Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 10
2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Valskonur í ham Gleðin var hvað mest á Valsheimil- inu þetta árið þegar Valskonum tókst, fyrstu íslenskra liða, að verða handhafi Íslandsmeistaratitilsins í öllum þremur boltagreinunum (fótbolta, körfubolta og handbolta) ásamt því að verða deildar- og bik- armeistari í handbolta. Kvennalið Vals í knattspyrnu þurfti að horfa á eftir bikarmeistaratitlinum til Selfyssinga sem unnu fyrsta stóra titilinn í sögu knattspyrnudeildar Selfoss og fylgdu því eftir með því að ná besta árangri í sögu félagsins í efstu deild þegar Selfoss lenti í 3. sæti. Það reyndist annar titill ársins á Selfossi á eftir Íslandsmeistaratitl- inum sem karlalið Selfyssinga vann í handbolta. Stuðið var hjá KR og Víkingi Í karlaf lokki var það lið KR sem stóð upp úr í Pepsi Max-deild karla þetta sumarið og vann fyrsta titil sinn í sex ár. KR-liðið sem var sagt of gamalt fyrir tímabilið náði góðu forskoti á Blika um mitt mót. Það var ekkert kæruleysi að sjá hjá KR sem gaf einfaldlega í og jafnaði stigametið í efstu deild. Í bikarnum tókst Víkingum að binda enda á 28 ára bið eftir öðrum af tveimur stóru titlunum með 1-0 sigri á FH í bik- arúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Víkingar voru lengi af stað í upphafi sumars en léku frábærlega stærstan hluta tímabilsins sem tryggði þeim Evrópusæti á næsta ári. Í kvennaflokki var það snemma ljóst að það yrði tveggja hesta kapphlaup um meistaratitilinn og stungu Valur og Breiðablik hin liðin snemma af. Eftir jafntefli í fyrri leik liðanna var leikur þeirra á Kópa- vogsvelli í næstsíðustu umferðinni hreinn úrslitaleikur. Blikar urðu að vinna leikinn til að komast upp fyrir Val en Valskonum tókst að fara frá Kópavogsvelli með stig í pokanum. Keflvíkingar sem voru fallnir fyrir lokaumferðina veittu Valsliðinu góða mótspyrnu í lokaumferðinni en Valsliðinu tókst að standast sein- búið áhlaup og landa meistaratitlin- um. Í bikarnum fór hin margreynda Hólmfríður Magnúsdóttir fyrir liði Selfoss gegn gömlu félögum sínum þegar Selfoss vann 2-1 sigur gegn KR í úrslitaleiknum. KR komst yfir snemma leiks en Selfyssingum tókst að jafna og skora síðar sigurmarkið í framlengingu. Kvennalandsliðið hóf undan- keppni EM 2021 með fullt hús stiga eftir sigra á Ungverjalandi, Slóv- akíu og Lettlandi og náði góðum úrslitum í æfingaleikjum ef litið er fram hjá leiknum gegn Frakklandi í haust. Stelpurnar okkar horfðu á eftir goðsögninni Margréti Láru Viðarsdóttur sem lagði skóna á hill- una í haust. Karlalandsliðið náði ekki að tryggja sér beinan þátttökurétt á Evrópumótinu næsta sumar þar sem tap í Albaníu reyndist Íslandi dýrkeypt. Það þarf því að fara í gegnum umspilið þar sem Strákarn- ir okkar mæta Rúmeníu á Laugar- dalsvelli í mars. Langþráður titill á Selfoss Selfyssingar náðu að landa þeim stóra þegar Selfoss vann fyrsta Íslands- meistaratitilinn í sögu félagsins í handbolta með því að leggja Hauka Gleði á Selfossi og í Valsheimilinu Valskonur náðu mögnuðu afreki í ár þegar allir þrír Íslandsmeistaratitlarnir í boltagreinunum, hand-, fót- og körfubolta, fóru á Hlíðar- enda á sama ári. Selfoss vann fyrstu stóru titlana í sögu félagsins. Íslandsmet féllu og Íslendingar fóru mikinn á stórmótum erlendis. Bikarar fóru í tonnavís á Hlíðarenda þar sem konurnar komu, sáu og sigruðu í boltagreinunum þremur. Selfoss fagnaði sínum fyrsta stóra titli í fótboltanum þegar kvennaliðið varð bikarmeistari. Júlían J.K. Jóhannsson vann til bronsverðlauna í samanlögðu í +120 kg flokki á HM og bætti heimsmet. Arnar Davíð Jónsson varð Evrópu- meistari í keilu. Hér á leiðinni í fellu. Margrét Lára Viðarsdóttir lagði skóna á hilluna eftir glæstan feril. Margrét Lára skoraði í sínum síðasta landsleik og lyfti Íslandsbikarnum með Val. 3-1 í úrslitaeinvíginu. Stemmingin í kringum Selfyssinga var rafmögnuð og fór bæjarfélagið á hliðina í fögn- uði eftir að hafa tryggt sér titilinn. Í bikarnum tókst FH að vinna titil á kveðjutímabili Halldórs Jóhanns Sig- fússonar með liðið með því að leggja Val 27-24 í úrslitaleiknum. Kvennamegin voru tvö lið í sér- f lokki þar sem Valsliðinu tókst að binda enda á sigurgöngu Fram- kvenna í öllum keppnum. Vals- konur settu tóninn með því að vinna fjögurra marka sigur á Fram í úrslitum bikarsins í febrúar og landa