Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 24
Það er stórt ár að baki hjá Marel og merkum áföngum náð, þökk sé metnaðar f ullu star fs-fólki Marels sem vinnur sem samheldið teymi að því að umbreyta matvælaframleiðslu á heimsvísu,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, sem var valinn viðskiptamaður ársins af dómnefnd Markaðarins. „Við höfum aldrei kynnt f leiri vörur til leiks en í ár sem er upp- skera af mikilli f járfestingu í nýsköpun síðustu ára. Við höfum einnig sett upp stærri og öf lugri verksmiðjur en fyrr fyrir viðskipta- vini okkar í kjúklinga-, kjöt- og fisk- iðnaði í nær öllum heimsálfum. Að sama skapi er vel heppnuð skráning hlutabréfa félagsins í kauphöllinni í Amsterdam og aðkoma þekktra alþjóðafjárfesta að félaginu mikil viðurkenning á starfi okkar. Við héldum einnig ytri vexti áfram og mér þykir ákaf lega vænt um að Curio og Marel ákváðu að sameina krafta sína til að bæta heildarlausn- ir í sjávarútvegi, líkt og við gerðum áður með yfirtöku á Stork og MPS til að styrkja okkur í heildarlausn- um til kjúklinga- og kjötiðnaðar. Vissulega er Curio smærra í sniðum en hin tvö en hugsunin er sú sama hér með að sameina kraftana. Á margan hátt hefur árið þó verið erfitt þar sem alþjóðlegur óróleiki og viðskiptahindranir hafa sett sitt mark á matvælaiðnaðinn. Þann- ig hafa nýfjárfestingar í Evrópu og Bandaríkjunum verið lægri í ár en síðustu ár, en á móti hefur verið mun meiri sala inn á Asíumarkaði og þá einkum Kína. Í aðstæðum sem þessum kemur viðskiptamódel okkar sterkt inn með sterku sölu- og þjónustuneti um allan heim. Sem fyrr eru það litlu sigrarnir sem eiga sér stað dag hvern sem skipta öllu máli og má í þeim efnum nefna að þjónustutekjur á fyrstu níu mán- uðum ársins nema 37 prósentum af tekjum félagsins. Viðskiptavinir reiða sig í síauknum mæli á þjón- ustu Marels og það er ekki valkostur að hafa hikst eða stöðvun á afkasta- miklum hátækniverksmiðjum sem framleiða ferskvöru í neytenda- pakkningar á hverjum degi.“ Með stefnumótandi yfirtökum, nýsköpun og markaðssókn hefur Marel fært út kvíarnar og náð að vaxa frá sprota í alþjóðlegan leið- toga á sínu sviði. Sjálf bærni hefur verið rauði þráðurinn í starfsemi Marels allt frá því félagið var stofn- að fyrir 40 árum en stofnendur Mar- els höfðu þá sýn að með nýsköpun og aukinni nýtingu gagna væri hægt að auka verðmæti og minnka sóun. Þessi sýn hefur haldist óbreytt og eftir sem áður er sjálf bærni megin- stefið í allri starfsemi Marels. „Með lausnum okkar höfum við innleitt strangar kröfur um hámarks nýt- ingarhlutfall afurða, takmarkaða vatns- og orkunotkun, hagkvæmni, gæði og öryggi matvæla auk rekjan- leika,“ útskýrir Árni. Merkum áfanga var náð þegar Marel var skráð í kauphöllina í Amsterdam á árinu og hafa hluta- bréfin hækkað um liðlega 70 pró- sent í ár. „Skráning Marels á erlendan hlutabréfamarkað hefur verið á sjóndeildarhringnum lengi eða allt frá því að við kynntum metn- aðarfull vaxtarmarkmið okkar á aðalfundi félagsins árið 2006. Síðan þá hefur Marel vaxið hratt og fyrirtækið tífaldað tekjur sínar og rekstrarafkoman sem hlutfall af veltu stóraukist. Starfsmenn fyrir- tækisins eru nú um 6.000 og er fyrir- tækið með eigin skrifstofu í yfir 30 löndum. Vöxtinn má rekja til yfir- taka og innri vaxtar drifins áfram af nýsköpun og markaðssókn. Á