Skessuhorn


Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 201912 Sannkölluð vertíðarstemning er í Snæfellsbæ þessa dagana. Mikill afli hefur borist að landi og veiðst vel í öll veiðarfæri, að sögn Þórð- ar Björnsson hafnarvarðar í Ólafs- vík. Netbáturinn Bárður SH land- aði til dæmis 40 tonnum á einum og sama deginum en þann dag var tvílandað. Einnig hefur netabátur- inn Arnar SH fengið góðan afla og síðasta laugardag var Arnar með 24 tonn. Dragnótarbáturinn Stein- unn SH var með 160 tonn í síðustu viku og þar af gerði einn róðurinn 62 tonn. Þórður hafnarvörður seg- ir að þetta sé svipaður afli og á síð- asta ári. Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar, tekur í sama streng og Þórður og segir að mjög góð- ur afli hafi borist að landi í síðustu viku. „Við tókum á móti 593 tonn- um en í sömu vika á síðasta ári var tekið á móti 464 tonnum. Meðal- verð á þorski núna var 294 krón- ur á móti 262 krónum í fyrra. Það hefur verið mjög mikið að gera í slægingarþjónustinni hjá okkur og í síðustu viku voru slægð 311 tonn á móti 157 tonnum á sama tíma í fyrra. Þannig að við get- um ekki annað en verið ánægð- ir,“ segir Andri. Aron Baldursson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Ís- lands, tekur í svipaðan streng og segir í samtal við Skessuhorn að nú sé vertíðin skollin á; mik- ill fiskur og nóg að gera. „Við seldum 635 tonn í síðustu viku,“ segir Aron og bætir við að það sé aðeins meiri afli en á sama tíma á síðasta ári. „Við rekum einn- ig flokkunar- og slæigingarþjón- ustu í Rifi og erum nú með 21 starfsmann þar í vinnu og þar hefur verið nóg að gera.“ Meðfylgjandi myndir voru allar teknar á liðnum dögum og sýna góða stemningu á sjó og í landi. af Sannkölluð vertíðarstemning í Snæfellsbæ Netabáturinn Arnar SH frá Stykkishólmi að draga netin skammt frá Ólafsvík og aflinn í þessum róðri var 24 tonn af rígvænum þorski. Ásmundur Sigurjón Guðmundsson skipstjóri er í lúgunni. Arnaldur Björnsson að salta þorskhausa í Valafelli. Svipmynd úr slægingarþjónustu Fiskmarkaðs Íslands. Björn Erlingur Jónasson útgerðarmaður á Ólafi Bjarnasyni SH og Orri Freyr Magnússon með einn vænan en Ólafur er á netum og hefur aflað vel. Hafsteinn Lárusson og Hjörtur Ársælsson við slægingu hjá Fiskmarðaði Íslands í Rifi. Allt er nýtt úr fiskinum í dag og eru þessar dömur að skilja að lifur og slóg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.