Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 42
Atlantsolía gekk frá kaupum á fimm bensínstöðvum af Olís í lok síðasta árs og Guð-
rún Ragna Garðarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir
að það hafi verið stórt verkefni að
yfirtaka þær stöðvar á árinu.
Hvað gekk vel á árinu 2019?
Rekstur Atlantsolíu gekk heilt
yf ir vel á árinu. Markaðshlut-
deild okkar hefur aukist á árinu,
en við bættum við okkur sex
nýjum stöðvum. Við keyptum
fimm stöðvar sem eru staðsettar í
Reykjavík og svo reistum við nýja
stöð við Reykjanesbrautina. Þetta
var heljarinnar verkefni fyrir ekki
stærra fyrirtæki en okkar. Það var
að ýmsu að huga við yfirtökuna á
stöðvunum sem við keyptum, en
þegar á allt er litið gekk yfirfærslan
vel fyrir sig. Við breyttum einnig
bensínstöð okkar við Sprengisand
í afsláttarlausa stöð, eins og við
höfðum áður gert á stöð okkar í
Kaplakrika í Hafnarfirði. Sú breyt-
ing gekk vonum framar og aug-
ljóst að viðskiptavinir okkar taka
þessum valkosti fagnandi. Því má
segja að við séum nokkuð sátt við
árið sem er að líða.
Hvað var krefjandi á árinu sem
er að líða ?
Það var sannarlega krefjandi
að taka við fimm nýjum stöðvum
á einu bretti og færa þær yfir í
okkar búnað og útlit. Í verkefni af
þeirri stærðargráðu þurfa allir að
leggjast á eitt svo að dæmið gangi
upp. Þökk sé okkar frábæra starfs-
fólki þá gekk það mjög vel fyrir sig.
Við lögðumst líka í umtalsverðar
breytingar til hagræðingar í rekstri
félagsins. Það stærsta var að við
lögðum niður dreifingardeildina
og færðum alla okkar dreifingu yfir
til Olíudreifingar. Það var mikið
verkefni og að ýmsu að huga við
slíkar grundvallarbreytingar.
Hvernig horfir árið 2020 við þér
í rekstrinum?
Við erum bjartsýn á komandi ár.
Reksturinn er í góðu jafnvægi og
við gerum ráð fyrir að það haldist.
Við höfum verið í mikilli sókn sam-
hliða rekstrarhagræðingu síðustu
tvö ár sem hefur verið að skila sér
á þessu ári. Við erum enn í sóknar-
hug og gerum ráð fyrir frekari
aukningu á næsta ári.
Erum í sóknarhug á nýju ári
Margrét Tryggva-dóttir, forstjóri Nova , s eg i st hugsi yf ir því að boðið sé upp á umhver f i í
fjarskiptageiranum þar sem það
borgar sig að brjóta af sér af því að
sektir eftirlitsaðila séu svo lágar.
„Fjárhagslegur styrkur stórra aðila
á markaði gerir minni aðilum nær
ómögulegt að keppa við gylliboð.“
Hvað gekk vel á árinu 2019?
Heilt yfir hefur reksturinn geng-
ið vel og við sjáum tekjuvöxt á milli
ára. Uppbygging á 4,5G gekk mjög
vel á árinu en hún er mikilvægur
undanfari 5G sem Nova hefur hafið
prófanir á, fyrst íslenskra f jar-
skiptafyrirtækja. Skýrsla Póst- og
fjarskiptastofnunar sýnir yfirburði
Nova í notkun á netinu, þar sem
viðskiptavinir nota yfir 60% alls
gagnamagns á farsímaneti en gæði
og rétt verðlagning er forsenda
þess. Vöxtur í ljósleiðaraþjónustu
er einnig ánægjuefni þar sem sífellt
f leiri kjósa að segja bless við mynd-
lykilinn.
Við hjá Nova vorum eitt af fyrir-
myndarfyrirtækjum VR sem er
gleðiefni þar sem markmið okkar
er að vera besti vinnustaður í
heimi. Við trúum því að ánægja
starfsmanna Nova skili sér til við-
skiptavina okkar sem er annað
markmið sem staðfest var með
Íslensku ánægjuvoginni á árinu,
þar sem Nova átti ánægðustu við-
skiptavinina 10. árið í röð.
