Skessuhorn


Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfell og Valur mættust í stór- skemmtilegum leik í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll á mið- vikudagskvöld. Snæfellskonur höfðu yfirhöndina bróðurpart leiksins en gríðarsterkt lið Vals hélt sér alltaf inni í leiknum. Valur tók síðan öll völd á vellinum í upphafi lokafjórð- ungsins. Sá leikkafli varð til þess að Valskonur fóru með sigur af hólmi, 83-72 og mæta Stjörnunni í úrslita- leik bikarsins á laugardaginn. Snæfellskonur byrjuðu leikinn af miklum krafti, spiluðu mjög góða vörn sem skilaði mörgum auðveld- um körfum á hinum enda vallarins. Kristen McCarthy var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í upphafi leiks. Hún skoraði ellefu af 24 stigum Snæfells í fyrsta leikhluta og stal hvorki fleiri né færri en fimm boltum fyrstu tíu mínúturnar. Snæ- fell leiddi með tíu stigum eftir upp- hafsfjórðunginn, 24-14. Valskonur skoruðu fyrstu sex stig annars leik- hluta og minnkuðu muninn í 24-20. Þá náði Snæfell góðum leikkafla og komst í kjölfarið ellefu stigum yfir, 31-20. Valsliðið svaraði fyrir sig og náði forystunni þegar 40 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik og leiddu með þremur stigum í hléinu, 45-42. Helena Sverrisdóttir fór mikinn í liði Vals í fyrri hálfleiknum, þar sem hún skoraði 20 af 45 stigum liðsins. Snæfell náði forystunni í upphafi síðari hálfleiks en Valur fylgdi þeim eins og skugginn. Liðin skiptust á að skora og leikurinn var æsispennandi. Snæfell leiddi með tveimur stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 60-58. Valskonur tóku stjórn leiksins í sínar hendur í upphafi lokafjórð- ungsins. Þær spiluðu afar góða vörn, skoruðu fyrstu tólf stig leikhlutans og komust þar með tíu stigum yfir. Snæfellskonur reyndu sem mest þær máttu að svara fyrir sig en Valskonur stigu ekki feilspor á lokamínútunum og höfðu að lokum níu stiga sigur, 83-72. Það verður því Valur sem mætir Stjörnunni í úrslitaleik bik- arsins næstkomandi laugardag. Kristen McCarthy átti stórleik fyrir Snæfell á báðum endum vall- arins. Hún skoraði 24 stig, tók níu fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal hvorki fleiri né færri en tíu boltum. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 stig og Berglind Gunnarsdóttir var með ellefu. Helena Sverrisdóttir fór fyrir liði Vals, skoraði 33 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Heather Butler kom henni næst með 27 stig en aðrar komust ekki í tvegja stafa tölu á stigatöflunni. kgk Snæfell úr leik í bikarnum Tap eftir spennandi undanúrslitaleik gegn Val Gunnhildur Gunnarsdóttir og félagar hennar í Snæfelli urðu að játa sig sigraðar eftir hörkuleik gegn Val í undanúrslitum bikarsins. Ljósm. úr safni/ sá. Grundfirðingurinn Hlynur Bær- ingsson hefur ákveðið að landsleik- urs Íslands og Portúgals í körfu- knattleik karla á morgun, fimmtu- dag, verði hans síðasti landsleikur. Hlynur er núverandi landsliðsfyr- irliði og leikjahæsti leikmaður liðs- ins. Lokaleikur hans gegn Portúgal verður 125. landsleikur Hlyns, sem gerir hann að sjötta landsleikjahæsta körfuknattleiksmanni íslenskrar körfuboltasögu. Hlynur var fyrst valinn í landsliðshópinn árið 1999 en lék fyrsta leikinn árið 2000. Leikurinn gegn Portúgal verður jafnframt kveðjuleikur Jóns Arnórs Stefánssonar með landsliðinu, sem mun þar leika sinn hundraðasta og jafnframt síðasta landsleik. kgk Hlynur leggur landsliðsskóna á hilluna Hlynur Bæringsson til varnar finnska ungstirninu Lauri Markkanen á Evrópumótinu í Finnlandi 2017. Ljósm. úr safni. Knattspyrnudeild ÍA hefur gengið frá tveggja ára samningi við sænska varnarmanninn Marcus Johansson. Mun hann því leika með liðinu í Pepsi deild karla á komandi sumri. Marcus er fæddur árið 1993 og gengur til liðs við ÍA frá Silkeborg IF í Danmörku. Hann er uppalinn hjá Halmstads BK, þar sem hann á 43 leiki að baki. Á vef KFÍA er haft eftir Marcus að hann sé afar spenntur fyrir þeim verkefnum sem framundan eru hjá ÍA og hlakki til að starfa með Jó- hannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara meistaraflokks karla og öllu þjálf- arateyminu. kgk ÍA semur við sænskan varnarmann Marcus Johansson í búningi danska liðsins Silkeborg IF. Grundarfjörður tók á móti b- liði ÍR í þriðju deildinni í körfu- bolta síðasta sunnudag. Bæði lið mættu ákveðin til leiks en heima- menn voru þó ívið sterkari fram- an af. Grundarfjörður leiddi í hálf- leik og komst ellefu stigum yfir þegar stutt var til leiksloka. En þá komu gestirnir fílefldir til leiks og náðu að minnka muninn og kom- ast einu stigi yfir með þriggja stiga körfu þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka. Heimamenn þustu í sókn og gestirnir brutu á þeim og Grundfirðingar fengu tvö vítaköst þegar einungis tvær sekúndur voru á klukkunni og staðan 71-70 gest- unum í vil. Heimamenn skoruðu úr öðru vítinu en seinna vítið geigaði og því þurfti að framlengja leikinn. Heimamenn voru miklu ákveðn- ari í framlengingunni og lönduðu öruggum 88-77 sigri. Grundfirð- ingar eru þá með sex stig í neðri hluta þriðju deildar en þeir unnu einnig b-lið Hauka á heimavelli í endaðan janúar áður en þeir töp- uðu naumlega fyrir Hrunamönn- um 9. febrúar síðastliðinn. tfk Grundarfjörður sigraði b lið ÍR Gullmót KR í sundi var haldið helgina 9.-10. febrúar. Alls tóku 457 keppendur þátt og þar af 33 frá Sundfélagi Akraness 9-18 ára. Áttu þeir góðu gengi að fagna á mótinu. „Samtals voru 153 bætingar af 175 mögulegum sem er frábær árang- ur og framtíðin svo sannarlega björt hjá sundmönnunum okkar,“ segir á Facebook-síðu sundfélags- ins. Keppt var í 50 metra laug á tíu brautum og voru það töluverð viðbrigði fyrir yngstu keppendur Sundfélags Akraness, sem dagsdag- lega æfa á þremur brautum í Bjarna- laug sem er 12,5 metra löng. „Þau voru ótrúlega brött á bakkanum og létu þessi viðbrigði lítið á sig fá.“ Brynhildur Traustadóttir hafn- aði í öðru sæti í 200 m skriðsundi í flokki 15 ára og eldri. Enrique Snær Llorens Sigurðarson varð þriðji í 200 m fjórsundi og 200 m bringu- sundi 15 ára og eldri og Ragnheið- ur Karen Ólafsdóttir varð þriðja í 50 m og 100 m bringusundi 15 ára og eldri. Í flokki 13-14 ára varð Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir önnur í 100 m baksundi, 100 m bringu- sundi og 200 m bringusundi. Krist- ján Magnússon varð þriðji í 100 m skriðsundi og 100 m flugsundi. Að kvöldi laugardags fór fram svokallað Super challenge á Gull- móti KR, en það er úrslitakeppni í flugsundi. Synt er undir tónlist og mikið fjör í lauginni. Guðbjörg Bjartey setti Akranesmet í 50 m flugsundi telpna, þar sem hún synti á tímanum 31.38 sek. Skilaði það henni örðu sæti, 0,12 sek. á eftir fyrsta sætinu. Kristján Magnússon varð þriðji í drengjaflokki á tíman- um 32.37 sek. kgk Góður árangur á Gullmóti KR Stærstur hluti keppenda ÍA á Gullmóti KR í sundi. Ljósm. Sundfélag Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.