Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 12
Sorg í byrjun árs
Íþróttaheimurinn syrgði í byrjun
árs þegar fréttir af sorglegum
örlög u m A rgent ínu ma nnsins
Emiliano Sala urðu ljós. Sala hafði
verið keyptur frá franska liðinu
Nantes til Cardiff í ensku úrvals-
deildinni og var á leiðinni til Wales
þegar flugvél sem hann var farþegi
í hrapaði í sjóinn. Fljótlega var ljóst
að enginn hafði komist lífs af og
þrátt fyrir gífurlega leit fannst lík
Sala og f lugmannsins ekki fyrr en
þrettán dögum síðar.
Ár Bítlaborgarmanna
Liverpool er lið ársins 2019 enda
hefur það aðeins tapað örfáum
leikjum. Liðið varð Evrópumeist-
ari en tapaði fyrir Manchester City
eftir ótrúlegan endasprett þar sem
hvorugt liðið tapaði leik. Liðið hefur
haldið áfram sigurgöngu sinni og
stefnir á að landa loks enska meist-
aratitlinum eftir 30 ára bið. Bikar-
arnir hrúgast inn á Anfield og er
liðið nánast í sérflokki – hvert sem
litið er í Evrópuboltanum.
Ronaldo í stuði
Cristiano Ronaldo og samlandar
hans í Portúgal unnu Þjóðadeildina
í fótbolta eftir sigur á Hollandi 1-0.
Úrslitakeppnin var haldin í heima-
landi Ronaldo þar sem Portúgal
vann Sviss í undanúrslitum og Hol-
land sló England út. Íslenska lands-
liðið verður áfram í A-deild Þjóða-
deildarinnar þrátt fyrir að hafa
hafnað í neðsta sæti í fyrra eftir að
liðum var fjölgað úr 12 í 16.
Rapinoe á allra vörum
Bandaríkin vörðu heimsmeistara-
titil sinn í kvennaknattspyrnu í
Frakklandi með sigri á Hollending-
um 2-0. Megan Rapinoe varð stjarna
mótsins og var kosin íþróttamann-
eskja ársins hjá bandaríska íþrótta-
tímaritinu Sports Illustrated. Hún
nýtti frægð sína í að berjast enn
harðar fyrir betri kjörum knatt-
spyrnukvenna og meiri virðingu.
Hún óð meðal annars í Bandaríkja-
forseta, Donald Trump, og tók ekk-
ert aukalega fyrir það. Þá var hún
kosin knattspyrnukona ársins hjá
FIFA og hlaut Gullboltann.
Hollendingar brutu ísinn
Hollenska kvennalandsliðið vann
HM í handbolta í Japan en þetta er
fyrsti meistaratitill Hollands í hand-
bolta. Hollensku konurnar voru
búnar að vera að banka á dyrnar,
tvö silfur og tvenn bronsverðlaun
á síðustu fjórum stórmótum gerðu
það að verkum að Hollendingar
mættu fullir sjálfstrausts til Japan
og nældu í gullverðlaunin.
Danir urðu Heimsmeistarar í
handbolta eftir öruggan sigur á
Norðmönnum 31-22 í Jyske Bank-
kassanum í Herning í Danmörku.
Þetta var fyrsti heimsmeistaratitill
Dana og voru margir Danir í skýj-
unum af sigurvímunni en blásið
var til veislu um landið allt í kjölfar
sigursins.
Sexfaldir meistarar
Tom Brady leiddi New England
Patriots til sigurs í NFL-deildinni
en liðið vann Los Angeles Rams
13-3. Aldrei hafa verið skoruð jafn
fá stig í úrslitaleiknum. Maroon 5
steig á svið í hálf leik og sló hverja
feilnótuna á fætur annarri. Brady
varð fyrsti leikmaðurinn til að fá
sex meistarahringa og er elsti leik-
stjórnandi til að vinna Super Bowl.
Íslandsvinurinn Lewis Hamilton
vann sinn sjötta heimsmeistaratitil
í Formúlu 1 og Mercedes Benz vann
keppni bílasmiða. Hamilton hafði
mikla yfirburði og enginn ógnaði
Bretanum svo að tímabilið varð í
raun aldrei spennandi.
Frá New York til Sádi-Arabíu
Andy Ruiz kom boxheiminum á
óvart þegar hann lagði Anthony
Joshua í júní. Ruiz minnti boxsér-
fræðinga á sjálfan Rocky úr sam-
nefndum kvikmyndum, barðist
hetjulega og stóð skyndilega uppi
sem heimsmeistari í sjöundu lotu.
Það vantaði bara að hann hefði
kallað Adrian eftir að hafa fengið
beltið. Þeir börðust aftur í desember
þar sem Joshua hafði betur og hirti
beltin aftur í Sádi-Arabíu.
Tiger sneri aftur með látum
Tiger Woods fylgdi eftir góðum
lokaspretti árið 2018 með því að
vinna fyrsta risamót ársins á Mast-
ers-mótinu, fimmtándi risatitill
Tiger og sá fyrsti í ellefu ár. Vantar
hann aðeins þrjá til að jafna met
Jack Nicklaus. Í haust jafnaði kylf-
ingurinn met Sam Snead yfir f lesta
sigra á PGA-mótaröðinni þegar
Tiger bar sigur úr býtum í 82. sinn
á móti sem fór fram í Japan.
Lyfjahneykslin halda áfram
Rússneskir íþróttamenn og lyfja-
blandað blóð þeirra komst í frétt-
irnar undir lok árs þegar þeim var
bannað að keppa undir fána Rúss-
lands í fjögur ár. Rússneskt íþrótta-
fólk, sem kemst í gegnum lyfjapróf,
getur þó fengið undanþágu og keppt
– en ekki undir fána Rússlands.
Fámennt á HM
HM í Katar fór fram fyrir framan
fáa áhorfendur þó að keppnin
hafi verið skemmtileg. Þar féll eitt
heimsmet en lyfjahneyksli þjálfara
að móti loknu varpaði skugga á
mótið. benediktboas@frettabladid.is
Sorgir og
sigrar erlendis
Liverpool átti ótrúlegt ár. Það var líka gjöfult hjá
Cristiano Ronaldo. Bandarískar konur lyftu heims-
meistaratitli þar sem stjarna Megan Rapinoe skein
skært. Þá urðu Danir heimsmeistarar í handbolta.
Örlög Emiliano Sala, í byrjun ársins, voru ömurleg. Flugvél sem átti að flytja
hann frá Frakklandi til Wales hrapaði í sjóinn og fannst hann látinn.
Megan Rapinoe, leikmaður bandaríska landsliðsins í fótbolta, var mikið í sviðsljósinu í ár. Hún lyfti heimsmeist-
arabikarnum með landsliði sínu í Frakklandi og tókst á við alls konar stórmenni úr pólitík og vildi aukið jafnrétti.
ERLENDUR ÍÞRÓTTAANNÁLL
2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð