Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Page 7

Skessuhorn - 13.02.2019, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 7 Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg sumarstörf við ferðaþjónustu hjá fyrir- tækinu. Á Húsafelli er hótel, veitingastaður, bistró, verslun, sundlaug, tjaldsvæði, golfvöllur, afþreyingar- og upplýsingamiðstöð og sumarhúsabyggð. Við leitum að öflugu fólki sem brosir, hefur ríka þjónustulund og er sveigjanlegt ásamt því að hafa haldbæra reynslu af þjónustustörfum og menntun sem nýtist í starfi. Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá með meðmælum og mynd á netfangið: starf@husafell.is. Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2019. Sumarstörf Tjaldverðir • Sundlaugarverðir • Golfvallarstarfsmenn• Gönguleiðsögumenn• Netfang: rafstodin@rafstodin.is • Sími: 431-1201 ÖLL ALMENN RAFLAGNAVINNA Á VESTURLANDI Skjót og góð þjónusta Spurningakeppnin Viskukýrin er árlegur viðburður í Landbúnað- arháskóla Íslands á Hvanneyri og fór hún fram 7. febrúar síðastlið- inn. Þar öttu kappi fimm lið nem- enda skólans auk starfsmanna, starfsmanna Hvannahússins auk heimafólks. Þetta var í fimmtánda skipti sem keppnin var haldin og er hún því orðin nokkuð rótgróinn liður, ekki bara í skólalífinu held- ur jafnframt hjá staðarbúum. Í úr- slit náðu starfsmenn skólans og Hvannahússins en eftir æsispenn- andi baráttu landaði Hvannahúsið sigri á síðustu spurningum. Hvannahúsið bar sigur úr býtum í Viskukúnni Umgjörð keppninnar er nokkuð þjóðleg en nokkuð er lagt upp úr því að búa anddyri og matsal skól- ans með hlutum í anda eldri tíma og er ullin af íslensku sauðkindinni þar nokkuð áberandi með munum frá Ullarselinu og heimamönnum. Þá er borið á borð slátur og hákarl með mjólk fyrir keppendur til að gæða sér á til að virkja heilasell- urnar. sla Guðrún Bjarnadóttir, einn af stofnendum Viskukýrinnar, afhenti ásamt Loga Bergmanni spyrli, vinningsliðinu farandgrip og blóm. Lið Hvannahússins skipuðu þau Iðunn Hauksdóttir, Ellert Arnar Marísson og Guðmundur Sigurðsson. Viska hin fimmtánda er dökkkolóttur, skjöldóttur og húfóttur kálfur númer 2017 frá Hvanneyrarbúinu. Hún fylgdist prúðbúin með keppninni á meðal áhorfenda í góðu yfirlæti. Það er nemendafélag LBHÍ sem stendur að keppninni en eftir viðburðinn tekur nýkjörin stjórn, sem sjá má á myndinni, við keflinu og mun starfa næsta árið.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.