Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 50
21.12.2019 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Föstudagur 27. desember 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is Endurskoðun | Bókhald | Skattur | Ráðgjöf Reykjavík | Akureyri | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar | Reykjanesbær Gleðileg jól og farsælt komandi ár Árið 2019 verður líklega röngum megin við núllið. Ef hagspár ganga eftir verður niðurstaðan vægur samdráttur í hagkerfinu sem markar lok á einu lengsta samfellda hagvaxtarskeiði sem Íslendingar hafa gengið í gegnum. Þetta var þó ekki alslæmt ár þegar litið er um öxl. Óvissunni á vinnumarkaði var eytt með undirritun lífskjara- samninganna. Það kunna að vera skiptar skoðanir á því hvort atvinnurekendur eða launþegar geti unað betur við niðurstöðuna en hvað sem því líður er tímabil óvissu og sundrungar að baki. Það var nauðsynlegt að ljúka þessum kaf la sem fyrst svo unnt væri að takast á við aðrar áskoranir. Stærsta áskorunin var fall WOW air og áhrif þess á íslenska ferða- þjónustu sem hafði búið við ævintýralegan vöxt um margra ára skeið. Vöxtur af þessari gráðu hafði í för með sér að ferðaþjón- ustufyrirtæki spruttu upp eins og gorkúlur en nú blasir nýr veruleiki við sem mun krefjast hagræðingar og samruna. Grisjun er hins vegar ekki af hinu slæma. Með því að sameina krafta og þekkingu innan ferðaþjónustunnar verður hún burðugri sem atvinnugrein. Þá er vert að hafa í huga að ris og fall WOW air var ekki til einskis. Flugfélagið skildi eftir sig þekkingu á flugrekstri og verðmætan mann- auð sem nýtist til endurreisnar og uppbyggingar á flugsamgöngum til framtíðar. Eftirspurn ferða- manna eftir Íslandsferðum er og verður áfram til staðar. Verkefnið sem fram undan er snýst því um að byggja upp sjálfbært framboð flug- ferða með því að koma framleiðslu- þáttunum sem WOW air skildi eftir sig í not. Farsæl skráning Marels í kaup- höllina í Amsterdam í byrjun sumars var stór áfangi. Hún sýndi hversu langt íslensk nýsköpunar- fyrirtæki geta náð á alþjóðlegum vettvangi með hugviti, framtaks- semi og þrautseigju að vopni. Minni fyrirtæki á borð við Kerecis og ORF Líftækni eru í miklum vaxtarfasa sem glæðir vonir um að Marel og Össur verði ekki eins- dæmi um íslenska risa. Þá sýndu stjórnvöld í verki að þar á bæ sé áhugi á að hlúa betur að nýsköp- unarumhverfinu á Íslandi. Það er auðvelt að gleyma sér í góðærinu. Árið 2019 hefur hins vegar sýnt okkur hversu mikilvægt það er að hlúa að undir- stöðum hagkerfisins. Að byggja upp forða og gæta að skuldastöð- unni. Þrátt fyrir umtalsverð áföll í ferðaþjónustunni er útlit fyrir að niðursveif lan verði frekar mild. Íslenska hagkerfið er vel í stakk búið fyrir nýtt ár og áskoranirnar sem því fylgja. Lærdómurinn Þótt við höfum létt af okkur tugum milljarða af vaxtabyrði er vaxtabyrðin enn alltof þung miðað við láns- hæfi landsins og skuldahlutföll. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Gæðavín frá Ítalíu sköruðu fram úr á vínmarkaðinum sem var heldur daufur á árinu 2019. Verðvísitala Liv-ex fyrir ítölsk gæðavín hækkaði um 4,6 prósent á árinu. Á sama tíma lækkaði almenna vísitalan fyrir gæðavín um 2,5 prósent. „Þó að gæðavín frá Piemonte og Tosc- ana standist samanburð við Burgundy og Bordeaux hvað varðar einkunnagjöf vínsmakkara þá hafa verðin jafnan verið lægri,“ sagði í fréttabréfi Liv-Ex. Á þessu ári hafa ítölsku vínin hins vegar sótt í sig veðrið. „Allt í einu heyrirðu fólk segja „það er mikið virði fólgið í bestu f löskunum frá Ítalíu“,“ sagði sérfræðingur í vínmarkaðinum í sam- tali við Financial Times. Kassi með tólf f löskum af Barolo Riserva Monfortino 2002 sem er ræktað í Piemonte- héraðinu hækkaði mest á árinu. Hækkunin nam um 75 prósentum og fæst nú kassinn á rúmar 1,6 milljónir króna. – þfh Ítölsk gæðavín hækkuðu mest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.