Fréttablaðið - 27.12.2019, Side 56

Fréttablaðið - 27.12.2019, Side 56
Óreiðan á sviðinu endurspeglar óreiðu lífsins, segir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Sigríður Jónsdóttir. LEIKHÚS Engillinn Þorvaldur Þorsteinsson Þjóðleikhúsið Leikstjórn, handrit og leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Eggert Þorleifs- son, Guðrún S. Gísladóttir og Ilmur Kristjánsdóttir Dramatúrg: Gréta Kristín Ómars- dóttir Aðstoðarleikmyndahönnuður: Þórarinn Blöndal Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónlist: Pétur Ben og Elvar Geir Sævarsson Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson og Elvar Geir Sævarsson Sýningarstjórn, umsjón og þátttaka í sýningu: Guðmundur Erlingsson og Tómas Baldursson Listamaðurinn Þorvaldur Þor­ steinsson lést fyrir aldur fram árið 2013 einungis 53 ára. Engillinn er byggður á því höfundarverki sem hann skildi eftir s.s. myndlist, ljóðum, fyrirlestrum, leikritum og ókláruðum bókum. Sýningin var frumsýnd síðastliðna helgi í Kassa Þjóðleikhússins, rými sem er kjörið fyrir verk af þessu tagi, og kassar koma líka við sögu í lok þessa pistils. Hversdagslegi tærleikinn skín úr texta Þorvaldar sem einkennist af orðheppni, endurtekningum og ljóðrænni nálgun á lífið. Mannver­ an er í eðli sínu sjálfhverf og endur­ tekur sig stöðugt, tilveran er byggð á slíkum endurtekningum, minn­ ingum sem manneskjan misman og almennu þvaðri. Við klæðum okkur í alls konar búninga, skröfum um náungann, lendum í áföllum og svo kemur vonandi annar dagur. En hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Textar Þorvaldar eru einlæg rannsókn á manneskjunni frekar en kaldhæðnisleg ábending um tilgangsleysi lífsins. Hér er ekki um að ræða áfellisdóm um sam­ félagið heldur heiðarlega tilraun til að nálgast manneskjuna í öllum sínum mótsagnarkenndu víddum. Óreiðan á sviðinu My ndlistar maður inn og leik­ my n d a hö n nu ð u r i n n Fi n nu r Arnar Arnarson er burðarbiti sýningarinnar; hann smíðar hand­ ritið, hannar leikmyndina og leik­ stýrir. Gréta Kristín Ómarsdóttir er honum til aðstoðar sem drama­ túrg. Þessi marglaga sýning byrjar á klassískum leikslokum þegar byssu­ kúla afgreiðir aðalpersónuna, sem eru þó margar í þessu tilviki. Engill íklæddur reykkafarabúningi kemur til bjargar í af byggðum bruna og fer síðan, en raskar reglulega sýning­ unni með ýmsum uppátækjum. Hér er stöðug togstreita á milli raun­ veruleikans og hins sviðsetta. Bak­ sviðið er í forgrunni og oftar en ekki gerist leikurinn utan sviðs, eins og bergmál úr handanheimi. Óreiðan á sviðinu endurspeglar óreiðu lífsins. Margt gerir Finnur vel en gallana má helst finna í leikstjórnarhlut­ verkinu. Um er að ræða framsetn­ ingu á texta frekar en sprelllifandi Lífsins leiklist og listfengi hversdagsins samskipti á sviði. Fyrsta langa leik­ brot sýningarinnar er langdregið, f latt í framsetningu og einkennist af auðveldum lausnum. Nokkrar aðrar styttingar á handriti hefðu líka verið við hæfi sem og takt­ breytingar í leik. Besta augnablik Atla Leikararnir birtast áhorfendum sem leikverur frekar en persónur, þau kveikja kannski á textanum en f lutningurinn verður stundum svipbrigðalaus, þó að slíkt þjóni húmornum ágætlega. Af og til tekst leikurunum þó að gera örlög leik­ veranna óbærilega mannleg. Sem dæmi má nefna bugun Baldurs Trausta Hreinssonar yf ir yf ir­ fullum kaffibolla í pínlegu samsæti og lipran lögguleik Eggerts Þorleifs­ sonar og Guðrúnar S. Gísladóttur. Sömuleiðis er samsöngurinn bráð­ smellinn og leikhópurinn vinnur ágætlega saman. Arndís Egilsdóttir er nístandi fyndin sem opineygði og aftengdi blaðamaðurinn. Ilmur Kristjánsdóttir stólar sömuleiðis á kímnina og tekst best upp sem eilítið sorglegi skátinn. Atli