deildarmeistaratitlinum í næstsíðustu umferð Olís-deildar- innar. Íslandsmeistaratitillinn var því síðasta gulrót Framkvenna eftir að hafa unnið hann síðustu tvö ár en Framarar áttu engin svör við öflugum leik Valskvenna sem unnu einvígið 3-0 og urðu því handhafar allra stærstu titlanna. Kvennalandsliðið var einum leik frá því að komast á stórmót í hand- bolta á ný en Spánverjar sem reynd- ust taka silfrið á HM gerðu út um einvígið í fyrri leik liðanna. Undan- keppni Evrópumótsins hófst ekki nægilega vel en eftir niðurlægingu í Króatíu léku Stelpurnar okkar betur gegn Frökkum en eru stigalausar að tveimur umferðum loknum. Ungt lið karlalandsliðsins fór í milliriðlana á HM og lenti í 11. sæti á mótinu þrátt fyrir talsvert af skakkaföllum á meðan á mótinu stóð. Brösuglega gekk að komast á Evrópumótið í handbolta en örugg- ur sigur á Tyrklandi færði liðinu far- miða til Svíþjóðar í næsta mánuði með ungt og efnilegt lið sem er reynslunni ríkara. Titlarnir fóru á Hlíðarenda Eftir kaf laskipt gengi í deildar- keppninni og í bikarnum tókst KR að safna kröftum og landa sjötta meistaratitlinum í röð í Domino’s- deild karla. Bikar- og deildarmeist- aratitlarnir fóru í Garðabæ en í úrslitum Íslandsmótsins mættust tvö sigursælustu lið karlakörfunnar en reynsla KR skildi liðin að í odda- leik í Vesturbænum og færði KR 18. meistaratitilinn í sögu félagsins. Í kvennaflokki átti ekkert lið roð í Valsliðið eftir komu Helenu Sverris- dóttur sem gjörbreytti landslagi deildarinnar. Fram að því var Valur með eitt af bestu liðum deildarinnar en með innkomu Helenu var Vals- liðið í sérflokki. Þær unnu Íslands-, bikar- og deildarmeistaratitilinn og töpuðu aðeins tveimur leikjum eftir komu Helenu. Þetta voru fyrstu titl- ar Valsliðsins í kvennakörfubolta. Kvennalandsliðið tapaði báðum leikjum liðsins í undankeppni EM í vetur en vann fjóra leiki af fimm á Smáþjóðaleikunum. Karlalandsliðið féll úr leik í undankeppni EuroBasket 2021 með stórtapi í Sviss og hefur leik í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta árs. Guðmundur braut ísinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann sinn fyrsta Íslandsmeistara- titil í höggleik og kórónaði með því frábært ár þar sem hann öðlaðist þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Haraldur Franklín Magnús mun einnig keppa á móta- röðinni og þá komst metfjöldi íslenskra kylfinga á lokastig úrtöku- mótsins fyrir Evrópumótaröðina. Guðrún Brá Björgvinsdóttir varði Íslandsmeistaratitil sinn í höggleik í Grafarholtinu en á atvinnumanna- mótaröðunum komst Valdís Þóra Jónsdóttir nálægt því að vinna mót á Evrópumótaröðinni þegar hún leiddi þegar mótið var hálfnað í Ástralíu. Íslandsmet féllu Anton Sveinn McKee var í Íslands- metaham á EM í 25 metra laug í Glasgow þegar hann bætti sjö Íslandsmet í átta sundum og komst í úrslit í 50 metra, 100 metra og 200 metra bringusundi. Í frjálsum féllu fjölmörg Íslands- met og ber hæst Íslandsmet Hilmars Arnar Jónssonar í sleggjukasti sem vann Austurdeildina í bandarísku íþróttaháskólalífi. Hann er í 41. sæti á heimslistanum og stefnir á Ólympíuleikana næsta sumar. Í kvennaf lokki bætti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir Íslandsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi ásamt því að vera hluti af sveit Íslands sem bætti metið í 4x200 metra boð- hlaupi. Guðbjörg lenti í fjórða sæti á EM U20 í 200 metra hlaupinu. Evrópumeistaratitill, heims- meistaratitlar og heimsmet Arnar Davíð Jónsson varð Evrópu- meistari í keilu þegar hann bar sigur úr býtum á Evrópumóta- röðinni og fylgdi því eftir með því að lenda í öðru sæti á lokamóti heimsmótaraðarinnar þar sem hann var tveimur keilum frá því að landa titlinum. Þá var hann kosinn keiluspilari Evrópu. Jóhann Rúnar Skúlason fór á kostum á HM íslenska hestsins. Hann vann sjöunda heims- meistaratitilinn í tölti ásamt því að vinna fjórgangskeppnina og í samanlögðum fjórgangsgreinum. Hann fór því frá Berlín sem þre- faldur heimsmeistari. Þá vann Júlían J.K. Jóhannsson til bronsverðlauna í samanlögðu í +120 kílóa f lokki á HM í kraft- lyftingum. Þar bætti Júlían eigið heimsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 405,5 kílóum. Fyrr á árinu kom Júlían heim með silfur- verðlaunin af Evrópumótinu. kristinnpall@frettabladid.is INNLENDUR ÍÞRÓTTAANNÁLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.