Fréttablaðið - 27.12.2019, Síða 1

Fréttablaðið - 27.12.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 0 1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 allt að afsláttur 86% LÖGREGLUMÁL Á árinu sem er að líða hefur verið lagt hald á mun meira magn sterkra f íkniefna en á síðustu árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var lagt hald á 54 kíló af amfetamíni en lög- regla lagði hald á tæp fimm kíló af amfetamíni allt árið 2018 og 13,5 kíló árið 2017. Haldlagt magn kókaíns á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var 35 kíló sem er tæplega tvöfalt meira en allt síðasta ár þegar lögreglan lagði hald á 18,5 kíló af efninu. Innf lutningur á amfetamíni hefur rokkað mjög upp og niður á undanförnum áratug en skýr breyt- ing varð á haldlögðu kókaíni árið 2017. Á árunum 2008 til 2016 var haldlagt magn kókaíns ávallt undir 10 kílóum á ári. Árið 2017 hækkaði talan um meira en helming milli ára og fór í tæp 27 kíló. Sem fyrr segir var lagt hald á rúmlega 18,5 kíló í fyrra og strax á fyrstu tíu mánuðum yfirstandandi árs hefur magnið tvö- faldast og farið yfir 35 kíló. Samkvæmt mati Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ætlað verð þess amfetamíns og kókaíns sem haldlagt hefur verið á árinu rúm- lega 650 milljónir króna. Upplýsingar um magn haldlagðra fíkniefna sem Fréttablaðið af laði hjá Ríkislögreglustjóra ná eingöngu til 31. október 2019. Töluvert magn sterkra fíkniefna hafur verið hald- lagt hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nóvember og desember og magn þess efnis er ekki inni í áðurnefnd- um upplýsingum. – aá Lögreglan haldlagt mun meira af sterkum fíkniefnum á árinu Lögreglan lagði hald á mun meira af sterkum fíkniefnum á fyrstu 10 mánuðum ársins en allt árið í fyrra. 54 kíló af amfetamíni og 35 af kókaíni. Áætlað götuverðmæti efnanna er rúmlega 650 milljónir króna. Þá hefur verið lagt hald á töluvert magn af sterkum fíkniefnum á Suðurnesjum í nóvember og desember. Eftir kjötát og afslöppun jólanna er tilvalið að skella sér í brekkurnar og ná púlsinum aðeins upp. Í gær voru fyrirtaks aðstæður til sleða- og skíðaiðkunar við Jafnasel í Breiðholtinu þó að sólin væri stutt á lofti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins kom á staðinn voru krakkarnir brosandi út að eyrum og rjóðir í kinnum. Einnig þeir eldri eins og glöggt má sjá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lagt var hald á 35 kíló af kókaíni fyrstu tíu mánuði ársins. VIÐSKIPTI Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Mark- aðarins. Félagið lauk vel heppnaðri skráningu í kauphöllina í Amster- dam, erlent eignarhald hefur marg- faldast á tveimur árum og hluta- bréfaverð hækkað um 70 prósent. Árni Oddur segir að nú þegar dregið hefur úr óvissu í alþjóðamálum sé betri tónn í viðskipta- vinum og fyrirtækið ætli sér stóra hluti í Asíu. „Fram undan er heild- arendurskipulagning á framleiðslu á svínakjöti í álf- unni og ætlum við okkur stóra hluti þar. “ Sjá Markaðinn Árni Oddur viðskiptamaður ársins 2019

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.