sem ég vígi mann
sem er bæði búinn að skíra og jarða.
Hann verður héraðsprestur í Eyja-
fjarðar-og Þingeyjarprófastsdæmi.
Sú endurnýjun sem er að eiga sér í
stað er frábært dæmi um að kirkjan
á enn erindi í samfélaginu og mun
sækja af krafti inn í framtíðina í
samfylgd með þjóðinni.“
Fólk finnur helgi staðarins
Í Skagafirði eru yfir tuttugu kirkjur.
Hvernig gengur að halda uppi safn-
aðarstarfi í þeim og sinna viðhaldi
þeirra?
„Þetta er góð spurning. Um
kirkjustarfið er það að segja að í
langflestum litlu kirkjunum er bara
messað einu sinni á ári, annaðhvort
á jólum eða sumrin. Varðandi við-
haldið þá hafa sóknargjöld farið
hríðlækkandi síðustu ár, við fáum
ekki nema örlítið brot af því sem við
eigum að fá, lögum samkvæmt. En
þau nægja til að hita kirkjurnar upp
einu sinni á ári og borga organista
jafn oft. Viðhald er ekkert til að
ræða um. Einu peningarnir í það
eru þeir sem fást frá Minjavernd.
Þannig er staðan. Sumir sækja hart
á Minjavernd og kirkjur hafa verið
gerðar upp fyrir stórfé. Aðrir finna
sig ekki í að verja almannafé í að
halda við þessum húsum. Þéttleiki
kirknanna hér kemur til af því að
þær eru margar byggðar milli 1850
og 1870 og þá var miðað við að fólk
ÞETTA VAR Í FYRSTA
SKIPTI SEM ÉG VÍGI MANN
SEM ER BÆÐI BÚINN
AÐ SKÍRA OG JARÐA.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð