Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Page 4

Skessuhorn - 13.02.2019, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Markvissari ferðaþjónusta Það hefur stundum verið sagt að ef við vitum hvert við ætlum að stefna, þá komumst við þangað. Að sama skapi er stefnumótun í rekstri fyrirtækja, stofnana eða atvinnugreina býsna nauðsynleg ef árangur á að nást. Slík vinna hefst með upplýsingaöflun, leiðir til markmiðasetningar og ákvörð- unar um þær leiðir sem fara á til að ná tilsettum markmiðum. Þeir sem hyggja á stefnumótun byrja því á að skoða umhverfi sitt. Skoða hvar þeir eru, hvert þeir vilja komast og hvernig þeir ætla að ná þangað. Í blaðinu í dag er ítarlega greint frá verkefni sem undanfarin tvö ár hefur verið í gangi og snýr að stefnumótun í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Áfangi í því verkefni var útgáfa skýrslu sem nefnist Áfangastaðaáætlun Vesturlands. Í rúma tvo áratugi hef ég talsvert fylgst með vexti og viðgangi ferða- þjónustu á Vesturlandi. Fyrst sem sumarstarfsmaður milli vetra í háskóla- námi, þá sem atvinnuráðgjafi hjá SSV en eftir það í gegnum starf mitt við fjölmiðlun. Skessuhorn hefur undanfarna tvo áratugi í samstarfi við ferða- þjónustuna á Vesturlandi gefið út ferðabækling um landshlutann. Bækling sem ferðamenn, erlendir sem innlendir, geta nýtt sér til gagns á ferðum sínum. Óhætt er að segja að atvinnugreinin hafi á liðnum áratug vaxið á ógnarhraða. Með falli krónunnar samhliða gjaldþroti íslensku bankanna árið 2008 urðu efnahagslegar forsendur til ferðaþjónustu miklu betri en áður. Lágt gengi krónunnar var sem vítamínsprauta í ferðaþjónustu líkt og í tilfelli annarra útflutningsgreina. Menn fóru að grípa þau tækifæri sem í þessu fólust, nýir gististaðir urðu til, afþreying jókst, veitingageirinn tók að blómstra og áfram mætti telja. Þannig er nú verulegt hlutfall starfa við ferðaþjónustu sem víða er orðin burðarstoð í atvinnulífinu. Stoðkerfi ferðaþjónustunnar hefur einnig verið að eflast, ekki síst vegna þess að menn vilja beina áherslum og fjármunum til skynsamlegra verk- efna. Þess vegna fagna ég því að út er komin viðamikil skýrsla sem verð- ur grunnur að stefnumótun ferðaþjónustu á Vesturlandi. Til efnisöflunar var leitað til grasrótar íbúa og hagsmunaaðila á Vesturlandi og þeir hafðir með í ráðum frá upphafi. Menn hafa áttað sig á að ferðaþjónusta sem ekki er stunduð í sátt við umhverfið á það á hættu að lenda í árekstrum. Ekki síst fagna ég því að eitt fyrsta áhersluatriðið sem ákveðið hefur verið er að kortleggja þá áningarstaði og útivistarleiðir sem ferðamenn vilja fara um. Kanna þarf t.d. vilja landeigenda til uppbyggingar og tryggja að ferðaþjón- ustan sé þannig rekin í sátt við nærumhverfið. Í viðtali við Margréti Björk Björnsdóttir, ferðamálafræðing hjá SSV, í Skessuhorni í dag kemur ein- mitt fram að skoða á burðarþol, aðgengi, áhættu og kostnað við nauðsyn- lega uppbyggingu áningarstaða og útivistarsvæða. Þegar því verki verður lokið verður hægt að forgangsraða þessum svæðum varðandi uppbyggingu og kynningu. Óhætt er að segja að slíka greiningarvinnu hefur skort með tilheyrandi óhöppum og árekstrum. Nægir að nefna sem dæmi tilviljana- kenndar gönguferðir ferðafólks á hið formfagra Kirkjufell í slæmu veðri og afleitri færð eða ólöglega gjaldtöku á bílastæði við Hraunfossa. Slíka árekstra má koma í veg fyrir og í raun er kortlagning upplýsinga um fjöl- marga staði forsenda þess að ferðaþjónustan geti byggst upp og þrifist í sátt við samfélagið. Vesturland á mikið inni þegar horft er til mögulegrar fjölgunar ferða- manna. Það væri hins vegar ekkert vit í takmarkalausri fjölgun nema að undangenginni grunnvinnu eins og þeirri sem hér hefur verið nefnd. Óheft fjölgun ferðafólks á ýmsa staði myndi einfaldlega kalla á slys og árekstra við fólkið sem landið byggir. Það er skynsamlegt að koma í veg fyrir Gullfoss- og Geysistroðning þar sem magnið er fyrir löngu farið að bitna á upplifun gesta af þessum stöðum. Magnús Magnússon Í Héraðsdómi Vesturlands síðast- liðinn mánudag var dæmt í máli sem Hús og lóðir ehf. höfðuðu á hendur sveitarfélaginu Borg- arbyggð. Krafa stefnanda var að viðurkennd yrði með dómi bóta- skylda sveitarfélagsins vegna tjóns sem hlaust af byggingarleyfum sem Borgarbyggð gaf út til Húss og lóða ehf. fyrir nýbyggingar