Hvað var krefjandi á árinu sem
er að líða?
Margar áskoranir gera þetta allt
saman skemmtilegt, bæði út frá
tækninni og samkeppninni.
Mikil samkeppni einkennir
f ja r sk ipt a ma rk aðinn sem ég
fagna. Gylliboð stærstu fyrir-
tækja á markaði um fría þjónustu í
ákveðinn tíma beint að ákveðnum
hópum er ekki sjálf bær, eykur ekki
ánægju viðskiptavina til lengri
tíma og má ef laust efast um lög-
mæti þessara aðgerða samkeppn-
isaðila okkar sem jafnframt eru
heildsalar á markaðnum.
Ég er hugsi yfir hvernig sektir
eru lagðar á aðila sem brjóta af sér
og velti fyrir mér hvort verið sé að
bjóða upp á umhverfi þar sem það
borgar sig að brjóta af sér, þar sem
sektir eru eins lágar og raun ber
vitni. Fjárhagslegur styrkur stórra
aðila á markaði gerir minni aðilum
nær ómögulegt að keppa við gylli-
boð. Í stað þess að banna vil ég sjá
fyrirtæki bjóða frítilboð til allra og
fagna allri samkeppni.
Við ákváðum í lok árs 2018 að
hætta að elta gylliboð samkeppn-
isaðila, þess í stað verðlaunum við
trygga viðskiptavini og allir okkar
viðskiptavinir fá besta dílinn, ekki
bara þeir nýju. Brottfall var samt
sem áður minna á árinu 2019 en
2018, tekjur hærri þar sem meðal-
notkun eykst en viðskiptavinum
fækkaði lítillega en við trúum því
að til lengri tíma munu þeir taka
dansinn með okkur aftur þar sem
við trúum því að hollusta við við-
skiptavini auki traust til lengri
tíma.
Frá því að Nova kom inn á mark-
aðinn árið 2007 hefur fjarskipta-
kostnaður heimila og fyrirtækja
lækkað um tugi prósenta.
Hvernig horfir árið 2020 við þér
í rekstrinum?
Fullt af tækifærum og nýjum
áskorununum. Heilt yf ir er ég
bjartsýn. 5G er handan við hornið
hjá Nova en hver ný farsímakyn-
slóð hefur haft í för með sér marg-
földun á hraða og þar með á notk-
unarmöguleikum farsíma, úrvali
smáforrita og öðrum samskiptum.
Stór stökk í nethraða hafa yfirleitt
leitt af sér stofnun fjölda nýrra
fyrirtækja og jafnvel beinar sam-
félagsbreytingar. Því er uppbygg-
ing fjarskiptakerfa í f lokki afar
mikilvægra innviðafjárfestinga.
Notendur gera sífellt meiri kröf-
ur og nú þegar bílar, armbandsúr
og nýjustu heimilistækin eru öll
tengd við netið þá þurfa fjarskipta-
kerfin að vera undirbúin og Nova
hefur lagt út í umtalsverða fjárfest-
ingu til að vera á undan þörfinni
fyrir aukna f lutningsþörf.
Með því að hlúa að markmiðum
okkar, Nova liðinu sem ég tel vera
besta liðið og viðskiptavinum trúi
ég að Nova haldi áfram að vaxa og
dafna.
Ákváðum að hætta að elta gylliboð keppinauta
Árni Stefánsson, forstjóri Húsa-smiðjunnar, segir að óveðrið í desember hafi haft áhrif til
lækkunar á veltu félagsins, sérstak-
lega á landsbyggðinni, og að það sé
„umhugsunarefni þegar upp kemur
að starfsstöðvar verða til dæmis
ítrekað án rafmagns í lengri og
skemmri tíma“.
Hvað gekk vel á árinu 2019?
