Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 37
KVIKMYNDIR The Rise of Skywalker Leikstjórn: J.J. Abrams Aðalhlutverk: Daisy Ridley, Adam Driver, John Boyega, Oscar Isaac, Anthony Daniels Með hverri nýrri Stjörnustríðs- mynd frá veldi gráðugu músarinn- ar þyngist stöðugt straumur þeirra Máttlausu þegar þeir veifa vega- bréfi útgefnu og stimpluðu fyrir lifandis löngu í vetrarbraut sem er svakalega langt í burtu, og óska eftir hugmyndafræðilegri vernd fyrir ævintýraljóma bernskunnar. Dulbúnum sem yfirveguðum og hlutlægum kvikmyndagagnrýn- anda hefur einum af síðustu alvöru Star Wars-aðdáendunum tekist að læða sér inn á síður útbreidd- asta dagblaðs smástirnakerfisins í allra, allra, allra síðustu tilrauninni til þess að beina stríðum ranghug- myndastraumi höfuðlausa hersins í rétta sorppressu og koma aftur á röð og reglu í æskudraumalandi með einfaldri ábendingu um að báðar eru The Last Jedi og The Rise of Skywalker góðar Stjörnustríðs- myndir. Hvernig má annað vera þar sem báðar eru þær alvöru Star Wars- myndir þótt önnur hafi horft til framtíðar á meðan hin er grátbólg- inn óður til dásamlegrar fortíðar, þakin gæsahúð sem spratt fram 1977 og hefur hríslast áfram yfir 42 ár og á að fá að gera það óhindrað um ókomna tíð … Níundi og síðasti kaf linn í hádramatískri geimsápuóperunni sem kennd er við Geimgenglana er epískt meistaraverk. Nei, djók. Hún er margslunginn gallagripur en fegurðin, nostalgían og tilfinn- ingaþrungin tengsl áhorfendanna sem eru með gilt boðskort í þetta partí lætur hana, eins og Skywal- kerana, rísa undir öllum göllunum. Þótt ég sé í það minnsta tveimur árum yngri en „Baby Yoda“ er ég samt nógu gamall til þess að muna vel þá stórkostlegu tíma þegar eina krafan sem gerð var til Star Wars var að það væri skemmtilegt. Allt fór þetta á versta veg þegar heilagur Lúkas gerði eftir langa bið kengsúran forleik að skemmtileg- ustu kvikmyndatrílógíu allra tíma sem varð að Brexit milli stjörnu- kerfa. Pólitískum leiðinleika þar sem Mátturinn varð einhvers konar blóðsjúkdómur sem meiri líkur voru á að hægt væri að greina á Húð og kyn frekar en skynja órætt af lið sem tengir okkur öll saman. Sandaldan misstigin Við hörkuðum okkur nú samt í gegnum þetta saman og fengum útrás fyrir vonbrigðin og gremjuna með því að beina öllu saman að Jar Jar Binks. Ekkert óeðlilegt við það. Verst bara að illu öf lin fengu að bulla, krauma og rugla í kollinum á óhörðnuðum og illa uppöldum Star Wars-aðdáendum sem ákváðu síðan að missa endanlega vitið þegar Disney fékk J.J. Abrams til þess að gera illa dulbúna en hress- andi endurgerð af Star Wars anno 1977 og hefja þannig nýjan þríleik. Allt betra en hitt Frá yfirtökunni hefur Disney dælt út fimm Stjörnustríðsmyndum, sem allar eru betra og meira ekta Star Wars en forleikur Lucasar en í sturlaðri þversögn hefur sjúk asta liðið í okkar eigin röðum hrokkið svo heiftarlega af hjörunum að nú mæra þau glataðar epísóður I og II og hinn þó í það minnsta slarkfæra III kaf la á kostnað nýrri og miklu skemmtilegri mynda. Takið eftir orðinu: SKEMMTILEGRI sem er það eina sem Star Wars á að hverf- ast um. Jar Jar snýr aftur Undanfarin tvö ár hafa meintir Stjörnustríðsaðdáendur gert Rian Johnson og áttunda kaf lann, The Rise of Skywalker, að Jar Jar og djöf last sem óðir á myndinni og láta ekki síst, að því er virðist, í óbærilegri eymd þvingaðs hreinlíf- is, vaxandi fjölda og styrk kvenna í þessum heimi fara stjórnlaust í taugarnar á sér. Kannski þess vegna sem þeir virðast ætla að höggva með batt- eríslausum geislasverðum sínum í sama knérunn núna þar sem það er rosalegt „girl power“ í The Rise of Skywalker og þótt aðalhetjan okkar, hún Rey, glansi sem aldrei fyrr er þetta svolítið mikið myndin hennar elsku Leiu, prinsessunnar okkar allra. Annars sýnir endurtekinn kór- söngur hinna neikvæðu núna best fram á hversu ringlaður þessu mannskapur er vegna þess að fyrir utan stelpumáttinn er þessi lokahnykkur J.J. Abrams leiftur- sókn gegn Johnson og The Last Jedi og hér er kerfisbundið og oft með miklum stæl lokað á allar þær áhugaverðu og spennandi leiðir sem Johnson reyndi að feta til þess að sulla gamla, góða, bláa Stjörnu- stríðsvíninu á breyttar tunnur og belgi nýrra tíma. Það er nefnilega svo geggjað að báðar eru þessar myndir góðar Star Wars-myndir. Þrátt fyrir óþarfa útúrdúra og of stóran skammt af sýru í The Last Jedi og hreinan og beinan kjánaskap, hriplekt handrit og hnökra í framvindu sögunnar í The Rise of Skywalker. Þar þeytist Abrams í allar áttir og virðist finnast hann þurfa að fara voða víða til þess að hnýta sem f lesta lausa enda, loka mörgum sögum og kveðja alla þessa gömlu, góðu og nýju vini. Og auðvitað taka til eftir Rian Johnson sem hann gerir af miklu meira kappi og stælum en forsjá. Gyllta sameiningartáknið Þannig að eftir stendur skældur þríleikur, í raun tvíhleypa með feitri tímasprengju, bráðskemmti- legum og áhugaverðum bastarði sem kemur þó ekki að sök vegna þess að þetta er gott Stjörnustríð með alls konar slaufum, borðum, rósum, f lúri og krúsídúllum fyrir okkur þessi upprunalegu sem skiljum, vitum og trúum. Ég meina, hver tekur eftir eða er að pæla í einhverjum smá göllum og bjánalegum veilum í sögunni sem er hvort eð er bara „mcguffin“ sem hefur þann tilgang einan að keyra áfram atburðarás í þeim til- gangi einum að fóðra fyrir okkur stórfenglega geimbardaga og til- komumik lar sk ylmingar með geislasverðum í bland við mátulega hallærisleg samtöl og fíf lagang? Hér eru að vísu stórfínir leikarar í góðum gír á öllum póstum með þau Daisy Ridley og Adam Driver, sem vinna feikilega vel með erfitt samband Rey og Kylo Ren, lang- fremst meðal jafningja. Síðan segir allt sem segja þarf um hversu mikið alvöru Stjörnu- stríð þetta er að C-3PO fer á kostum núna þegar hann fær loksins að vera aftur memm í almennilegum ævintýraleiðangri þannig að loks- ins fáum við að heyra fallegt berg- mál skemmtilegustu og æsilegustu svaðilfara Han, Leiu, Luke og vél- mennanna tveggja. The Rise of Skywalker er einfald- lega bara fantagóður lokakaf li sem skilur við alla, sem ekki eru ryðg- aðir fastir, sátta og sæla. Alvöru Star Wars með tilheyrandi gæsa- húð og táraf lóði. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Þetta er alvöru Stjörnustríðsmynd og frábær skemmt- un. Fjögurra stjörnu mynd fyrir inn- vígða og innmúraða en sleppur með þrjár á almennu geimfarrými. Hún ætti líka að geta virkað sem WD-40 á ein- hverjar ryðgaðar barnssálir sem hafa villst í myrkri þoku hins illa. Geggjaðir stjörnustælar Gamlir eftirlifandi vinir og kunningjar slást í enn eina almennilega lokaævintýraferð sem svíkur ekki enda nýliðarnir einnig í toppformi. Friðurinn hefur verið rofinn og sameining- artáknið sem Stjörnustríð var á gullöldinni sem hófst 1977, gegnum mögru árin og meira að segja hina myrku miðöld forleikjanna skelfilegu er orðið slíkt sundrungarafl að nördar, sem áður stóðu þétt saman gegn eineltistuddum og Trekkurum vega hver annan af blindri heimsku og fullkomnu skiln- ingsleysi á Mætti og innsta kjarna Star Wars sem kemst ekki lengur í gegnum vitund okkar allra til þess að smyrja ryðgaðar barnssálir og þannig binda okkur öll saman. 2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.