Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 41
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir skráninguna erlendis hjálpa í viðræðum við fyrirtæki um mögulega sameiningu við Marel. Horft sé til þess að kaupa fjölskyldufyrirtæki sem velta 20-200 milljónum evra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI spurninga sem bætast við þær góðu spurningar sem við fáum frá íslenskum hluthöfum.“ Hvernig spurninga spyrja erlendu hluthafarnir? „Erlendir hluthafar okkar þekkja vel til í Ameríku, Kína og á f leiri svæðum því þeir hafa fjárfest beint í fyrirtækjum víða um heim. Til samanburðar kaupa íslenskir lífeyr- issjóðir almennt í erlendum fyrir- tækjum í gegnum sjóði. Erlendu hluthafarnir hafa því puttann á púlsinum á mörgum fyrirtækjum sem glíma við svipaðar áskoranir og tækifæri og Marel. Þeir spyrja gjarnan hvernig hlut- irnir eru gerðir fremur en hvað er gert. Væri möguleiki á að leysa verkið með öðrum hætti og vísa þá gjarnan í önnur fyrirtæki? Af hverju vex þessi vörulína ekki hraðar í ljósi eftirspurnar frá viðskiptavinum? Spurningar eru á þessum nótum, hvernig við erum að gera hlutina, í stað þess að einblína á rekstrartölur eða hvað við erum að gera. Um er að ræða umsvifamikla fjár- festa sem hafa burði til að gera eigin skoðanakannanir á meðal okkar viðskiptavina. Þeir hafa mikla inn- sýn í rekstur og miðla þekkingunni til okkar sem styrkir okkur enn frekar.“ Áttir þú von á mikilli og stöðugri eftirspurn eftir hlutabréfunum við skráningu í Amsterdam? „Já, við áttum von á miklum áhuga. Við gáfum okkur góðan tíma til að undirbúa skráninguna og höfðum hitt fjölda fjárfesta í því skyni að kynna fyrirtækið. Auk þess höfðu margir fjárfestar beðið okkur um að skrá Marel í erlenda kauphöll. Það eru nefnilega færri langtímafjárfestar í hlutabréfum en við höldum sem hafa heimildir, samkvæmt fjárfestingarstefnu, til að kaupa íslenskar krónur. Það er ekki hægt að eignast íslensk hluta- bréf án þess að kaupa fyrst krónur. Fæstir alþjóðlegir hlutabréfa- sjóðir hugsa sem svo að þeir ætli að kaupa hlutabréf á Íslandi, í Dan- mörku eða Hollandi og velja svo fyrirtækið. Þeir greina fjölda fyrir- tækja víða um heim og ákveða eftir þá vinnu að fjárfesta í einstaka fyrirtækjum. Í aðdraganda skráningar á mark- að í Hollandi reyndust BlackRock, stærsta fjárfestingarfélag í heimi, og sjóður á vegum svissneska bankans Credit Suisse okkur vel. Hluthaf- arnir tveir skráðu sig fyrir hluta af útboðinu áður en verðið á gengi bréfanna var ljóst. Það skipti veru- legu máli því fjármálaheimurinn veit hve vel þeir kafa ofan í fjárfest- ingar áður en tekin er ákvörðun.“ Hafa greinendur og erlendir hlut- hafar ekki hvatt ykkur til að ráðast í stærri yfirtökur? „Auðvitað fáum við slíkar spurn- ingar. Tækifærin á markaðnum eru augljós, það verður meiri sam- þjöppun. Við svörum ávallt að það verði að vera jafnvægi á milli þess að sýna aga í yfirtökum og koma fjár- magni í vinnu. Við munum ekki kaupa fyrirtæki nema það hafi í för með sér að Marel geti boðið viðskiptavinum betri lausnir og að fyrirtækið og Marel hafi sameiginlega sýn og gildi. Þær yfirtökur sem Marel hefur farið í hafa knúið enn frekari innri vöxt því þær hafa bætt lausnaframboð Marels.