Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 56
Óreiðan á sviðinu endurspeglar óreiðu lífsins, segir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Sigríður Jónsdóttir. LEIKHÚS Engillinn Þorvaldur Þorsteinsson Þjóðleikhúsið Leikstjórn, handrit og leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Eggert Þorleifs- son, Guðrún S. Gísladóttir og Ilmur Kristjánsdóttir Dramatúrg: Gréta Kristín Ómars- dóttir Aðstoðarleikmyndahönnuður: Þórarinn Blöndal Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónlist: Pétur Ben og Elvar Geir Sævarsson Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson og Elvar Geir Sævarsson Sýningarstjórn, umsjón og þátttaka í sýningu: Guðmundur Erlingsson og Tómas Baldursson Listamaðurinn Þorvaldur Þor­ steinsson lést fyrir aldur fram árið 2013 einungis 53 ára. Engillinn er byggður á því höfundarverki sem hann skildi eftir s.s. myndlist, ljóðum, fyrirlestrum, leikritum og ókláruðum bókum. Sýningin var frumsýnd síðastliðna helgi í Kassa Þjóðleikhússins, rými sem er kjörið fyrir verk af þessu tagi, og kassar koma líka við sögu í lok þessa pistils. Hversdagslegi tærleikinn skín úr texta Þorvaldar sem einkennist af orðheppni, endurtekningum og ljóðrænni nálgun á lífið. Mannver­ an er í eðli sínu sjálfhverf og endur­ tekur sig stöðugt, tilveran er byggð á slíkum endurtekningum, minn­ ingum sem manneskjan misman og almennu þvaðri. Við klæðum okkur í alls konar búninga, skröfum um náungann, lendum í áföllum og svo kemur vonandi annar dagur. En hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Textar Þorvaldar eru einlæg rannsókn á manneskjunni frekar en kaldhæðnisleg ábending um tilgangsleysi lífsins. Hér er ekki um að ræða áfellisdóm um sam­ félagið heldur heiðarlega tilraun til að nálgast manneskjuna í öllum sínum mótsagnarkenndu víddum. Óreiðan á sviðinu My ndlistar maður inn og leik­ my n d a hö n nu ð u r i n n Fi n nu r Arnar Arnarson er burðarbiti sýningarinnar; hann smíðar hand­ ritið, hannar leikmyndina og leik­ stýrir. Gréta Kristín Ómarsdóttir er honum til aðstoðar sem drama­ túrg. Þessi marglaga sýning byrjar á klassískum leikslokum þegar byssu­ kúla afgreiðir aðalpersónuna, sem eru þó margar í þessu tilviki. Engill íklæddur reykkafarabúningi kemur til bjargar í af byggðum bruna og fer síðan, en raskar reglulega sýning­ unni með ýmsum uppátækjum. Hér er stöðug togstreita á milli raun­ veruleikans og hins sviðsetta. Bak­ sviðið er í forgrunni og oftar en ekki gerist leikurinn utan sviðs, eins og bergmál úr handanheimi. Óreiðan á sviðinu endurspeglar óreiðu lífsins. Margt gerir Finnur vel en gallana má helst finna í leikstjórnarhlut­ verkinu. Um er að ræða framsetn­ ingu á texta frekar en sprelllifandi Lífsins leiklist og listfengi hversdagsins samskipti á sviði. Fyrsta langa leik­ brot sýningarinnar er langdregið, f latt í framsetningu og einkennist af auðveldum lausnum. Nokkrar aðrar styttingar á handriti hefðu líka verið við hæfi sem og takt­ breytingar í leik. Besta augnablik Atla Leikararnir birtast áhorfendum sem leikverur frekar en persónur, þau kveikja kannski á textanum en f lutningurinn verður stundum svipbrigðalaus, þó að slíkt þjóni húmornum ágætlega. Af og til tekst leikurunum þó að gera örlög leik­ veranna óbærilega mannleg. Sem dæmi má nefna bugun Baldurs Trausta Hreinssonar yf ir yf ir­ fullum kaffibolla í pínlegu samsæti og lipran lögguleik Eggerts Þorleifs­ sonar og Guðrúnar S. Gísladóttur. Sömuleiðis er samsöngurinn bráð­ smellinn og leikhópurinn vinnur ágætlega saman. Arndís Egilsdóttir er nístandi fyndin sem opineygði og aftengdi blaðamaðurinn. Ilmur Kristjánsdóttir stólar sömuleiðis á kímnina og tekst best upp sem eilítið sorglegi skátinn. Atli Rafn