Sumarið var einstaklega gott og
hentaði vel til framkvæmda. Stór-
aukning var til dæmis milli ára í sölu
á pallaefni, málningu og viðarvörn
ásamt því að Blómaval mun eiga gott
ár. Ískraft sem er hluti af Húsasmiðj-
unni jók veltuna töluvert og kom
enn sterkara inn veitumarkaðinn
en áður. Ýmsar nýjungar hjá okkur
í rafrænum viðskiptum hafa skilað
sér ágætlega til hægðarauka fyrir
viðskiptavini og til framleiðniaukn-
ingar. Það var ánægjulegt að kjara-
samningar náðust í vor en óvissa um
niðurstöðu eða möguleg verkföll dró
smá kraft úr markaðnum á tímabili.
Fagmannaverslun og timbursala
Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur
haldið áfram að vaxa og bæta við
sig nýjum viðskiptavinum sem var
ánægjulegt. Við opnuðum svo nýja,
stærri parket- og flísadeild í Skútu-
vogi í haust sem hefur fengið frá-
bærar móttökur frá fyrsta degi.
Hvað var krefjandi á árinu sem er
að líða?
Við erum að sjá þess skýr merki
að fækkun úthlutaðra lóða í höfuð-
borginni er að hafa áhrif á ýmsa
byggingaraðila ásamt því að erfiðara
er orðið fyrir framkvæmdaraðila að
leita fjármögnunar hjá stóru við-
skiptabönkunum. Þessa er orðið
meira vart núna á síðari hluta ársins.
Óveðrið í desember hafði nokkur
áhrif til lækkunar á veltu okkar, sér-
staklega á landsbyggðinni, dagana
sem það gekk yfir og í ófærðinni í
framhaldi. Þetta minnir okkur ræki-
lega á að við getum átt von á ýmsu
og það er umhugsunarefni þegar
upp kemur að starfsstöðvar verða til
dæmis ítrekað án rafmagns í lengri
og skemmri tíma, meðal annars á
Dalvík, Húsavík, Egilsstöðum og á
Höfn.
Hvernig horfir árið 2020 við þér í
rekstrinum?
Við horfum bjartsýn til næsta árs.
Við gerum þó ráð fyrir því að aðeins
hægi á uppsteypu- og nýbyggingar-
verkefnum frá því sem verið hefur
undanfarin tvö ár en þó eiga að vera
næg umsvif og tækifæri fyrir okkur
á nýbygginga- og viðhaldsmark-
aðnum. Óvissan í ferðaþjónustunni
hefur haft áhrif á fjárfestingar og
framkvæmdir tengdar greininni en
ég hef þó trú á því að þar séu ennþá
töluverð sóknarfæri og þörf á að
styrkja innviði og byggja á réttum
stöðum. Kaupmáttur er hár á Íslandi
og ég vona að jákvæðari fréttir og
umræða fái meira vægi í þjóðfélag-
inu í heild á næsta ári. Við höfum
aukið verulega framboð okkar á
umhverfisvænum byggingar- og
heimilisvörum ásamt auknu fram-
boði af raf hleðslustöðvum fyrir
bifreiðar. Það er skemmtileg og þörf
áskorun að gera okkar til að mæta
kröfum markaðarins um slíkar
lausnir og sýna jafnframt enn frekari
ábyrgð í rekstri með tilliti til áhrifa á
umhverfið. Blómaval verður 50 ára
á næsta ári og Húsasmiðjan er rúm-
lega 60 ára. Við þjónum f lestum
landsmönnum á einhvern hátt og
ætlum okkur að halda því áfram af
krafti á næsta ári.
Óvissa í kjaramálum dró kraft úr markaðnum
Við höfum verið í
mikilli sókn sam-
hliða rekstrarhagræðingu
síðustu tvö ár sem hefur
verið að skila sér á þessu ári.
Ég velti fyrir mér
hvort verið sé að
bjóða upp á umhverfi þar
sem það borgar sig að brjóta
af sér, þar sem sektir eru eins
lágar og raun ber vitni.
Kaupmáttur er hár
á Íslandi og ég vona
að jákvæðari fréttir og um -
ræða fái meira vægi í þjóð-
félaginu í heild á næsta ári.
Guðrún er framkvæmdastjóri
Atlantsolíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Árni Stefánsson, forstjóri Húsa-
smiðjunnar.
Margrét Tryggvadóttir hefur verið forstjóri fjarskiptafyrirtækisins Nova frá því í ágúst á síðasta ári.
2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R12 MARKAÐURINN