Rafn Sigurðarson á sitt besta augnablik í f lutningi sínum á frægri framsögu Þorvaldar sem fjallar um afvegaleið­ ingu skapandi hugsunar í skólakerf­ inu. En besta sena sýningarinnar er í lok verksins þegar vægi hins daglega amsturs springur upp úr öllu veldi. Þar smellur hugmyndafræðin og framsetningin skemmtilega saman. Kaótísk hrúga Leikmyndin er búin til úr nytja­ munum, ein kaótísk hrúga, sem hægt er að kaupa af Þjóðleikhúsinu þegar Engillinn f lýgur á brott en allur ágóði af leikmununum mun renna til Kvenfélagasambands Íslands sem ráðstafar fjármununum til góðgerðarmála. Allt er þetta inn­ blásið af verkum Þorvalds, sem og kökubasarinn í hléi og gjörningur­ inn fyrir utan leikhúsið þar sem skattgreiðendum er þakkað fyrir að styðja listir og menningu. Hljóð­ myndin styður sýninguna vel og tón­ list Megasar, sem söng Ósómaljóð Þorvaldar inn á plötu, læðist laglega með. Búningahönnuðurinn Þórunn María Jónsdóttir nýtur sín best í súrrealískari atriðunum og sérstakt hrós fá þeir Guðmundur Erlingsson og Tómas Baldursson sem stjórna herlegheitunum en taka líka þátt. Engillinn er ekki einungis dæmi um áhugaverða úrvinnslu á höfund­ arverki skálds heldur líka mikilvægi þess að sýna og varðveita nýklassík á leiksviði. Alltof oft hafa leikskáld komið fram á sjónarsviðið, jafn­ vel fengið ágætis brautargengi, en síðan fallið í gleymsku. Leikstjór­ inn sjálfur segir frá því í viðtali að höfundarverkið hafi verið geymt í pappakassa sem hann komst yfir og er merki um skort á varðveislu leik­ listarsögu landsins. En vonandi eru bjartari tímar fram undan Engillinn og önnur listaverk Þorvaldar munu örugglega eiga sér langt eftirlíf. Tíminn er búinn. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Merkileg sýning að mörgu leyti en skortir skýrari leikstjórn. Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 27. DESEMBER 2019 Hvað? Söngsveitin Fílharmónía Hvenær? 20.00 Hvar? Langholtskirkja Söngsveitin Fílharmónía heldur sína árlegu jólatónleika. Ein­ söngvari verður Kristinn Sig­ mundsson og með kórnum leika Tómas Guðni Eggertsson á píanó og orgel, og Þórður Högnason á kontrabassa. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson. Efnis­ skráin verður í senn hátíðleg og fjörug; íslensk þjóðlög og sígild jólalög frá ýmsum löndum. Eftir tónleikana verður gestum boðið í jólasamsöng, heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimili kirkjunnar. Söngsveitin fagnar sextíu ára starfsafmæli þennan vetur með metnaðarfullu og fjölbreyttu tónleikahaldi. Jóla­ tónleikar hafa verið fastur liður í starfi kórsins í þrjátíu ár. Miða­ verð er kr 3.900, miðasala á tix.is og við innganginn. Hvað? Hljómsveitin Árstíðir Hvenær? 21.00 Hvar? Fríkirkjan í Reykjavík Að venju verða leikin frumsamin lög af öllum breiðskífum Árstíða í bland við hátíðar­ og jólalög úr ýmsum áttum á árlegum jólatón­ leikum sveitarinnar. Miðaverð er 3.900. Hvað? Útgáfuhóf Hvenær? 17.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Sólveig Thoroddsen, söngkona og hörpuleikari, mun syngja og spila nokkur lög. Með því fagnar hún útgáfu geisladisksins Snotur en á honum syngur hún og leikur á tvenns konar hörpur. Diskur­ inn verður seldur á staðnum. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Hvað? Huglæg heimþrá – Arnar Birgis Hvenær? 16.00 Hvar? Núllið Gallerý, Bankastræti 0 Esjan, lúpínan og fíf larnir. Þannig birtist huglæg heimþrá mynd­ listarmannsins Arnars Birgis sem búsettur er í Den Haag og hugsar heim til landslagsins. Þetta er sölu­ og afmælissýning á verkum hans frá árinu 2019. Söngsveitin Fílharmónía syngur í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. MYND/GUNNAR FREYR STEINSSON 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.