Fréttablaðið - 27.12.2019, Side 10

Fréttablaðið - 27.12.2019, Side 10
2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Valskonur í ham Gleðin var hvað mest á Valsheimil- inu þetta árið þegar Valskonum tókst, fyrstu íslenskra liða, að verða handhafi Íslandsmeistaratitilsins í öllum þremur boltagreinunum (fótbolta, körfubolta og handbolta) ásamt því að verða deildar- og bik- armeistari í handbolta. Kvennalið Vals í knattspyrnu þurfti að horfa á eftir bikarmeistaratitlinum til Selfyssinga sem unnu fyrsta stóra titilinn í sögu knattspyrnudeildar Selfoss og fylgdu því eftir með því að ná besta árangri í sögu félagsins í efstu deild þegar Selfoss lenti í 3. sæti. Það reyndist annar titill ársins á Selfossi á eftir Íslandsmeistaratitl- inum sem karlalið Selfyssinga vann í handbolta. Stuðið var hjá KR og Víkingi Í karlaf lokki var það lið KR sem stóð upp úr í Pepsi Max-deild karla þetta sumarið og vann fyrsta titil sinn í sex ár. KR-liðið sem var sagt of gamalt fyrir tímabilið náði góðu forskoti á Blika um mitt mót. Það var ekkert kæruleysi að sjá hjá KR sem gaf einfaldlega í og jafnaði stigametið í efstu deild. Í bikarnum tókst Víkingum að binda enda á 28 ára bið eftir öðrum af tveimur stóru titlunum með 1-0 sigri á FH í bik- arúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Víkingar voru lengi af stað í upphafi sumars en léku frábærlega stærstan hluta tímabilsins sem tryggði þeim Evrópusæti á næsta ári. Í kvennaflokki var það snemma ljóst að það yrði tveggja hesta kapphlaup um meistaratitilinn og stungu Valur og Breiðablik hin liðin snemma af. Eftir jafntefli í fyrri leik liðanna var leikur þeirra á Kópa- vogsvelli í næstsíðustu umferðinni hreinn úrslitaleikur. Blikar urðu að vinna leikinn til að komast upp fyrir Val en Valskonum tókst að fara frá Kópavogsvelli með stig í pokanum. Keflvíkingar sem voru fallnir fyrir lokaumferðina veittu Valsliðinu góða mótspyrnu í lokaumferðinni en Valsliðinu tókst að standast sein- búið áhlaup og landa meistaratitlin- um. Í bikarnum fór hin margreynda Hólmfríður Magnúsdóttir fyrir liði Selfoss gegn gömlu félögum sínum þegar Selfoss vann 2-1 sigur gegn KR í úrslitaleiknum. KR komst yfir snemma leiks en Selfyssingum tókst að jafna og skora síðar sigurmarkið í framlengingu. Kvennalandsliðið hóf undan- keppni EM 2021 með fullt hús stiga eftir sigra á Ungverjalandi, Slóv- akíu og Lettlandi og náði góðum úrslitum í æfingaleikjum ef litið er fram hjá leiknum gegn Frakklandi í haust. Stelpurnar okkar horfðu á eftir goðsögninni Margréti Láru Viðarsdóttur sem lagði skóna á hill- una í haust. Karlalandsliðið náði ekki að tryggja sér beinan þátttökurétt á Evrópumótinu næsta sumar þar sem tap í Albaníu reyndist Íslandi dýrkeypt. Það þarf því að fara í gegnum umspilið þar sem Strákarn- ir okkar mæta Rúmeníu á Laugar- dalsvelli í mars. Langþráður titill á Selfoss Selfyssingar náðu að landa þeim stóra þegar Selfoss vann fyrsta Íslands- meistaratitilinn í sögu félagsins í handbolta með því að leggja Hauka Gleði á Selfossi og í Valsheimilinu Valskonur náðu mögnuðu afreki í ár þegar allir þrír Íslandsmeistaratitlarnir í boltagreinunum, hand-, fót- og körfubolta, fóru á Hlíðar- enda á sama ári. Selfoss vann fyrstu stóru titlana í sögu félagsins. Íslandsmet féllu og Íslendingar fóru mikinn á stórmótum erlendis. Bikarar fóru í tonnavís á Hlíðarenda þar sem konurnar komu, sáu og sigruðu í boltagreinunum þremur. Selfoss fagnaði sínum fyrsta stóra titli í fótboltanum þegar kvennaliðið varð bikarmeistari. Júlían J.K. Jóhannsson vann til bronsverðlauna í samanlögðu í +120 kg flokki á HM og bætti heimsmet. Arnar Davíð Jónsson varð Evrópu- meistari í keilu. Hér á leiðinni í fellu. Margrét Lára Viðarsdóttir lagði skóna á hilluna eftir glæstan feril. Margrét Lára skoraði í sínum síðasta landsleik og lyfti Íslandsbikarnum með Val. 3-1 í úrslitaeinvíginu. Stemmingin í kringum Selfyssinga var rafmögnuð og fór bæjarfélagið á hliðina í fögn- uði eftir að hafa tryggt sér titilinn. Í bikarnum tókst FH að vinna titil á kveðjutímabili Halldórs Jóhanns Sig- fússonar með liðið með því að leggja Val 27-24 í úrslitaleiknum. Kvennamegin voru tvö lið í sér- f lokki þar sem Valsliðinu tókst að binda enda á sigurgöngu Fram- kvenna í öllum keppnum. Vals- konur settu tóninn með því að vinna fjögurra marka sigur á Fram í úrslitum bikarsins í febrúar og landa