Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Síða 10

Skessuhorn - 13.02.2019, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 201910 Stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskólanna á Akranesi boðuð til baráttufundar síðastliðinn miðviku- dag, 6. febrúar, í tilefni af Degi leik- skólans. Fundurinn var afar vel sótt- ur, en milli 70 og 80 manns úr starf- liði leikskólanna fjögurra á Akranesi lögðu leið sína á fundinn. Leikskól- arnir fjórir eru Akrasel, Garðasel, Teigasel og Vallarsel. Á fundinum voru kjaramál kenn- ara og starfsmanna leikskólanna til umræðu, auk þess sem rætt var um starfsaðstöðu í leikskólum bæjarins og stöðu leikskólanna á Akranesi al- mennt. Í lok fundar var samþykkt ályktun þar sem leikskólafólk lýsir áhyggjum af stöðu og þróun leik- skólamála á Akranesi og kallar eftir samtali við bæjaryfirvöld þar um. Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskóla- stjóri Garðasels, stjórnaði fundin- um. Hún byrjaði á að fara yfir dag- skrána og sagði nokkur orð. Í máli hennar kom fram að pláss væri á þrotum í leikskólum bæjarins, leik- rými á hvert barna væri of lítið og of mörg börn á deildum. Vakti hún máls á því að bæjaryfirvöld hefðu ekki mótað skýra stefnu til fram- tíðar í leikskólamálum í bænum fyr- ir stjórnendur, kennara og starfs- fólk að vinna eftir. „Sú stefna ætti að vera til,“ sagði Ingunn og kallaði eft- ir því að hún yrði mótuð sem fyrst. Því næst kynnti Ingunn til leiks gesti kvöldsins, þá Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara og Vilhjálm Birgisson, formann Verka- lýðsfélags Akraness. Leikskólastigið vaxið gríðarlega Haraldur tók fyrstur til máls og ræddi um kjaramál leikskólakenn- ara og stöðu leikskólamála almennt. Hann sagði að í stóra samhenginu fælist vandi leikskólastigsins í því að of fáir menntaðir leikskólakennarar væru starfandi í leikskólum lands- ins. Ekki hefðu nægilega margir út- skrifast úr námi undanfarna áratugi, á sama tíma og leikskólastigið hefði vaxið gríðarlega, meðal annars eft- ir að farið var að bjóða yngri börn- um leikskólapláss. Þá sagði hann enn fremur að hálfsdagspláss þekkt- ust varla lengur. „Eins og staðan er í dag vantar 1300 leikskólakennara á landsvísu til að uppfylla lög um hlut- fall kennaramenntaðra í leikskólum landsins. Lögin gera ráð fyrir að tveir þriðju hlutar starfsfólks skuli vera leikskólakennaramenntaðir, en eins og staðan er í dag er hlutfall- ið aðeins einn þriðji á landinu. Þetta hlutfall hefur verið óbreytt síðan 1998,“ sagði Haraldur en hafði orð á því að Akranes væri vel sett miðað við mörg önnur sveitarfélög. Hlut- fall leikskólakennaramenntaðra á Akranesi er 59%, sem er langt yfir því sem gengur og gerist á landinu. Næst vék Haraldur að kjaramál- um leikskólakennara. Hann sagði að undanfarin ár hefði náðst ár- angur í kjarabaráttu leikskólakenn- ara. Laun leikskólakennara væru nú orðin sambærileg launum grunn- skólakennara, m.v. tölur frá Reykja- víkurborg árið 2017. Meðalheildar- laun leikskólakennara væru engu að síður 14,6% lægri en annarra há- skólamenntaðra hópa sem borgin semur við. Þá væru launin enn tals- vert lægri en meðallaun í landinu. Sagði hann gegnumgangandi að ríkið greiði sínu háskólamenntaða starfsfólki hærri laun en sveitarfé- lögin. „Fyrsta verkefni okkar er að minnka muninn milli starfsmanna sveitarfélagsins og ríkisins og síðan milli opinbera og almenna mark- aðarins. Munurinn milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið að minnka síðan 2014, en að leiðrétta mun milli opinbera og almenna mark- aðarins er þrautin þyngri,“ sagði Haraldur. Hann ræddi jafnframt um lengd vinnuvikunnar í fram- sögu sinni Benti hann á að vinnu- vika grunnskólakennara væri að 46 vinnustundir en leikskólakennarar ynnu 40 stundir. Með lengri viku vinna grunnskólakennarar af sér mun lengra sumarfrí en leikskóla- kennarar. „Ég sé það ekki gerast að lengja vinnuviku leikskólakenn- ara miðað við hvað álagið er mikið í dag. Hins vegar eru núna uppi hug- myndir um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir. Væru leikskólakennar- ar til í að taka þátt í því, s.s. stytta vinnuvikuna í 35 stundir en hafa val um að vinna áfram 40 tíma á viku og fá þá lengra sumarfrí? Með því að stytta vikuna í 35 tíma en vinna áfram 40 myndu leikskólakennarar vinna af sér 28,125 daga á ári, sem er sambærilegur fjöldi og dagarnir sem grunnskólakennarar vinna af sér á ári hverju,“ sagði hann. „Ég sé fyrir mér að hægur vandi sé að búa til kerfi í atvinnulífinu þar sem sama er uppi á teningnum, þ.e. að