Sigurðarson á sitt besta augnablik í f lutningi sínum á frægri framsögu Þorvaldar sem fjallar um afvegaleið­ ingu skapandi hugsunar í skólakerf­ inu. En besta sena sýningarinnar er í lok verksins þegar vægi hins daglega amsturs springur upp úr öllu veldi. Þar smellur hugmyndafræðin og framsetningin skemmtilega saman. Kaótísk hrúga Leikmyndin er búin til úr nytja­ munum, ein kaótísk hrúga, sem hægt er að kaupa af Þjóðleikhúsinu þegar Engillinn f lýgur á brott en allur ágóði af leikmununum mun renna til Kvenfélagasambands Íslands sem ráðstafar fjármununum til góðgerðarmála. Allt er þetta inn­ blásið af verkum Þorvalds, sem og kökubasarinn í hléi og gjörningur­ inn fyrir utan leikhúsið þar sem skattgreiðendum er þakkað fyrir að styðja listir og menningu. Hljóð­ myndin styður sýninguna vel og tón­ list Megasar, sem söng Ósómaljóð Þorvaldar inn á plötu, læðist laglega með. Búningahönnuðurinn Þórunn María Jónsdóttir nýtur sín best í súrrealískari atriðunum og sérstakt hrós fá þeir Guðmundur Erlingsson og Tómas Baldursson sem stjórna herlegheitunum en taka líka þátt. Engillinn er ekki einungis dæmi um áhugaverða úrvinnslu á höfund­ arverki skálds heldur líka mikilvægi þess að sýna og varðveita nýklassík á leiksviði. Alltof oft hafa leikskáld komið fram á sjónarsviðið, jafn­ vel fengið ágætis brautargengi, en síðan fallið í gleymsku. Leikstjór­ inn sjálfur segir frá því í viðtali að höfundarverkið hafi verið geymt í pappakassa sem hann komst yfir og er merki um skort á varðveislu leik­ listarsögu landsins. En vonandi eru bjartari tímar fram undan Engillinn og önnur listaverk Þorvaldar munu örugglega eiga sér langt eftirlíf. Tíminn er búinn. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Merkileg sýning að mörgu leyti en skortir skýrari leikstjórn. Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 27. DESEMBER 2019 Hvað? Söngsveitin Fílharmónía Hvenær? 20.00 Hvar? Langholtskirkja Söngsveitin Fílharmónía heldur sína árlegu jólatónleika. Ein­ söngvari verður Kristinn Sig­ mundsson og með kórnum leika Tómas Guðni Eggertsson á píanó og orgel, og Þórður Högnason á kontrabassa. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson. Efnis­ skráin verður í senn hátíðleg og fjörug; íslensk þjóðlög og sígild jólalög frá ýmsum löndum. Eftir tónleikana verður gestum boðið í jólasamsöng, heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimili kirkjunnar. Söngsveitin fagnar sextíu ára starfsafmæli þennan vetur með metnaðarfullu og fjölbreyttu tónleikahaldi. Jóla­ tónleikar hafa verið fastur liður í starfi kórsins í þrjátíu ár. Miða­ verð er kr 3.900, miðasala á tix.is og við innganginn. Hvað? Hljómsveitin Árstíðir Hvenær? 21.00 Hvar? Fríkirkjan í Reykjavík Að venju verða leikin frumsamin lög af öllum breiðskífum Árstíða í bland við hátíðar­ og jólalög úr ýmsum áttum á árlegum jólatón­ leikum sveitarinnar. Miðaverð er 3.900. Hvað? Útgáfuhóf Hvenær? 17.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Sólveig Thoroddsen, söngkona og hörpuleikari, mun syngja og spila nokkur lög. Með því fagnar hún útgáfu geisladisksins Snotur en á honum syngur hún og leikur á tvenns konar hörpur. Diskur­ inn verður seldur á staðnum. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Hvað? Huglæg heimþrá – Arnar Birgis Hvenær? 16.00 Hvar? Núllið Gallerý, Bankastræti 0 Esjan, lúpínan og fíf larnir. Þannig birtist huglæg heimþrá mynd­ listarmannsins Arnars Birgis sem búsettur er í Den Haag og hugsar heim til landslagsins. Þetta er sölu­ og afmælissýning á verkum hans frá árinu 2019. Söngsveitin Fílharmónía syngur í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. MYND/GUNNAR FREYR STEINSSON 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.