Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 2
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Veður
Snýst í suðvestan 15-23 A til
síðdegis en annars mun hægari
vindur. Skúrir eða slydduél S-
lands, en rigning eða slydda fyrir
norðan. Dregur heldur úr vindi
A-lands um kvöldið. Hiti víða 2 til 6
stig. SJÁ SÍÐU 16
Svitnað eftir veislur jólanna
Vart varð þverfótað fyrir fólki á líkamsræktarstöðvum í gær þar sem opið var, á annan dag jóla. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í
World Class í Laugum var þar margt um manninn og greinilegt að gestir ætluðu að brenna stórum hluta þeirra hitaeininga sem ratað höfðu ofan í
þá undanfarna daga. Enn eru þó hátíðarhöld framundan því nú styttist til áramóta og með tilheyrandi veisluhöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þú færð Svan galdramann á næsta
flugeldamarkaði björgunarsveitanna
Falleg litaskot sem
byrja á rauðum lit
en breytast síðan í
grænt, silfur, gyllt,
fjólublátt og endar
síðan á svakalegri
marglita sprengingu.
skot
22
SEK
4
4
5
36
kg
S A M F É L AG Su nnudagsk völd ið
29. desember verður haldin kvöld-
messa fyrir þá sem hafa glímt
við eiturlyfja- eða áfengisfíkn og
aðstandendur þeirra í Guðríðar-
kirkju í Grafarholti þar sem séra
Karl Matthíasson þjónar. Að við-
burðinum koma einnig Grafarvogs-
kirkja og Árbæjarkirkja þar sem
séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir
og séra Guðrún Karls Helgudóttir
þjóna.
„Þarna mun fólk koma saman,
gleðjast og fagna því að eiga betra
líf en það átti áður,“ segir séra Karl.
Í messunni deila bæði óvirkur alkó-
hólisti og aðstandandi reynslu sinni
og þá munu Bjarni Arason og Krist-
ján Hrannar Pálsson organisti f lytja
tónlist. „Breytingin sem verður á lífi
fólks sem hættir neyslu er gríðarleg,
og þá ekki aðeins fyrir það sjálft
heldur börnin, makann, foreldrana
og alla í nærumhverfinu.“
Séra Karl starfaði um árabil sem
áfengis- og vímuvarnaprestur Þjóð-
kirkjunnar. Eftir hrunið árið 2008
var sú staða hins vegar lögð niður.
Karl þekkir þennan heim af eigin
reynslu, enda glímdi hann sjálfur
við alkóhólisma sem ungur maður.
„Ég hætti að drekka þegar ég átti
rúmt ár eftir af prestnáminu, fyrir
33 árum síðan. Ég var að drekka
mig út úr öllu og þetta hafði mikil
áhrif í einkalífinu líka. Lífið breytt-
ist algerlega eftir að ég sagði upp
vistinni hjá Bakkusi,“ segir hann.
Í störfum sínum hefur séra Karl
kynnst þessum málaf lokki vel og
finnst honum ástandið vera að
breytast. „Harkan er að aukast og
efnin að verða sterkari. Það þykir
varla fréttnæmt lengur þegar ungt
fólk deyr út af neyslu,“ segir hann.
„Til okkar leita oft foreldrar þessara
barna, við reynum að styðja þau og
vísa áfram, til dæmis til Al-Anon,
stuðningssamtaka aðstandenda.
Við reynum líka að hjálpa fólki við
að komast í meðferðir, svo sem á
Vog, Krýsuvík, Hlaðgerðarkot eða
inn á geðdeildina 33a.“
Að mati séra Karls eru fíknisjúk-
dómar mesta heilbrigðisvá sem
þjóðin stendur frammi fyrir. Því til
stuðnings vísar hann til þess fjölda
sem leitar til meðferðarstofnana,
geðdeilda og situr læstur inni í
fangelsum landsins. Þá eru ótaldir
þeir sem glíma einir við fíknina á
heimilum landsins eða götunni og
allir aðstandendur þessa fólks.
„Hvað heldur þú að það séu marg-
ar mömmur og pabbar með kvíða-
hnút út af litlu stelpunni sinni eða
syni sínum?“ spyr hann.
Messan, sem ber heitið Vængja-
messa í anda æðruleysismessunnar,
hefst klukkan 20.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Fagna af æðruleysi
betri tilveru án fíknar
Þrjár kirkjur vinna saman að æðruleysismessu fyrir þá sem hafa glímt við eitur-
lyfja- eða áfengisfíkn og aðstandendur þeirra. Fer hún fram í Guðríðarkirkju í
Grafarholti. Karl Matthíasson prestur segir hörkuna í þessum heimi hafa aukist.
Séra Karl Matthíasson prestur í Guðríðarkirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Lífið breyttist
algerlega eftir að ég
sagði upp vistinni hjá
Bakkusi.
SLYS Síðdegis í gær hætti björgunar-
sveitarfólk í Víkverja leitinni að
Rimu Grunskyté Feli ksas dóttur
en ekkert hefur til hennar spurst
frá því klukkan 19 síðastliðinn
föstudag. Talið er að hún hafi fallið
í sjóinn við Dyr hóla ey.
Fjöl mennt lið björgunar sveita
og lög reglu hafa leitað að henni
undan farna daga og hefur þyrla
Landhelgisgæslunnar meðal ann-
ars verið notuð við leitina. Þá hafa
drónar einnig verið nýttir til að
fá betra yfirlit um leitarsvæðið úr
lofti.
Rima er bú sett í Vík og hefur
kennt við Víkur skóla og f lutti ný-
verið á Hellu.
Björgunarsveitarfólk úr Víkverja
fór um fjörur á Suður landi frá því
í gærmorgun á tveimur bílum og
einu fjór hjóli en hafði ekki erindi
sem erf iði. Þegar farið var að
skyggja síðdegis og veður tekið að
versna var gert hlé á leitinni því
að stæður voru orðnar slæmar til
frekari leitar.
Í gærkvöld var fyrirhugaður
fundur björgunarsveitar og lög-
reglu þar sem ákveða átti næstu
skref. Stefnt er því að leit haldi
áfram um helgina.
Leitin í gær var ekki skipulögð af
lögreglu og stóð björgunarsveitin
Víkverji ein að henni.
Lögreglan á Suðurlandi biður þá
sem kunna að hafa upplýsingar um
afdrif Rimu Feli ksas dóttur að hafa
samband. – jþ
Leit hætt síðdegis
TRÚMÁL Kvenfélagið Gefn í Garði
harmar að aðventuheimsóknir nem-
enda í Gerðaskóla til Útskálakirkju
fyrir jól hafi verið lagðar af. Var
erindi kvenfélagsins sent til safnað-
arnefndar Útskálasóknar og þaðan
til bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Bæjarráð segir hins vegar enga
stefnu hafa verið mótaða varðandi
kirkjuheimsóknir grunnskólanem-
enda í aðdraganda jóla. Var erindi
kvenfélagsins því vísað áfram til
fræðsluráðs til frekari umfjöllunar.
Gefn var stofnuð árið 1917 og
eru um 90 konur skráðar í félag-
ið, búsettar í Garði og nágrenni.
Auk þess að styðja Útskálasókn og
Útskálakirkju hefur félagið meðal
annars stofnað leikskólann Gefnar-
borg. – khg
Harma afnám
kirkjuheimsókna
Suðurnesjabær hefur
ekki mótað stefnu um
kirkjuheimsóknir.
2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð