Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Side 1

Skessuhorn - 13.02.2019, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 7. tbl. 22. árg. 13. febrúar 2019 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Gildir alla daga frá 11–16 ef þú sækir 1.000 KR. Lítil pizza af matseðli 0,5 lítra gos 1.500 KR. Pizza af matseðli, miðstærð 0,5 lítra gos Landnámssetur í febrúar sími 437-1600 „Farðu á þinn stað“ Í flutningi Tedda löggu laugardaginn 23. febrúar kl. 20:00 sunnudaginn 24. febrúar kl. 16:00 Ný sýning á Söguloftinu Njálssaga Bjarna Harðar Frumsýning laugardaginn 2. mars kl. 20:00 Næsta sýning sunnudaginn 3. mars kl. 16:00 Nánar um dagskrá og miðasala á landnam.is/vidburdir UPPSELT ÖRFÁ SÆTI LAUS 20 ÁR Á Borgarnes- blótinu síðast- liðið laugardags- kvöld var til- kynnt um hver væri útnefnd- ur Borgnesingur ársins 2018. Er þetta í þriðja sinn sem staðið er að þessar útnefningu á Borgarnesblótinu. Áður hafa Þor- steinn Eyþórsson og Guðrún Emilía Daníelsdóttir hlotið þennan heiður. Að þessu sinni er það Guðrún Birna Haraldsdóttir sem er Borgnesingur ársins. Guðrún á heiðurinn sannar- lega skilinn en hún hefur í um 22 ár staðið vaktina við gangbraut á Borg- arbraut og aðstoðað unga grunn- skólanemendur að komast heilu og höldnu yfir götuna á leið sinni í skól- ann á morgnana. Það var Gunnlaug- ur A Júlíusson sveitarstjóri sem veitti Guðrúnu viðurkenninguna. Hann lýsti Guðrúnu sem glaðværri, já- kvæðri og hjálpsamri konu og máli sínu til stuðnings nefndi hann að hún meira að segja skutli kisum heim til sín þurfi þær á því að halda. Sjá nánar bls. 8. Borgnesingur ársins Þeir Daði Freyr og Alexander Dominik voru meðal þeirra sem kynntu sér starfsemi viðbragðsaðila á 112 deginum síðastliðinn mánudag. Þessir grundfirsku snáðar fengu að máta hjálmana hjá slökkviliðinu í Grundarfirði og líkaði það vel. Sjá nánar bls. 17. Ljósm. tfk. Björgunarsveitin Berserkir í Stykk- ishólmi fékk á dögunum nýjan harðbotna slöngubát af gerðinni Ribcraft. „Báturinn er árgerð 2014 og kemur til með að leysa af hólmi eldri bát sveitarinnar, sem var af gerðinni Atlantic 21, árgerð 1985,“ segir Kristján Lár Gunnarsson í samtali við Skessuhorn. „Nýi bát- urinn er sex metra langur og knú- inn áfram af tveimur 90 HP Suzuki utanborðsmótorum sem skila bátn- um á 35 hnúta hraða. Hann er vel búinn tækjum til siglingar og á von- andi eftir að nýtast sveitinni vel,“ segir Kristján Lár. arg Berserkir fá nýjan bát Berserkir fjárfestu í nýjum björgunarbáti. Ljósm. sá. Síðastliðinn föstudag féll lítið snjó- flóð úr norðvesturhlíðum Akra- fjalls, ofantil á móts við Reynisrétt. Frá þessu var greint á Facebook síðu Björgunarfélags Akraness þar sem meðfylgjandi mynd var birt. „Þetta er góð áminning. Snjóflóð geta fall- ið í hvaða brekku sem er, sé snjór til staðar og réttar veðuraðstæður, en algengt í 30-60 gráðu halla.“ Björgunarfélagsfólk notar tæki- færið og minnir fjallgöngufólk að vera vakandi fyrir snjóflóðahættu á ferðum sínum. „Í vetrarferðum er rétt að vera með snjóflóðaýla, skóflu og snjóflóðastöng meðferðis. Sleða- menn og skíðamenn í dag geta líka verið með bakpoka með innbyggð- um púða sem blæs upp í þvi skyni að minnka líkur á að viðkomandi graf- ist undir flóði lendi hann í því. Síð- an þarf að kunna að nota búnaðinn í neyð! Staðreyndin er sú að lífslíkur þess sem grefst í flóði eru góðar ná- ist hann upp mjög fljótt (helst innan 15 mínútna). Þá reynir á félagana að bjarga. Eftir þann tíma fara lífslíkur hratt minnkandi.“ mm Spýja féll úr hlíðum Akrafjalls

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.