Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 36
Því miður eru slys tengd flugeldum allt of algeng og koma þau upp á hverju ári,
þá sérstaklega augn- og brunaslys.
Þó hefur sem betur fer verulega
dregið úr þessum slysum undan-
farin ár.
Flest slys tengd flugeldum má
rekja til rangrar notkunar, þar sem
ekki er farið eftir leiðbeiningum
og grundvallarreglum. Mikil-
vægt er að brýna fyrir börnunum
hvernig á að umgangast f lugelda
og þá sérstaklega hversu hættulegt
það er að fikta með þá og taka þá í
sundur.
Slysavarnafélagið Landsbjörg og
Sjóvá hafa unnið hörðum höndum
að því að auka notkun flugeldag-
leraugna og hefur notkunin aukist
jafnt og þétt undanfarin ár. Hluti
af þessu átaki er að senda gjafabréf
á öll börn á aldrinum 10-15 ára
fyrir f lugeldagleraugum og hefur
það reynst afar vel. Flugeldagler-
augu eru einfaldur og áhrifaríkur
öryggisbúnaður sem getur komið í
veg fyrir augnslys.
Samhliða notkun á flugelda-
gleraugum á áfram að umgangast
f lugelda með varúð. Hér hafa
Slysavarnafélagið Landsbjörg og
Sjóvá tekið saman helstu atriði
sem nauðsynlegt er að hafa í huga
yfir áramótin:
n Geymdu flugelda á öruggum
stað.
n Lestu vel leiðbeiningar sem
fylgja flugeldum.
n Vertu aldrei með flugelda í vasa
og notaðu hanska til að vernda
hendur.
n Mundu eftir f lugeldagleraugun-
um frá Sjóvá, hvort sem þú ætlar
að skjóta upp eða bara horfa á.
n Hafðu sérstakar gætur á börn-
unum. Gott er að setja heyrnar-
hlífar á börn sem eru viðkvæm
fyrir hávaða.
n Hafðu stöðuga undirstöðu undir
f lugeldum, standblysum og
skotkökum.
n Gættu þess að skotstaðurinn
sé í hæfilegri fjarlægð frá fólki,
húsum og bílum.
n Kveiktu í með útréttri hendi og
hallaðu þér aldrei yfir f lugelda.
n Forðaðu þér um leið og logi er
kominn í kveikiþráðinn.
n Aldrei kveikja aftur í f lugeldum
sem áður hefur verið kveikt í.
n Mundu að áfengi og flugeldar
eiga ekki saman.
n Haltu dýrum innandyra þar sem
þau heyra sem minnst í spreng-
ingunum.
Það skiptir máli að nota flug-
eldagleraugu hvort sem verið
er að skjóta upp eða bara horfa
á – verum góðar fyrirmyndir og
notum gleraugun. Flugeldagler-
augu er hægt að nálgast án endur-
gjalds í útibúum Sjóvár um land
allt og einnig á f lugeldamörkuðum
björgunarsveitanna.
Gleðilegt nýtt ár og munum að fara
varlega.
Förum varlega um áramótin
Áramótin eru ánægjulegur tími sem við njótum í faðmi fjölskyldu og vina. Fyrir marga er hluti af
hátíðarhöldunum að skjóta upp flugeldum og er þá mjög mikilvægt að fyllsta öryggis sé gætt.
Lifandi fréttamiðill með nýjustu
fréttum allan sólarhringinn ásamt
ítarlegri umöllun um málefni
líðandi stundar.
Fréttablaðið.is - stendur undir nafni
10 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RBJÖRGUNARSVEITIR Á ÁRAMÓTUM