Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 12
Sorg í byrjun árs Íþróttaheimurinn syrgði í byrjun árs þegar fréttir af sorglegum örlög u m A rgent ínu ma nnsins Emiliano Sala  urðu ljós. Sala hafði verið keyptur frá franska liðinu Nantes til Cardiff í ensku úrvals- deildinni og var á leiðinni til Wales þegar flugvél sem hann var farþegi í hrapaði í sjóinn. Fljótlega var ljóst að enginn hafði komist lífs af og þrátt fyrir gífurlega leit fannst lík Sala og f lugmannsins ekki fyrr en þrettán dögum síðar. Ár Bítlaborgarmanna Liverpool er lið ársins 2019 enda hefur það aðeins tapað örfáum leikjum. Liðið varð Evrópumeist- ari en tapaði fyrir Manchester City eftir ótrúlegan endasprett þar sem hvorugt liðið tapaði leik. Liðið hefur haldið áfram sigurgöngu sinni og stefnir á að landa loks enska meist- aratitlinum eftir 30 ára bið. Bikar- arnir hrúgast inn á Anfield og er liðið nánast í sérflokki – hvert sem litið er í Evrópuboltanum. Ronaldo í stuði Cristiano Ronaldo og samlandar hans í Portúgal unnu Þjóðadeildina í fótbolta eftir sigur á Hollandi 1-0. Úrslitakeppnin var haldin í heima- landi Ronaldo þar sem Portúgal vann Sviss í undanúrslitum og Hol- land sló England út. Íslenska lands- liðið verður áfram í A-deild Þjóða- deildarinnar þrátt fyrir að hafa hafnað í neðsta sæti í fyrra eftir að liðum var fjölgað úr 12 í 16. Rapinoe á allra vörum Bandaríkin vörðu heimsmeistara- titil sinn í kvennaknattspyrnu í Frakklandi með sigri á Hollending- um 2-0. Megan Rapinoe varð stjarna mótsins og var kosin íþróttamann- eskja ársins hjá bandaríska íþrótta- tímaritinu Sports Illustrated. Hún nýtti frægð sína í að berjast enn harðar fyrir betri kjörum knatt- spyrnukvenna og meiri virðingu. Hún óð meðal annars í Bandaríkja- forseta, Donald Trump, og tók ekk- ert aukalega fyrir það. Þá var hún kosin knattspyrnukona ársins hjá FIFA og hlaut Gullboltann. Hollendingar brutu ísinn Hollenska kvennalandsliðið vann HM í handbolta í Japan en þetta er fyrsti meistaratitill Hollands í hand- bolta. Hollensku konurnar voru búnar að vera að banka á dyrnar, tvö silfur og tvenn bronsverðlaun á síðustu fjórum stórmótum gerðu það að verkum að Hollendingar mættu fullir sjálfstrausts til Japan og nældu í gullverðlaunin. Danir urðu Heimsmeistarar í handbolta eftir öruggan sigur á Norðmönnum 31-22 í Jyske Bank- kassanum í Herning í Danmörku. Þetta var fyrsti heimsmeistaratitill Dana og voru margir Danir í skýj- unum af sigurvímunni en blásið var til veislu um landið allt í kjölfar sigursins. Sexfaldir meistarar Tom Brady leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni en liðið vann Los Angeles Rams 13-3. Aldrei hafa verið skoruð jafn fá stig í úrslitaleiknum. Maroon 5 steig á svið í hálf leik og sló hverja feilnótuna á fætur annarri. Brady varð fyrsti leikmaðurinn til að fá sex meistarahringa og er elsti leik- stjórnandi til að vinna Super Bowl. Íslandsvinurinn Lewis Hamilton vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1 og Mercedes Benz vann keppni bílasmiða. Hamilton hafði mikla yfirburði og enginn ógnaði Bretanum svo að tímabilið varð í raun aldrei spennandi. Frá New York til Sádi-Arabíu Andy Ruiz kom boxheiminum á óvart þegar hann lagði Anthony Joshua í júní. Ruiz minnti boxsér- fræðinga á sjálfan Rocky úr sam- nefndum kvikmyndum, barðist hetjulega og stóð skyndilega uppi sem heimsmeistari í sjöundu lotu. Það vantaði bara að hann hefði kallað Adrian eftir að hafa fengið beltið. Þeir börðust aftur í desember þar sem Joshua hafði betur og hirti beltin aftur í Sádi-Arabíu. Tiger sneri aftur með látum Tiger Woods fylgdi eftir góðum lokaspretti árið 2018 með því að vinna fyrsta risamót ársins á Mast- ers-mótinu, fimmtándi risatitill Tiger og sá fyrsti í ellefu ár. Vantar hann aðeins þrjá til að jafna met Jack Nicklaus. Í haust jafnaði kylf- ingurinn met Sam Snead yfir f lesta sigra á PGA-mótaröðinni þegar Tiger bar sigur úr býtum í 82. sinn á móti sem fór fram í Japan. Lyfjahneykslin halda áfram Rússneskir íþróttamenn og lyfja- blandað blóð þeirra komst í frétt- irnar undir lok árs þegar þeim var bannað að keppa undir fána Rúss- lands í fjögur ár. Rússneskt íþrótta- fólk, sem kemst í gegnum lyfjapróf, getur þó fengið undanþágu og keppt – en ekki undir fána Rússlands. Fámennt á HM HM í Katar fór fram fyrir framan fáa áhorfendur þó að keppnin hafi verið skemmtileg. Þar féll eitt heimsmet en lyfjahneyksli þjálfara að móti loknu varpaði skugga á mótið. benediktboas@frettabladid.is Sorgir og sigrar erlendis Liverpool átti ótrúlegt ár. Það var líka gjöfult hjá Cristiano Ronaldo. Bandarískar konur lyftu heims- meistaratitli þar sem stjarna Megan Rapinoe skein skært. Þá urðu Danir heimsmeistarar í handbolta. Örlög Emiliano Sala, í byrjun ársins, voru ömurleg. Flugvél sem átti að flytja hann frá Frakklandi til Wales hrapaði í sjóinn og fannst hann látinn. Megan Rapinoe, leikmaður bandaríska landsliðsins í fótbolta, var mikið í sviðsljósinu í ár. Hún lyfti heimsmeist- arabikarnum með landsliði sínu í Frakklandi og tókst á við alls konar stórmenni úr pólitík og vildi aukið jafnrétti. ERLENDUR ÍÞRÓTTAANNÁLL 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.