Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Side 8

Skessuhorn - 13.02.2019, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 20198 46% óku of hratt BIFRÖST: Lögreglan á Vest- urlandi var við hraðamæling- ar á sérútbúnum bíl á tveimur stöðum í umdæminu í vikunni sem leið. Milli kl. 17 og 18 á fimmtudag var athugaður um- ferðahraði á Vesturlandsvegi við Hafnarskóg undir Hafn- arfjalli. Alls voru hraðamæld- ir 153 bílar á þessum klukku- tíma og þar af voru sjö kærð- ir fyrir of hraðan akstur, en há- markshraði á staðnum er 90 km/klst. Daginn eftir voru lög- reglumenn við hraðamælingar við Bifröst milli kl. 16 og 18, þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Þar voru 120 ökutæki hraðamæld og hvorki fleiri né færri en 55 voru kærðir fyrir of hraðan akstur, eða tæp 46%. Meðalhraði þessara 55 sem voru kærðir var 90 km/klst., eða 20 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða. Lögregla vill minna á að ástæða er fyrir því að hámarkshraði þjóðvegarins er lækkaður úr 90 og niður í 70 km/klst. þegar ekið er framhjá Bifröst. Vill lögregla biðja ökumenn að huga sérstaklega að lækkuðum hámarkshraða á þjóðvegum. -kgk Sýna samstöðu með þolendum ofbeldis GRUNDARFJ: Dansbylt- ingin Milljarður rís fer fram í íþróttahúsinu í Grundar- firði fimmtudaginn 14. febrú- ar klukkan 12.15-13.00. Að þessu sinni verður það eini staðurinn á Vesturlandi þar sem dansað verður. „Þetta er í sjöunda sinn sem viðburður- inn er haldinn hér á landi og fólk kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, fá að njóta sömu tækifæra án ótta við of- beldi. Það er óhugnanleg stað- reynd að ein af hverjum þrem- ur konum um heim allan verð- ur fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, það er um ein milljón kvenna. Við mjökumst þó hægt í rétta átt og það verður ljósara með hverju árinu sem líður að of- beldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið,“ segir í til- kynningu. -fréttatilkynning Gæsluvarðhald framlengt AKRANES: Með dómi hefur Landsréttur framlengt gæslu- varðhaldsúrskurð yfir sjötugri konu sem grunuð er um til- raun til manndráps á Akra- nesi í nóvember á síðasta ári. Konunni er gefið að sök að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í brjóstkassann. Hún neitar sök og heldur því fram að tengdasonurinn hafi sjálfur gengið að henni og far- ið þannig á hníf sem hún hélt á. Fram kemur í gæsluvarð- haldsúrskurðinum að kon- unni og tengdasyninum beri ekki saman um atvik máls en framburður tengdasonarins eigi sér að mörgu leyti stoð í gögnum málsins. Með hlið- sjón af almannahagsmunum ákvað Landsréttur, að kröfu lögreglustjóra, að framlengja gæsluvarðhald konunnar til 28. febrúar nk. klukkan 16:00. -mm Ragnar Þór sjálfkjörinn LANDIÐ: Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórn- arkjörs VR rann út á hádegi sl. mánudag. „Kjörstjórn VR hefur úrskurðað eitt einstak- lingsframboð til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 löglega fram borið en það er framboð Ragnars Þórs Ing- ólfssonar og er hann því sjálf- kjörinn formaður VR til næstu tveggja ára. Önnur fram- boð til formanns bárust ekki. Þá hefur kjörstjórn VR feng- ið 16 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabil- ið 2019-2021 og vinnur í að kanna lögmæti þeirra. Fundur verður haldinn með frambjóð- endum kl. 12.00 miðvikudag- inn 13. febrúar og verða nöfn frambjóðenda birt á vef VR að honum loknum,“ segir í til- kynningu. Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 2.-8. febrúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 24.464 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 11.436 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 12.601 kg. Mestur afli: Kvika SH: 12.601 kg í tveimur róðrum. Grundarfjörður: 9 bátar. Heildarlöndun: 329.018 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.007 kg í einni löndun. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 271.463 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 60.765 kg í sex róðrum. Rif: 15 bátar. Heildarlöndun: 566.602 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 110.357 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 9.329 kg. Mestur afli: Sjöfn SH: 2.776 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Rifsnes SH - RIF: 71.095 kg. 3. febrúar. 2. Hringur SH - GRU: 65.007 kg. 6. febrúar. 3. Sigurborg SH - GRU: 61.054 kg. 5. febrúar. 4. Tjaldur SH - RIF: 60.504 kg. 6. febrúar. 