“ Hefur þú fengið freistandi tilboð í Marel? „Það hafa oft verið málaleitanir í þá veru en þær hafa aldrei farið það langt að við yrðum að bera til- boðið undir hluthafa. Ástæðan er sú að við töldum að virði félagsins væri mun meira. Þegar bréfin voru einungis skráð á Íslandi má segja að markaðsgengið endurspeglaði ekki raunvirðið. Ef það kæmi yfirtöku- tilboð núna, þegar Marel er skráð á virkan hlutabréfamarkað, yrðum við að líta svo á að verðmyndun bréfanna væri eins sanngjörn og kostur er og fara með það í opið ferli. Vaxtarmarkmið Marels eru metn- aðarfull og því stendur hugur okkar til áframhaldandi virðissköpunar. Ég starfaði sem f járfestir og stjórnarmaður áður en ég tók við daglegri stjórn Marels sem for- stjóri. Ég tel að ég geti hugsað sem hluthafi og hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Okkur er umhugað um jafna stöðu hluthafa sem sést vel í því að ekki kom annað til greina en að sami flokkur hlutabréfa væri skráður í Amsterdam og á Íslandi og við höfum ávallt lagt okkur fram um að halda öllum hluthöfum vel upplýstum.“ Árni Oddur og faðir hans Þórður Magnússon eru stórir hluthafar í Marel fyrir tilstilli eignarhlutar í Eyri Invest, stærsta hluthafa fyrir- tækisins. Margir óttast að það verði erfitt að koma á fót „nýju Marel“, öðru stóru þekkingarfyrirtæki á Íslandi. Hvernig horfir það við þér? „Á Íslandi eru margir sprotar með góðar hugmyndir og sumir hverjir hafa þróað góða vöru. Ég er bjart- sýnni á framvindu nýsköpunar hérlendis nú en fyrir fáeinum árum. Frumkvöðlar verða að bera gæfu til að leyfa öflugri rekstrarmönnum að stýra fyrirtækinu þegar það er komið á rekspöl. Þá þurfa þeir að vera opnir fyrir því að rekstrar- einingin taki breytingum svo hún geti náð enn meiri árangri, til dæmis með yfirtökum eða sameiningum. Oft eru sprotarnir betur settir sem hluti af stærri heild, en einnig er hægt að vaxa með yfirtökum skref fyrir skref. Allt frá fyrstu yfirtökunni árið 1997 hafa starfsmenn Marels lært mikið af starfsmönnum og starf- semi þeirra fyrirtækja sem voru yfirtekin enda höfðu þau yfirleitt starfað lengur í alþjóðlegum við- skiptum. Á yfirtökunni á Stork árið 2008 lærðum við hvernig eigi að reka víðtækt alþjóðlegt sölu- og þjónustunet. Sá lærdómur endur- speglast í að þjónustu- og varahluta- sala hefur vaxið úr 10 prósentum 2005 í 37 prósent núna.“ Vær i hlutabréfamarkaður inn reiðubúinn til að styðja við slíka vegferð núna? „Marel hafði 45 starfsmenn og 6 milljónir evra í tekjur þegar það var skráð á hlutabréfamarkað árið 1992. Það dytti engum í hug að skrá svo lítið fyrirtæki á markað núna. Það eru ótal einkafjárfestar sem geta stutt við bakið á félögum af þeirri stærð. Það er auk þess æskilegt að laða að erlenda fjárfesta með þekk- ingu á nýsköpun og sölu- og mark- aðsmálum.“ Árni Oddur segir að Marel hafi styrkt Alþjóðaskólann fyrir skemmstu. Það hafi verið gert til að styðja við nýsköpun hérlendis. „Marel hefur hug á að fá erlenda sér- fræðinga til landsins sem alla jafna eiga fjölskyldu. Þrándur í götu hefur verið að hér er ekki rekið alþjóðlegt skólakerfi og því vandkvæðum bundið að flytja erlenda fjölskyldu til Íslands. Stuðningur við skólann er þó fyrst og fremst til að hinir ýmsu sprotar sem eru að vaxa hér geti laðað að erlenda sérfræðinga til starfa. Það kom okkur á óvart að við vorum fyrsta fyrirtækið til að styrkja Alþjóðaskólann, þótt hann hafi verið starfræktur í tíu ár. Við verðum að hlúa að innviðum sam- félagsins ef sprotarnir eiga að geta að komist á næsta þrep.