Skessuhorn


Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 8. tbl. 22. árg. 20. febrúar 2019 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Gildir alla daga frá 11–16 ef þú sækir 1.000 KR. Lítil pizza af matseðli 0,5 lítra gos 1.500 KR. Pizza af matseðli, miðstærð 0,5 lítra gos Landnámssetrið Borgarnesi sími 437-1600 „Farðu á þinn stað“ Í flutningi Tedda löggu föstudaginn 22. febrúar kl. 20:00 laugardaginn 23. febrúar kl. 20:00 sunnudaginn 24. febrúar kl. 16:00 Ný sýning á Söguloftinu Njálssaga Bjarna Harðar Frumsýning laugardaginn 2. mars kl. 20:00 Næsta sýning sunnudaginn 3. mars kl. 16:00 Nánar um dagskrá og miðasala á landnam.is/vidburdir UPPSELT NOKKUR SÆTI LAUS UPPSELT 20 ÁR Í liðinni viku hélt Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar opna æfingu við bækistöðvar slökkviliðsins við Kalmansvelli á Akranesi. Þar gat fólk fengið leiðsögn í með- ferð slökkvitækja, skoðað tækjakost og þá sýndu slökkviliðsmenn þegar klippa þurfti bíl. Á meðfylgjandi mynd er verið að slökkva eld í bíl. Tíu nýliðar hófu sama dag störf í slökkviliðinu og sjást tveir þeirra spreyta sig á verkefninu. Sjá nánar í frétt í blaðinu í dag. Ljósm. mm. Á þriðjudagsmorgni í liðinni viku varð árekstur tveggja bíla í ofan- verðum Hvalfjarðargöngum, um 500 metra frá gangamunnanum að norðanverðu. Tveir menn slös- uðust. Atvikalýsing var þannig að lítill jepplingur á norðurleið varð kyrrstæður í göngunum. Virð- ist sem ökumaðurinn hans hafi verið í vandræðum með akstur- inn í nokkurn tíma, ef marka má atburðaskráningu frá Vegagerð- inni, sem Skessuhorn hefur und- ir höndum. Öðrum bíl er svo ekið aftan á hinn kyrrstæða. Bilaða bílnum hafði verið ekið út úr því sviði sem Vegagerðin nær að taka upp í eftirlitsmyndavélakerfi sínu og starfsmenn geta séð í vaktstöð. Höfðu þeir því ekki vitneskju um slysið fyrr en þeim barst útkalls- boð frá Neyðarlínunni. Eftir að Neyðarlínan fékk boð var ekki sett á hæsta viðbúnaðarstig jafn- vel þótt eldsneyti læki frá bílunum og eldhætta því umtalsverð. Loks varð misbrestur á að slökkvilið yrði kallað út með forgangi, en 13 mínútur liðu frá því Neyðarlínu var gert viðvart um slysið og þar til Slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar var kallað út. Þráinn Ólafsson, slökkviliðs- stjóri á Akranesi, segir í samtali við Skessuhorn að margt hafi greini- lega brugðist í þessu óhappi, bæði í eftirliti með umferð, en ekki síð- ur í útkalli Neyðarlínunnar eft- ir að vegfarandi gerði viðvart. Af þessari reynslu beri að draga lær- dóm og mun hann við fyrsta tæki- færi kalla til fundar forsvarsmenn Vegagerðar, ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar til að fara yfir það sem augljóslega verði að bæta í viðbragðsáætlun. Þráinn telur vísbendingar um að menn hafi sofnað á verðinum hvað varðar alvarleika óhappa í jarðgöngum, með tilliti til viðbúnaðar vegna eld- og sprengihættu. Þá kem- ur einnig fram í viðtali við Þrá- inn í Skessuhorni í dag að dreg- ið hafi úr þjónustu og öryggi eftir að rekstur ganganna fór úr hönd- um Spalar og til Vegagerðarinnar síðastliðið haust. Dráttarbíll við gangamunnann og mönnuð vakt í skýli hafi oft komið sér vel, en sú vakt er ekki lengur til staðar. Sjá nánar bls. 10. mm Eftirliti og viðbragðsáætlun ábótavant Frá vettvangi áreksturs tveggja bíla í Hvalfjarðargöngum að morgni þriðjudags- ins 12. febrúar sl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.