Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 46
Þrátt fyrir vægast sagt brösótta byrjun hefur sá áratugur sem nú er á enda reynst íslensku
launafólki vel. Atvinnustig batnaði
jafnt og þétt og kaupmáttur launa
hefur aukist um 45% síðastliðin 10
ár – meira en áður þekkist og mun
meiri aukning en í nágrannalönd-
unum. Getur verið að þetta sé of
gott til að vera satt?
Til að kaupmáttaraukning standi
Áratugur launþega
Hlutfall raunlaunakostn-
aðar og framleiðni hefur
hækkað um 27% sl. 10 ár.
Árið 2019 var markvert fyrir margar sakir. Þó að veðrið hafi framan af ári leikið við
landsmenn léku efnahagslegir hag-
vísar okkur heldur grátt. Í upphafi
árs stefndi í hörð átök á vinnumark-
aði og vaxandi áhyggjur voru af
stöðu ferðaþjónustunnar – áhyggjur
sem reyndust vera á rökum reistar.
Snarpur viðsnúningur í komu ferða-
manna samfara áföllum í flugrekstri
breytti efnahagsforsendum til hins
verra og í framhaldinu voru mun
dekkri hagvaxtarspár dregnar fram.
Efnahagslægð er nú yfir landinu
og birtist meðal annars í vaxandi
atvinnuleysi og minnkandi fjár-
festingum í atvinnulífinu.
Árið var þó ekki alslæmt í efna-
hagslegu tilliti. Innflæðishöftin voru
endanlega afnumin og þar með var
mikilvægum áfanga náð í íslenskri
hagsögu sem einkennst hefur af
meiri höftum en tíðkast meðal
annarra þróaðra ríkja. Skynsamir
kjarasamningar náðust milli stærstu
viðsemjendanna á almennum
vinnumarkaði og í framhaldinu hóf
Seðlabankinn vaxtalækkunarferil.
Gengi krónunnar hélst nokkuð stöð-
ugt og verðbólga hélst við markmið.
Aðlögun að breyttum aðstæð-
um getur orðið mild ef rétt er að
málum staðið. Aukinn sparnaður
og varfærni heimila og fyrirtækja
á undanförnum árum hefur styrkt
stoðir efnahagslífsins. Stjórnvöld
boða skattalækkanir og aukið fjár-
magn verður sett í opinberar fram-
kvæmdir. Þá hefur Seðlabankinn
lækkað stýrivexti um 150 punkta
á árinu. Viðbrögð hagstjórnaraðila
við breyttum efnahagsforsendum
eru í senn eðlileg og jákvæð. Meira
þarf þó að koma til. Á sama tíma og
stýrivextir Seðlabankans eru í sögu-
legu lágmarki eru skammtíma raun-
vextir á skuldabréfamarkaði álíka og
áður en vaxtalækkunarferlið hófst.
Viðskiptabankarnir berjast nú við
að skila ásættanlegri arðsemi við
skilyrði íþyngjandi eiginfjárkvaða
og séríslenskra bankaskatta. Hefur
það skilað sér í hærri útlánavöxtum
en ella. Á næstu misserum verða
stjórnvöld og Seðlabankinn að
tryggja heilbrigt rekstrarumhverfi.
Það dugar þó ekki að endurskoða
einungis sérálögur á fjármálafyrir-
tækin heldur einnig aðra skattstofna
– tryggingagjald, tekjuskattur fyrir-
tækja, fjármagnstekjuskattur, veiði-
gjald, gistináttaskattur og kolefnis-
gjald eru dæmi um nýja skatta eða
eldri sem hafa hækkað síðastliðin ár.
Ef hagvaxtarspár rætast verður
árið 2020 sæmilegt en þær gera
ráð fyrir að hagkerfið taki við sér á
næsta ári eftir lítils háttar samdrátt
í ár. Verðbólga verði við markmið,
krónan stöðug og áframhaldandi
viðskiptaafgangur. Ekkert af þessu
er þó fast í hendi og innbyggðar for-
sendur í þjóðhagslíkönum grein-
ingaraðila líklega of bjartsýnar.
Eftir sem áður getum við þó verið
sammála um að árið 2019 markaði
endalok hefðbundinnar íslenskrar
hagsveiflu sem undantekningalaust
hefur endað með gengisfalli, verð-
bólguskoti og kaupmáttarrýrnun.
Það er áfangi út af fyrir sig og ber að
fagna.
Hagsveifla
kveður
Ásdís
Kristjánsdóttir
forstöðumaður
efnahagssviðs
SA
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ekkert ár er rólegt í sjávar-útvegi og fiskeldi. Báðar atvinnugreinarnar eru lifandi, þær eiga allt sitt u nd ir nát t ú r u nni og
þegar maður er á Íslandi eða við
Ísland getur ýmislegt gerst sem
ekki verður séð fyrir. Á þessu er
ekki fyrirsjáanleg breyting.
Ef við byrjum á fiskeldi, hófst
árið með því að eldisfyrirtækin í
landinu gengu til liðs við Samtök
fyrirtækja í sjávarútvegi. Ný lög
um fiskeldi voru samþykkt í vor.
Þau veita greininni vissan fyrir-
sjáanleika, en ýmsir hlutir eru þó
enn óljósir. Má þar nefna endur-
útreikning Hafrannsóknastofn-
unar á áhættumati, en von er á
honum innan skamms. Fiskeldið
er nú farið að skipta verulegu máli
í útf lutningi okkar Íslendinga.