5. Vörður EA - GRU: 58.199 kg. 2. febrúar. -kgk Á Borgarnesblótinu síðast- liðið laugardagskvöld var til- kynnt um hver væri útnefnd- ur Borgnesingur ársins 2018. Er þetta í þriðja sinn sem staðið er að þessar útnefningu á Borgarnesblótinu og að þessu sinni var það Guðrún Birna Haraldsdóttir. Guðrún á heiðurinn sannarlega skil- inn en hún hefur í nærri 22 ár staðið vaktina við gang- braut á Borgarbraut og að- stoðað unga grunnskólanem- endur yfir götuna á leið sinni í skólann á morgnanna. Það var Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri sem veitti Guð- rúnu viðurkenninguna. Hann lýsti Guðrúnu sem glaðværri, jákvæðri og hjálpsamri konu og máli sínu til stuðnings nefndi hann að hún meira að segja skutli kisum heim til sín þurfi þær á því að halda. „Svona lagað getur held ég aldrei annað en komið manni á óvart. Þegar ég var fyrst látin vita af þessu vali kom það mér alveg í opna skjöldu en ég er gríðarlega þakklát,“ segir Guðrún í samtali við Skessu- horn. Spurð hvernig það hafi komið til að hún gerðist gangbrautarvörður segir hún gangbrautavörsluna hafa verið eins og vandræðabarn sveitar- félagsins sem enginn vildi taka að sér og þá hafi hún ákveðið að gera það sjálf. „Ég byrjaði að vinna í Grunn- skólanum í Borgarnesi árið 1997 sem gangavörður og á þeim tíma var gangbrautavarsla í höndum bæjar- vinnumanna og svo færðist þetta eiginlega yfir á hitaveitustarfsmenn að standa þarna á morgnana. Þeir kærðu sig náttúrulega ekkert um að sinna þessu svo það var leitað upp í grunnskóla eftir fólki og það þróaðist bara þannig að ég fór að gera þetta. Ég bý við Böðv- arsgötu og geng þessa leið til vinnu á morgnana svo þetta bara hentaði vel,“ segir Guð- rún, sem er í dag hætt að vinna í grunnskólanum en mætir þó áfram alla virka morgna við gangbrautina. „Ég er ein af þessum þrjóskustu sem hættir ekkert alveg í vinnunni. Þetta er eiginlega það mikilvægasta í mínum huga og ég held að foreldrarnir treysti á þetta og geti þá sent börnin sín af stað í skólann. Ég myndi örugg- lega fá hjartaáfall ef ég myndi vakna einn daginn klukkan hálf níu,“ segir hún og hlær. Spurð um kisuna sem Gunnlaugur minntist á í ræðu sinni svarar Guðrún að um sé að ræða kött sem fylgir barna- barni hennar af stað frá heim- ili sínu að gangbrautinni alla morgna. Þar bíður kisan með Guð- rúnu og „fær sína þjónustu,“ eins og Guðrún orðar það. Þegar börnin eru öll komin yfir Borgarbrautina fara Guðrún og kisan saman að bílnum. „Þar bíður hún þar til ég opna hurð- ina og stekkur svo inn í bílinn. Ég ek henni svo heim og hleypi henni út heima hjá sér,“ útskýrir Guðrún. arg Guðrún Birna er Borgnesingur ársins 2018 Alltaf eru hópar fólks, misjafnlega stórir, sem venja komur sínar í heitu pottana. Myndast góður vinskap- ur meðal pottverja enda oft tilefni til að ræða um mál líðandi stund- ar, stjórnmálin og helstu spennu- sögur í samfélaginu. Meðfylgjandi eru tvær myndir sem teknar voru í heitu pottunum á Akranesi og í Borgarnesi í liðinni viku. Þá blót- uðu menn þorra í yfirborðinu þar sem frost og hiti mættust. mm Blóta þorra í heitu pottunum Hér er vaskur hópur kvenna í heita pottinum í Jaðars- bakkalaug á Akranesi. Ljósm. Valdimar Hallgrímsson. Hið árlega heitapottsþorrablót í Borgarnesi. Ljósm. Sigrún Ögn Sigurðardóttir. Rás 1 og Borgfirðingurinn Guð- mundur Björn Þorbjörnsson hlaut fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2018. Viðurkenninguna hlaut hann fyrir útvarpsþættina Mark- mannshanskarnir hans Alberts Ca- mus. Í þáttunum ræðir Guðmund- ur Björn við íslenska íþróttamenn og skyggnist inn í heim íþrótta- mannsins frá öðru sjónarhorni en venjulega er gert. „Þættirnir voru fyrst birtir síðla árs 2017, en efni þeirra er tímalaust og segja má að þessir þættir hafi orðið kveikj- an að hlaðvarpsþáttunum sem eft- ir komu, en hlaðvarp varð afar vin- sælt meðal knattspyrnuáhugafólks. Guðmundur Björn er þannig frum- kvöðull í innreið hlaðvarps í ís- lenska íþróttafjölmiðlaflóru,“ segir í frétt á heimasíðu KSÍ. arg Guðmundur Björn hlaut fjölmiðla- viðurkenningu KSÍ um helgina. Hlaut fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ Talsvert hefur snjóað í Borgarnesi að undanförnu eins og víðast hvar á landinu. Þá þarf að ryðja snjó af göt- um og bílastæðum. Oddný Þórunn Bragadóttir, kaupmaður í Kristý í Borgarnesi, tók þessa mynd af mann- gerðum snjóskafli við bílastæðið við Hyrnutorg í síðustu viku. Á toppi haugsins tróndi þá innkaupakerra. Myndinni póstaði Oddný á facebo- ok síðu sína og eðli málsins vakti hún athygli og umræðu. Einn sagði að áhugavert væri að vita hver hafi verið að aka innkaupakerrunni þeg- ar moksturinn fór fram! mm Hver var að aka innkaupakerrunni?

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.