sama tíma hefur Marel orðið alþjóðlegra. Minna en fjórðungur af starfsmönnum starfar á Norður- löndunum að Íslandi meðtöldu en yfir 95 prósent tekna koma utan Norðurlanda,“ segir hann. Árni Oddur segir að það hafi verið hollt fyrir Marel, hluthafa fyr- irtækisins og Ísland að fyrirtækið hafi verið skráð tvíhliða í erlenda kauphöll og á Íslandi. „Markaðs- virði Marels er um 40 prósent af markaðsvirði allra fyrirtækjanna í íslensku kauphöllinni. Það var æskilegt að fá breiðari skoðana- skipti að hlutabréfaverði Marels. Með auknum skoðanaskiptum eykst seljanleiki hlutabréfanna. Erlend skráning hjálpar okkur auk þess í viðræðum við fyrirtæki um hugsanlega sameiningu við Marel. Við erum að horfa til þess að kaupa fjölskyldufyrirtæki sem velta um 20-200 milljónum evra. Þau eru góð í tilteknum hluta virðiskeðj- unnar og geta því bætt við vöru- framboð okkar en skortir alla jafna tvennt: aukna sjálfvirknivæðingu í tækni og alþjóðlegt sölu- og þjón- ustunet en það eru meðal styrkleika Marels. Styrkur Marels felst ekki síður í því að 37 prósent af tekjum á fyrstu mánuðum ársins 2019 má rekja til þjónustu og varahluta. Árangurinn má rekja til þess að Marel teygir anga sína um allan heim og sem dæmi þjónustar Marel viðskipta- vini í yfir 140 löndum. Minni fjöl- skyldufyrirtæki sem eru að bjóða lausnir á markaðnum reiða sig í meira mæli á umboðsmenn þegar þau sækja á markaði utan heima- markaða. Umboðsmenn hafa sýnt að þeir eru betri í að selja tækjabún- að en að þjónusta hann. Þjónusta skiptir sköpum í okkar atvinnu- grein enda eru viðskiptavinir okkar að framleiða fersk matvæli og því eru tafir í framleiðslu bagalegar,“ segir hann. Árni Oddur segir að skráningin hafi verið undirbúin af kostgæfni. „Fyrir tveimur árum, þegar við hófum skipulega vegferð í átt að tvíhliðaskráningu, áttu erlendir hluthafar þrjú prósent í fyrirtæk- inu en nú er erlent eignarhald um 30 prósent. Aðrir hluthafar, eins og íslenskir lífeyrissjóðir, fjölskyldur og einstaklingar, höfðu lengi verið á meðal eigenda og stuðningur þeirra hefur verið Marel ómetanlegur og sem gagngjald fyrir þann stuðning hafa hluthafar uppskorið um 20 prósenta árlega ávöxtun. Það er ekki þar með sagt að margir hluthafar hafi selt allt sitt í Marel heldur léttu þeir á eign sinni og erlendir fjárfestar keyptu bréf- in. Það er engu að síður þannig að flestir kaupendanna eru langtíma- fjárfestar og því hefur veltan með bréfin í Amsterdam verið minni en við væntum. En vonir standa til að það breytist með tíð og tíma. Á heildina litið eru nýju hluthaf- arnir öflugir. Þeir spyrja gagnlegra Ætlum okkur stóra hluti í Asíu Árni Oddur Þórðarson er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Erlent eignarhald Marels hefur margfaldast. Meiri samþjöppun fram undan og fyrirtækið ætlar sér stóra hluti í Asíu þar sem endurskipulagning verður á framleiðslu á svínakjöti. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir skráninguna erlendis hjálpa í viðræðum við fyrirtæki um mögulega sameiningu við Marel. Horft sé til þess að kaupa fjölskyldufyrirtæki sem velta 20-200 milljónum evra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Frumkvöðlar verða að bera gæfu til að leyfa öflugri rekstrarmönn- um að stýra fyrirtækinu þegar það er komið á rek- spöl. 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.