Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 9
Þann 5. mars verð ég
70 ára gamall
Langar mig og fjölskyldu minni
að bjóða vinum og ættingjum til
veislu á sal Brákarhlíðar (Borgarbraut 65)
laugardaginn 9. mars.
Það verður opið hús á milli kl. 16-20.
Kveðja,
Jóhann Pálsson
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
Rekstraraðili óskast -
Sundlaugin að Hlöðum
Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir aðila til að reka sundlaugina að Hlöðum sumarið 2019.
Rekstraraðili skal skv. nánara samkomulagi annast:
Alla umsjón og ábyrgð á starfsemi sundlaugarinnar í júní, júlí og ágúst nk.
Allt starfsmannahald, baðvörslu, afgreiðslu, þrif, auglýsingar, innkaup á rekstrarvörum, t.d.
hreinlætisvörum eins og klór og annað sem rekstrinum tengist.
Rekstraraðili skal ábyrgjast að starfsmenn er annast sundlaugarvörslu hafi lokið námskeiðinu
Skyndihjálp og björgun fyrir starfsfólk sundstaða. Æskilegt er að starfsmenn hafi náð 20 ára aldri
og geti uppfyllt skilyrði um reglur og öryggi á sundstöðum.
Umsóknum um „Rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum 2019“ skal skila fyrir föstudaginn 15. mars
nk. á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið
hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is.
Umsóknum skal fylgja samantekt um umsækjanda m.a. fyrri störf, reynslu af rekstri og starfsmannahaldi.
Nánari upplýsingar veitir félagsmála- og frístundafulltrúi í síma 433-8500 eða á netfangið
felagsmal@hvalfjardarsveit.is.
Hvalfjarðarsveit 13. febrúar 2019
Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri.
Meirihluti vestlenskra sveitarfé-
laga kemur vel út í nýrri saman-
tekt sem birt var á heimasíðu Sam-
taka sveitarfélaga á Vesturlandi
í dag. Ef horft er til allra sveit-
arfélaga á Vesturlandi þá liggur
fjárhagslegur styrkur vestlenskra
sveitarfélaga helst í hagfelldum
skatttekjum, veltufé frá rekstri og
skuldastöðu. Veikleikinn felst að-
allega í háum launakostnaði og
óhagstæðri íbúaþróun. Sveitar-
félög á sunnanverðu Vesturlandi
komu betur út í þessum saman-
burði en þau sem eru á norðan-
verðu Vesturlandi.
Í Hagvísinum er kynnt ný fram-
setning á fjármálum sveitarfélaga
á Vesturlandi og kallað fjárhags-
vísar. „Þar er horft til níu mis-
munandi þátta um fjárhag sveitar-
félaga til skemmri og lengri tíma.
Þetta eru þættirnir skatttekjur
sveitarfélaga, laun þeirra, veltu-
fé frá rekstri, fjárfestingar, skuld-
ir og skuldbindingar A-hluta,
skuldir og skuldbindingar A og B-
hluta, íbúaþróun, og fjöldaþróun
ungs fólks. Þess utan er horft til
einskonar heildareinkunnar sem
byggir á öllum fyrrnefndu þátt-
unum og dregur þá saman í einn.
Heildareinkunn byggir jafnframt
á samanburði við önnur sveitarfé-
lögum, en fyrir hvert sveitarfélag
voru valin samanburðarsveitar-
félög úr öðrum landshlutum sem
voru svipuð hvað varðar íbúafjölda
og uppbyggingu atvinnulífs,“ seg-
ir Vífill Karlsson hagfræðingur
Nýr Hagvísir um fjárhag
sveitarfélaga á Vesturlandi
skýrslunnar og starfsmaður SSV.
Skýrsluna má lesa inni á vefnum
ssv.is mm
Sveitarfélög sem tóku þátt í forvali
Fjarskiptasjóðs vegna átaksverkefn-
isins Ísland ljóstengt hafa fengið til-
boð um samtals 450 milljón króna
styrki vegna ársins 2019, ásamt vil-
yrði um frekari styrki vegna ár-
anna 2020 og 2021 eftir atvikum,
með fyrirvara um fjárlög. Fjórtán
sveitarfélög eiga nú jafnframt kost
á sérstökum byggðastyrk, samtals
150 milljónum króna. Hér á Vest-
urlandi fá Borgarbyggð og Dala-
byggð styrki á þessu ári og eru auk
þess bæði í þeim hópi sem fá út-
hlutað byggðastyrk; Borgarbyggð
20 milljónir króna og Dalabyggð
12 milljónir.
Sveitarfélögin sem talin voru
styrkhæf nú eiga kost á 80% af þeirri
upphæð sem þau hafa tilgreint sem
æskilega framlag Fjarskiptasjóðs
fyrir tiltekna verk áfanga að frá-
dregnu öðru framlagi, þó aldrei
meira en svo að styrkir frá ríkinu
greiði fyrir meira en 60% af raun-
kostnaði, að frádregnum 500.000
kr. án vsk. fyrir hvern styrkhæf-
an stað. Viðkomandi sveitarfélög
fengu send tilboðsgögn frá sjóðn-
um síðastliðinn mánudag. Líkt
og áður fá sveitarfélög tíma til að
ákveða hvort þau vilji ganga að til-
boði sjóðsins um styrk. Endanlegar
styrkupphæðir liggja því ekki fyrir
að svo komnu, þ.e. úthlutun þess-
ara 450 milljóna króna. Lokafrestur
til að þiggja tilboð sjóðsins er til há-
degis föstudaginn 8. mars nk.
Fram hefur komið að ljósleiðara-
verkefnið í Borgarbyggð er stærsta
einstaka verkefnið á landsvísu og
helgast það af landsstærð og fjölda
bæja í dreifbýli. Áætlað er að það
kosti rúmar 500 milljónir króna
að ljósleiðaravæða dreifbýli Borg-
arbyggðar og á það að koma til
framkvæmda á þessu ári og tveim-
ur næstu árum og skiptist umrædd-
ur hálfur milljarður nokkuð jafnt á
þessi þrjú ár. mm
Borgarbyggð og Dalabyggð fá
úthlutað til ljósleiðaravæðingar
Sími 455 54 00
Fax 455 54 99
postur@byggdastofnun.is
byggdastofnun.is
Átt þú rétt á styrk til jöfnunar
flutningskostnaðar?
Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar
og lögaðilar sem:
stunda framleiðslu á vörum sem falla
undir c-bálk ÍSAT2008
stunda framleiðslu á vörum sem falla
undir flokk 01.1 og/eða flokk 01.2 í a-
bálk ÍSAT2008 enda sé varan fullunnin
í söluhæfar umbúðir.
Flytja þarf framleiðsluvöru meira en 150 km frá
framleiðslustað á innanlandsmarkað eða að
útflutningshöfn.
Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og
er umsóknafrestur til og með 31. mars.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu
Byggðastofnunar og í síma 455-5400.
Styrkir