Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 27
2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Á faraldsfæti í janúarglugga Þegar vika er í að félagsskiptaglugginn verði opnaður á ný í Evrópu eru stærstu félögin farin að hugsa um næstu skref fyrir komandi átök í vor. FÓTBOLTI  Nú þegar vika er í að félagsskiptaglugginn verði opn- aður á ný í Evrópu eru hreyfingar komnar á leik mannamál hjá stærstu liðum Evrópu. Liverpool hefur  tryggt sér þjónustu  hins japanska Takumi Minamino frá RB Salzburg í von um að hann færi liðinu aukið púður í sóknarleikinn þegar lærisveinar Jürgens Klopp elt- ast við fyrsta meistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Leikmenn sem koma inn í janúar eiga oft misjafna mánuði eftir félagsskiptin en líklegt er að nokkur lið nýti sér möguleikann til að þétta raðirnar. Manchester City vantar nauðsynlega miðvörð og þá er líklegt að Chelsea fari mikinn á félagsskiptamarkaðnum eftir að hafa tekið út félagsskiptabann síð- asta sumar. Þetta er því fyrsti glugg- inn sem Frank Lampard fær til að styrkja liðið og eru stærstu stjörnur Englands orðaðar við Chelsea þessa dagana. Fréttablaðið tók saman sjö leik- menn sem eru líklegir til að vera á faraldsfæti þegar félagsskiptaglugg- inn opnast og margir þeirra munu kosta morð fjár. Zlatan Ibrahimovic Zlatan á enn eftir að finna sér næsta áfangastað og honum er frjálst að ræða við hvaða félag sem er enda samningslaus. Zlatan sem er á 39. aldursári er hvergi nærri hættur og sýndi hjá LA Galaxy með 30 mörkum í 29 leikjum að það er enn nóg eftir á tankinum. Christian Eriksen Eriksen er heimilt ræða við félög í janúar enda rennur samningur hans út í júlí og hefur hann til þessa ekki verið tilbúinn að semja við Tottenham. Eriksen virðist ekki hafa áhuga á að semja við United heldur vona að tilboð berist frá spænsku stórveldunum. Jadon Sancho Efnilegasti leikmaður Bretlands með verðmiða upp á 120 milljónir punda. Enski landsliðsmaðurinn var settur í agabann á dögunum sem vakti ekki mikla lukku. Það hefur þó ekki komið niður á leik Sanchos sem hefur verið besti leikmaðurinn í Þýskalandi. Paul Pogba Franski landsliðsmaðurinn hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að leika fyrir Real Madrid undir Zinedine Zidane. Pogba notaði fjölmiðla til að setja pressu á forráðamenn Manchester United í sumar og komast frá Manchester. Ljóst er að ef Zidane hringir í janúar mun Pogba hlusta á hvað stendur til boða. Kai Havertz Einn efnilegasti leikmaður Þýskalands er á óskalista stærstu liða Evrópu. Þýski sóknartengiliðurinn sem varð tvítugur fyrr á þessu ári er að nálgast 100 leiki í þýsku deildinni með uppeldisfélaginu. Honum hefur ekki tekist að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra og bauluðu stuðningsmenn á Havertz um síðustu helgi. Erling Braut Håland Norski framherjinn skaust fram á sjónarsviðið með frábærri frammi- stöðu í liði Salzburg. Håland hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum og átta mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Þrjú lið virðast ætla að berjast um Håland. Manchester United býr að því að Håland og Solskjær þekkjast eftir að hafa unnið saman hjá Molde en RB Leipzig og Dortmund eru einnig að bera víurnar í Håland sem gæti reynst heillaskref á ferli hans. Mesut Özil Mikel Arteta þarf að ákveða hvað gera skal við Mesut Özil. Özil er launahæsti leikmaður Arsenal en það er langt síðan honum tókst að sýna sitt rétta andlit. Þá hefur hegðun hans utan vallar fengið sinn skerf af gagnrýni enda Özil búinn að vera duglegur að tjá sig um viðkvæm mál í alþjóðapólitík síðasta árið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.