“ Hver hefur verið lykillinn að árangri í viðskiptum hjá þér? „Ástríða fyrir viðfangsefninu hverju sinni. Með ástríðunni fæst skýr sýn á hvert eigi að stefna. Mik- ilvægt er að geta hverju sinni skoðað sjálfan sig, teymið, fyrirtækið og atvinnugreinina utan frá og meta blákalt styrkleika og veikleika og hvernig sé hægt að styrkja stoðirnar. Með aldrinum lærist að hlusta betur á aðra og treysta samstarfsfólki fyrir verkefnum. Það allra mikilvægasta er að hafa sterkt teymi sem samsett er af einstaklingum með mismun- andi bakgrunn en sameiginlega sýn. Það er alveg ótrúlegur mannauður hér í Marel sem sífellt kemur manni á óvart með hugmyndaauðgi og áræðni. Það er nauðsynlegt að sýna hug- rekki og taka af skarið. Ég segi oft við samstarfsfólk mitt að það séu þrjár leiðir til Rómar. Það versta sem hægt er að gera er að ræða of lengi um leiðirnar og jafnvel enda á því að velja einhvern milliveg eða fjórðu leiðina sem er illgreiðfær. Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að við feðgarnir fjárfestum í Marel árið 2004 var að við sáum að starfsmenn fyrirtækis- ins voru að gera frábæra hluti og þörf væri fyrir lausnir fyrirtækisins en það þurfti að skerpa á áherslum í rekstrinum.“ Hvaða mistök eru margir að gera í viðskiptum? „Að viðurkenna ekki að við gerum öll mistök, smá og stór, og hanga því eins og hundur á roði á ákvörðunum sem augljóst er að voru rangar. Það þarf að vinda ofan af þeim ákvörðunum. Að þessu sögðu þarf að sýna staðfestu og fylgja málum eftir en þegar mistök hafa verið gerð þarf að viðurkenna þau og læra af þeim. Það má heldur ekki líta fram hjá því að jafnvel þótt eitthvað hafi gengið upp áður þá breytast aðstæð- ur og það þarf að bregðast við þeim.“ Hvernig er hefðbundinn dagur hjá þér? „Hann er ýmist í ökkla eða eyra. Það eru langir dagar með fundar- setum eða ég gef mér tíma til að vera í næði og hugsa. Ég er smá intróvert í grunninn eins og margir forstjórar og líkar ágætlega við að fá að vera einn annað slagið og hugsa. Ég er ekki viss um að ég sýni öðrum þá hlið mikið. Það er mikilvægt að setja slíka daga skipulega inn í dag- skrána, þar sem dagskráin er skipu- lögð marga mánuði fram í tímann hér í Marel. Fundarseturnar eru tvenns konar. Það eru annaðhvort langir fundir með framkvæmdastjórninni þar sem mörg mál eru tekin fyrir eða fjöldi sprettfunda yfir daginn, þar sem hver og einn er hálftími til 45 mínútur með korters hléi á milli funda. Þeir eru oft átta til tíu á dag.“ Ef þú værir ekki í þessu starfi, hvað værir þú að gera? „Ég á erfitt með að sjá mig í öðru en í alþjóðlegri samvinnu. Það er gaman að finna hvernig þjóðar- púlsinn um víða veröld slær.