Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 0 1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 allt að afsláttur 86% LÖGREGLUMÁL Á árinu sem er að líða hefur verið lagt hald á mun meira magn sterkra f íkniefna en á síðustu árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var lagt hald á 54 kíló af amfetamíni en lög- regla lagði hald á tæp fimm kíló af amfetamíni allt árið 2018 og 13,5 kíló árið 2017. Haldlagt magn kókaíns á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var 35 kíló sem er tæplega tvöfalt meira en allt síðasta ár þegar lögreglan lagði hald á 18,5 kíló af efninu. Innf lutningur á amfetamíni hefur rokkað mjög upp og niður á undanförnum áratug en skýr breyt- ing varð á haldlögðu kókaíni árið 2017. Á árunum 2008 til 2016 var haldlagt magn kókaíns ávallt undir 10 kílóum á ári. Árið 2017 hækkaði talan um meira en helming milli ára og fór í tæp 27 kíló. Sem fyrr segir var lagt hald á rúmlega 18,5 kíló í fyrra og strax á fyrstu tíu mánuðum yfirstandandi árs hefur magnið tvö- faldast og farið yfir 35 kíló. Samkvæmt mati Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ætlað verð þess amfetamíns og kókaíns sem haldlagt hefur verið á árinu rúm- lega 650 milljónir króna. Upplýsingar um magn haldlagðra fíkniefna sem Fréttablaðið af laði hjá Ríkislögreglustjóra ná eingöngu til 31. október 2019. Töluvert magn sterkra fíkniefna hafur verið hald- lagt hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nóvember og desember og magn þess efnis er ekki inni í áðurnefnd- um upplýsingum. – aá Lögreglan haldlagt mun meira af sterkum fíkniefnum á árinu Lögreglan lagði hald á mun meira af sterkum fíkniefnum á fyrstu 10 mánuðum ársins en allt árið í fyrra. 54 kíló af amfetamíni og 35 af kókaíni. Áætlað götuverðmæti efnanna er rúmlega 650 milljónir króna. Þá hefur verið lagt hald á töluvert magn af sterkum fíkniefnum á Suðurnesjum í nóvember og desember. Eftir kjötát og afslöppun jólanna er tilvalið að skella sér í brekkurnar og ná púlsinum aðeins upp. Í gær voru fyrirtaks aðstæður til sleða- og skíðaiðkunar við Jafnasel í Breiðholtinu þó að sólin væri stutt á lofti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins kom á staðinn voru krakkarnir brosandi út að eyrum og rjóðir í kinnum. Einnig þeir eldri eins og glöggt má sjá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lagt var hald á 35 kíló af kókaíni fyrstu tíu mánuði ársins. VIÐSKIPTI Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Mark- aðarins. Félagið lauk vel heppnaðri skráningu í kauphöllina í Amster- dam, erlent eignarhald hefur marg- faldast á tveimur árum og hluta- bréfaverð hækkað um 70 prósent. Árni Oddur segir að nú þegar dregið hefur úr óvissu í alþjóðamálum sé betri tónn í viðskipta- vinum og fyrirtækið ætli sér stóra hluti í Asíu. „Fram undan er heild- arendurskipulagning á framleiðslu á svínakjöti í álf- unni og ætlum við okkur stóra hluti þar. “ Sjá Markaðinn Árni Oddur viðskiptamaður ársins 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.