Stefnir í að eldisafurðir verði f lutt-
ar út fyrir allt að 25 milljarða króna
í ár. Það er á við góða loðnuvertíð
og veit á gott fyrir þessa fram-
sæknu atvinnugrein sem hefur
haft svo mikið að segja fyrir mörg
sveitarfélög víða um land.
Og þá að blessaðri loðnunni.
Hún fannst því miður ekki í nógu
miklu magni til að hægt væri að
gefa út kvóta á vertíðinni. Þetta var
þungt högg á fjölmargar byggðir
þar sem loðnu er landað og hún
unnin. Bæjarsjóðir urðu af umtals-
verðum tekjum, svo ekki sé minnst
á sjómenn og fyrirtæki. Það mátti
vona að þessi reynsla gerði stjórn-
völd betur meðvituð um mikilvægi
hafrannsókna. Miðað við fréttir
liðinna missera af málefnum Haf-
rannsóknastofnunar er ég þó ekki
bjartsýn. Það þarf einfaldlega að
gera miklu, miklu meira og betur
í þeim efnum.
Heilt yfir verður þó að segja að
árið var gott í sjávarútvegi. Þrátt
fyrir loðnubrest og samdrátt í
magni á útf luttum sjávarafurðum
hefur útf lutningsverðmæti þeirra
aukist milli ára. Ástæðan er hag-
stæð verðþróun á sjávarafurðum
erlendis sem vegur upp samdrátt
sem varð í útf luttu magni. Á fyrstu
10 mánuðum ársins nam útf lutn-
ingsverðmæti sjávarafurða um
224 milljörðum króna, saman-
borið við 198 milljarða á sama
tímabili árið 2018. Það er um 13%
aukning í krónum talið milli ára,
en tæp 2% aukning að teknu tilliti
til gengisáhrifa. Þetta gerist ekki
af sjálfu sér. Á grundvelli þess fisk-
veiðistjórnunarkerfis sem hér er
rekum við einhver framsæknustu
sjávarútvegsfyrirtæki í heiminum.
Tryggur réttur til veiða á grundvelli
vísindalegrar ráðgjafar tryggir
fjárfestingu í allri virðiskeðjunni;
veiðum, vinnslu og markaðsstarfi.
Þar liggur lykillinn að samkeppnis-
hæfni íslensks sjávarútvegs.
Með von um að ég storki ekki
örlögunum um of langar mig að
minnast á annan jákvæðan fylgi-
fisk kerfisins sem við búum við;
fækkun sjóslysa. Með tilkomu þess
gátu útgerðir stýrt því hvenær farið
var á sjó og engin knýjandi þörf er
á að fara út í hvaða veðri sem er.
Menn missa engan rétt við að sitja
af sér slæm veður. Með aukinni
hagræðingu hafa betri og öruggari
skip komið til landsins. Allt grund-
vallast þetta á þeim fyrirsjáanleika
sem kerfið veitir. Og að sjálfsögðu
á Slysavarnaskóli sjómanna stór-
an hlut að máli. Fari svo fram sem
horfir verður árið 2019 þriðja árið
í röð sem enginn sjómaður ferst við
störf. Sá árangur er ekki sjálfgefinn
heldur hefur verið unnið markvisst
að því að bæta og auka öryggi sjó-
manna, því krafan er sú að allir
komi heilir heim.
Vindur í seglum
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
héraðsdóms-
lögmaður á Lex
lögmannsstofu
Konráð
Guðjónsson
hagfræðingur
Viðskiptaráðs
RÁÐDEILDIN
Þrátt fyrir loðnu-
brest og samdrátt í
magni á útfluttum sjávaraf-
urðum hefur útflutnings-
verðmæti þeirra aukist milli
ára.
Árið 2019 markaði
endalok hefðbund-
innar íslenskrar hagsveiflu.
✿ Raunlaunakostnaður á framleidda einingu
120
100
90
110
Spá
n Ísland
n Viðskiptalönd
Heimild: Seðlabanki Íslands, eigin útreikningar.
‘90 ‘92 ‘94 ‘96 ‘98 ‘08 ‘18 ‘20 ‘22‘00 ‘10 ‘11‘02 ‘12‘04 ‘14‘06 ‘16
+27%
+16%
Vísitölur, meðaltal 1991-2018=100
undir sér þarf hún nauðsynlega að
vera í samræmi við þau verðmæti
sem verða til, eða framleiðni nánar
tiltekið. Á sama tíma og launakostn-
aður og framleiðni fylgjast að í einu
og öllu í viðskiptalöndum okkar
förum við ítrekað fram úr okkur
eins og sést á myndinni. Hlutfall
raunlaunakostnaðar og framleiðni
hefur t.a m. hækkað um 27% sl. 10
ár. Það var að hluta eðlilegt sem
hluti af efnahagsbatanum, en nú
er hlutfallið komið í hæstu hæðir
og stefnir á enn hærri og ótroðnar
slóðir á komandi árum samkvæmt
spá Seðlabankans. Ef ekki verður
mikill framleiðnivöxtur er því
hætt við að verðbólga eða atvinnu-
leysi þurfi því miður undan að láta
á nýjum áratug.
2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R16 MARKAÐURINN