“ Ertu með þumalputtareglu til að halda konu og börnum hamingju- sömum samhliða löngum vinnu- dögum og miklum ferðalögum vegna vinnu? „Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en ég reyni eftir fremsta megni að ná jafnvægi á milli fjölskyldulífs og starfs. Það er mikil- vægt að vera til staðar þegar maður er heima og það heyrir til algjörrar undantekningar þegar ég er hér á landi að ég vinni á kvöldin eða um helgar. Þá legg ég mig fram um að truf la ekki samstarfsfólk utan hefðbundins vinnutíma. Aftur á móti, þegar ég er erlendis, þá eru vinnudagarnir langir. Ég skipulegg til dæmis ferðalög þannig að ég fer út á mánudegi og heim á föstudegi og er því ávallt heima með fjölskyld- unni um helgar. Ég hef haft það sem reglu að ferðast ekki vegna vinnu á sumrin né í desember og við fjöl- skyldan skipuleggjum góð frí þar inn á milli. Það skiptir okkur máli að vera saman í aðdraganda jólanna og sinna undirbúningnum saman, ég hlakka til að taka mér gott frí yfir hátíðarnar í faðmi fjölskyldu og vina. Tollastríð á milli Bandaríkjanna og Kína og órói í alþjóðastjórn- málum hefur dregið úr viðskiptum á alþjóðavísu. Er farið að hilla undir bjartari tíma í sölu nýrra verksmiðja hjá Marel? „Það er allt annar tónn í okkar viðskiptavinum. Þegar óvissa er mikil, eins og vegna Brexit, aukinna tolla og annarra viðskiptahindrana, draga fyrirtæki og fjárfestar úr fjár- festingum. Svínaflensa geisar í Asíu sem gerir það að verkum að mikil þörf hefur verið á að reisa kjúklingaverksmiðj- ur í heimsálfunni til að mæta ójafn- væginu sem myndaðist þegar ekki var hægt að bjóða upp á svínakjöt í sama mæli og áður. Fram undan er einnig heildarendurskipulagning á framleiðslu á svínakjöti í álfunni og ætlum við okkur stóra hluti þar. Unnið er að samningum á milli bandarískra og kínverskra stjórn- valda, og vonandi mun myndin taka að skýrast varðandi útgöngu Bret- lands úr Evrópusambandinu. Það mun auka fjárfestingar í heiminum. Að því sögðu verðum við að muna eftir því að heimurinn er mun stærri en Evrópa. Í Bretlandi búa 66 millj- ónir manna en um 100 milljónir virkra neytenda bætast við á hverju ári. Fjölgunin á sér einkum stað í Asíu þar sem miklir fólksflutningar úr sveit í borg eiga sér stað og í kjöl- farið eykst einnig eftirspurn eftir matvælum. Krafan um örugg, holl og hag- kvæm matvæli sem eru framleidd á sjálf bæran hátt verður aðeins háværari með hverjum degi. Sam- hliða þessari gríðarlegu fólks- fjölgun og fjölgun neytenda, er það óhjákvæmilegt að við nýtum nýja tækni, hugvit og nýsköpun til þess að mæta eftirspurninni og kröfunni um að nýta auðlindir jarðar á skyn- samlegan hátt. Starfsmenn Marels eru sameinaðir undir skýrri sýn og vinna af mikilli ástríðu og metnaði við að hanna, framleiða, selja og þjónusta lausnir sem umbylta því hvernig matvæli eru unnin með sjálf bærni, hagkvæmni og rekjan- leika að leiðarljósi. Þannig, með litlum sem stórum framförum í þessari mikilvægu virðiskeðju, getum við haft gríðarlega stór áhrif til hagsbóta fyrir samfélagið.“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, afhenti Árna viðurkenningu dómnefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Það versta sem hægt er að gera er að ræða of lengi um leiðirnar og jafnvel enda á því að velja einhvern milliveg. Það eru litlu sigr- arnir sem eiga sér stað dag hvern sem skipta öllu máli. MARKAÐURINN 11F Ö S T U D A G U R 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.