að Borgarbraut 57 og 59 í Borgar- nesi 16. september 2016 og fyr- ir nýbyggingu að Borgarbraut 59 hinn 5. október 2016, en sem úr- skurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála felldi úr gildi með úr- skurðum síðar undir lok þess árs. Úrskurðirnir höfðu í för með sér tafir á byggingaframkvæmdum Húss og lóða með tilheyrandi fjár- magnskostnaði. Jafnframt krafðist stefnandi að málskostnaður yrði greiddur af stefnda. Borgabyggð krafðist sýknu. Í dómsorðum segir: „Vísað er frá dómi kröfu stefnanda, Húss og lóða ehf., um að viðurkennd verði bótaskylda stefnda, Borgar- byggðar, gagnvart stefnanda vegna tjóns sem hlaust af byggingarleyfi sem stefndi gaf út hinn 16. sept- ember 2016 fyrir nýbyggingum að Borgabraut 57 og 59, Borgar- byggð. Stefndi er að öðru leyti sýkn af kröfum stefnanda í máli þessu,“ segir í dómsorðum Ásgeirs Magnússonar dómara við Héraðs- dóm Vesturlands. Málskosntnað- ur milli aðila var jafnframt felldur niður. mm Borgarbyggð ekki bótaskyld vegna nýframkvæmda við Borgarbraut „Engir skoteldar af þeim 25 sem voru skoðaðir í eftirliti Umhverf- isstofnunar milli jóla og nýárs reyndust merktir með fullnægjandi hætti,“ segir í tilkynningu frá stofn- uninni. „Vegna sprengihættu sem stafar af skoteldum ber að merkja þá með hættumerkinu „Sprengi- fimt“ í samræmi við ákvæði reglu- gerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efna- blanda. Þá skulu á umbúðum þeirra vera staðlaðar hættu- og varnað- arsetningar á íslensku sem lýsa eðli hættunnar og einnig skal leið- beint um örugga notkun, geymslu og förgun. Sömuleiðis er krafa um að viðvörunarorð á íslensku komi fram á umbúðunum, annað hvort „Varúð“ eða „Hætta“ og lýsir hið síðarnefnda alvarlegri hættueigin- leikum.“ Í úrtaki eftirlits Umhverfisstofn- unar lentu 25 mismunandi skot- eldar frá þeim sex birgjum sem eru ráðandi á markaði hér á landi. „Hættumerkingum á skoteldum er augljóslega mjög ábótavant þar sem engin vara af þessum 25 í úrtakinu uppfyllti kröfur á fullnægjandi hátt. Hvorki voru íslenskar né erlend- ar merkingar á 13 vörum (52%). Merkingar voru aðeins á erlendu tungumáli á 4 vörum (16%) og 8 vörur báru ófullnægjandi merking- ar á íslensku.“ Umhverfisstofnun gerir kröfu um að allar vörur verði rétt merktar á næsta sölutímabili, þ.e. áramótin 2019-2020. Áformar stofnunin að fylgja því eftir með öðru eftirliti. mm Hættumerkingum skotelda ábótavant „Miðstjórn ASÍ skorar á stjórnvöld að stofna óhagnaðardrifinn sam- félagsbanka enda er almenningur langþreyttur á skorti á samkeppni á fjármálamarkaði, miklum kostnaði og háu vaxtastigi hér á landi,“ seg- ir í tilkynningu frá miðstjórn ASÍ. „Með eignarhlut sínum í ríkisbönk- um eru stjórnvöld í kjörstöðu til að stofna óhagnaðardrifinn samfélags- banka, þar sem hagsmunir neytenda verði hafðir að leiðarljósi og skil- ið sé á milli áhættusækins banka- reksturs og almennrar inn- og út- lánastarfsemi. Miðstjórn ASÍ tel- ur að stofnun slíks samfélagsbanka geti verið mikilvæg leið til að auka heilbrigði fjármálamarkaðar og færa vaxtastig og kostnað nær því sem þekkist í nágrannalöndum.“ mm Alþýðusambandið vill samfélagsbanka Atlas lögmenn f.h. Sæmundur Ás- geirsson eiganda Gamla bæjarins á Húsafelli, hafa stefnt Borgarbyggð og Páli Guðmundssyni á Húsafelli II. Í stefnunni er gerð krafa um að felld verði úr gildi ákvörðun þess stefnda, frá 20. desember 2018, um að synja kröfu um að fjarlægja af lóðinni Bæjargili í Húsafelli mann- virki væntanlegs legsteinasafns og pakkhús sem komið var fyrir á lóð þar og á að þjóna sem menning- ar- og þjónustuhús fyrir væntan- legt listaverkasafn Páls á Húsafelli. Þess er krafist að málið verði tekið til meðferðar að nýju. Mál þetta var lagt fyrir fund byggðarráðs Borgarbyggðar síð- astliðinn fimmtudag. Þar var sam- þykkt að fela sviðsstjóra umhverf- is- og skipulagssviðs að taka sam- an minnisblað um stöðu málsins og kynna sveitarstjórnarfulltrúum fyrir næsta fund sveitarstjórnar sem er á dagskrá á morgun, fimmtudag. Þá samþykkti byggðarráð jafnframt að fela Pacta lögmönnum að ann- ast málið fyrir hönd sveitarfélagsins og leggja þá ákvörðun fyrir sveitar- stjórn til afgreiðslu. mm Stefna lögð fram vegna legsteinasafns og pakkhúss Pakkhúsið og fjær við enda þess er uppsteypt legsteinahús.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.