deildarmeistaratitlinum í næstsíðustu umferð Olís-deildar- innar. Íslandsmeistaratitillinn var því síðasta gulrót Framkvenna eftir að hafa unnið hann síðustu tvö ár en Framarar áttu engin svör við öflugum leik Valskvenna sem unnu einvígið 3-0 og urðu því handhafar allra stærstu titlanna. Kvennalandsliðið var einum leik frá því að komast á stórmót í hand- bolta á ný en Spánverjar sem reynd- ust taka silfrið á HM gerðu út um einvígið í fyrri leik liðanna. Undan- keppni Evrópumótsins hófst ekki nægilega vel en eftir niðurlægingu í Króatíu léku Stelpurnar okkar betur gegn Frökkum en eru stigalausar að tveimur umferðum loknum. Ungt lið karlalandsliðsins fór í milliriðlana á HM og lenti í 11. sæti á mótinu þrátt fyrir talsvert af skakkaföllum á meðan á mótinu stóð. Brösuglega gekk að komast á Evrópumótið í handbolta en örugg- ur sigur á Tyrklandi færði liðinu far- miða til Svíþjóðar í næsta mánuði með ungt og efnilegt lið sem er reynslunni ríkara. Titlarnir fóru á Hlíðarenda Eftir kaf laskipt gengi í deildar- keppninni og í bikarnum tókst KR að safna kröftum og landa sjötta meistaratitlinum í röð í Domino’s- deild karla. Bikar- og deildarmeist- aratitlarnir fóru í Garðabæ en í úrslitum Íslandsmótsins mættust tvö sigursælustu lið karlakörfunnar en reynsla KR skildi liðin að í odda- leik í Vesturbænum og færði KR 18. meistaratitilinn í sögu félagsins. Í kvennaflokki átti ekkert lið roð í Valsliðið eftir komu Helenu Sverris- dóttur sem gjörbreytti landslagi deildarinnar. Fram að því var Valur með eitt af bestu liðum deildarinnar en með innkomu Helenu var Vals- liðið í sérflokki. Þær unnu Íslands-, bikar- og deildarmeistaratitilinn og töpuðu aðeins tveimur leikjum eftir komu Helenu. Þetta voru fyrstu titl- ar Valsliðsins í kvennakörfubolta. Kvennalandsliðið tapaði báðum leikjum liðsins í undankeppni EM í vetur en vann fjóra leiki af fimm á Smáþjóðaleikunum. Karlalandsliðið féll úr leik í undankeppni EuroBasket 2021 með stórtapi í Sviss og hefur leik í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta árs. Guðmundur braut ísinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann sinn fyrsta Íslandsmeistara- titil í höggleik og kórónaði með því frábært ár þar sem hann öðlaðist þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Haraldur Franklín Magnús mun einnig keppa á móta- röðinni og þá komst metfjöldi íslenskra kylfinga á lokastig úrtöku- mótsins fyrir Evrópumótaröðina. Guðrún Brá Björgvinsdóttir varði Íslandsmeistaratitil sinn í höggleik í Grafarholtinu en á atvinnumanna- mótaröðunum komst Valdís Þóra Jónsdóttir nálægt því að vinna mót á Evrópumótaröðinni þegar hún leiddi þegar mótið var hálfnað í Ástralíu. Íslandsmet féllu Anton Sveinn McKee var í Íslands- metaham á EM í 25 metra laug í Glasgow þegar hann bætti sjö Íslandsmet í átta sundum og komst í úrslit í 50 metra, 100 metra og 200 metra bringusundi. Í frjálsum féllu fjölmörg Íslands- met og ber hæst Íslandsmet Hilmars Arnar Jónssonar í sleggjukasti sem vann Austurdeildina í bandarísku íþróttaháskólalífi. Hann er í 41. sæti á heimslistanum og stefnir á Ólympíuleikana næsta sumar. Í kvennaf lokki bætti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir Íslandsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi ásamt því að vera hluti af sveit Íslands sem bætti metið í 4x200 metra boð- hlaupi. Guðbjörg lenti í fjórða sæti á EM U20 í 200 metra hlaupinu. Evrópumeistaratitill, heims- meistaratitlar og heimsmet Arnar Davíð Jónsson varð Evrópu- meistari í keilu þegar hann bar sigur úr býtum á Evrópumóta- röðinni og fylgdi því eftir með því að lenda í öðru sæti á lokamóti heimsmótaraðarinnar þar sem hann var tveimur keilum frá því að landa titlinum. Þá var hann kosinn keiluspilari Evrópu. Jóhann Rúnar Skúlason fór á kostum á HM íslenska hestsins. Hann vann sjöunda heims- meistaratitilinn í tölti ásamt því að vinna fjórgangskeppnina og í samanlögðum fjórgangsgreinum. Hann fór því frá Berlín sem þre- faldur heimsmeistari. Þá vann Júlían J.K. Jóhannsson til bronsverðlauna í samanlögðu í +120 kílóa f lokki á HM í kraft- lyftingum. Þar bætti Júlían eigið heimsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 405,5 kílóum. Fyrr á árinu kom Júlían heim með silfur- verðlaunin af Evrópumótinu. kristinnpall@frettabladid.is INNLENDUR ÍÞRÓTTAANNÁLL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.