stytta vinnuvikuna í 35 stundir en for- eldrar geti valið að vinna áfram 40 tíma og taka þá lengra sumarfrí með börnum sínum,“ sagði Haraldur að endingu. „Allir geti lifað af launum sínum“ Næstur tók til máls Vilhjálmur Birg- isson. Sem formaður Verkalýðs- félags Akraness benti hann á að kjör ófaglærðra starfsmanna leikskólanna heyrðu undir verkalýðshreyfinguna. Vilhjálmur sagði að kröfugerðin fyr- ir komandi kjarasamningaviðræð- ur væri á lokastigi, en samningarn- ir renna út 31. mars næstkomandi. Þar væri krafan sú sama og á hinum almenna vinnumarkaði: „Að allir geti lifað af sínum launum og haldið mannlegri reisn, en slíku er alls ekki til að dreifa í dag. Það er bláköld staðreynd að það er fullt af fólki sem nær ekki endum saman frá mánuði til mánaðar,“ þrumaði Vilhjálmur yfir hópinn. „Laun ófaglærðs starfs- fólks leikskólanna eiga að duga fyrir þeim lágmarksframfærsluviðmiðum sem stjórnvöld hafa gefið út,“ sagði hann. Næst gerði hann grein fyrir því að fólk á lágmarkslaunum hefði 233 þúsund í ráðstöfunartekjur á mánuði eftir skatta og annan frá- drátt. Þá vantaði 114 þúsund upp á að ná lágmarksviðmiðinu. „Ófag- lærður starfsmaður á leikskóla fær um 340 þúsund á mánuði eftir 15 ár í starfi. Það gera 262 þúsund krón- ur í útborguð laun sem þýðir að enn vantar 85 þúsund krónur upp á að ná lágmarksframfærsluviðmiðinu,“ sagði Vilhjálmur. Næst sagði hann að sveitarfélögin greiddu verstu launin og vísaði í tölur Hagstofunn- ar máli sínu til stuðnings. Þar kom fram að meðalheildarlaun á almenn- um vinnumarkaði væru 730 þúsund krónur á mánuði en 744 þúsund hjá ríkinu. „En þau eru 569 þúsund hjá sveitarfélögunum. 65% starfsmanna sveitarfélaganna eru með laun undir 600 þúsund krónum á mánuði, sam- anborið við 30% ríkisstarfsmanna og 45% á almennum vinnumark- aði,“ sagði Vilhjálmur. Hann nefndi jafnframt að hann myndi óska eft- ir samtali við bæjaryfirvöld um sér- ákvæði í samningum. Í þónokkrum sveitarfélögum hefði starfsfólk sam- ið um sérákvæði beint við sveitarfé- lagið og það leitt til betri samninga en eru í gildi við starfsmenn Akra- neskaupstaðar í dag. „Nágrannar okkar í Hvalfjarðarsveit greiða öllum ófaglærðum starfsmönnum grunn- og leikskóla 22 þúsund króna auka- greiðslu í hverjum mánuði,“ nefndi Vilhjálmur sem dæmi. Að lokum nefndi Vilhjálmur að auka mætti ráðstöfunartekjur með fleiri leiðum en beinum launahækk- unum, s.s. lægri sköttum á lág- og millitekjufólk, lægra vaxtastigi og leiguvernd. Þegar Vilhjálmur hafði lokið máli sínu steig Ingunn í pontu að nýju. Sagði hún að stjórnendur leikskól- anna á Akranesi stæðu þétt við bakið á öllu starfsfólki í sinni kjarabaráttu, bæði leikskólakennurum og ófag- lærðum. „Enginn leikskóli þrífst án góðra leiðbeinanda og kennara. Vel- ferð starfsfólksins er hagsmunamál okkar allra,“ sagði Ingunn. Sendu bæjaryfirvöldum áskorun Næst gaf Ingunn Brynhildi Björgu Jónsdóttur, leikskólastjóra Vallar- sels, orðið. Björg las upp ályktun sem borin var upp og samþykkt af fundarmönnum. Ályktunin var síð- an send bæjaryfirvöldum á fimmtu- dagsmorgun. Í henni lýsa stjórnend- ur, kennarar og starfsfólk leikskól- anna á Akranesi áhyggjum af stöðu og þróun leikskólamála í bænum og kalla eftir samtali við bæjaryfir- völd þar um. Í ályktuninni bend- ir leikskólafólk á að Akranes sé vax- andi samfélag og væntingar uppi um að fjölskyldufólk flytjist til bæjar- ins, en þá séu góðir skólar og þjón- usta þeirra lykilþáttur við val á bú- setu. „Frá árinu 2008 hefur engin uppbygging verið í leikskólamálum á Akranesi eða frá því að leikskólinn Akrasel var opnaður í ágúst 2008. Síðan þá hefur þjónustustig leikskól- anna aukist og breyst m.a. með inn- töku yngri barna,“ segir í ályktun- inni. „Í dag er leikrými barna á leik- skólum of lítið og hefur það áhrif á tengslamyndun barna, málþroska, kvíða, einbeitingu og gæði sam- skipta. Lítið rými og þrengsli, há- vaði, erill og álag í daglegu lífi leik- skólabarna og leikskólafólk á ekki að vera eðlilegur hluti starfsumhverf- is,“ segir í ályktuninni. „Skipuleggja þarf leikskólaumhverfið út frá þörf- um þeirra sem þar starfa. Fækka þarf börnum á deildum, endurskoða fer- metraviðmið sem ræður fjölda barna og fara í breytingar á eldra húsnæði og aðlaga það breyttum forsendum skólastarfs. Bygging nýs leikskóla er orðin tímabær.“ Kallað er eftir því að þátttaka Akraneskaupstaðar í menntun leik- skólakennara verði endurskoðuðu á ný, þar sem viðmið laga um hlut- fall leikskólakennara sé ekki upp- fyllt í dag. Mikilvægt sé að allir legg- ist á eitt til að viðhalda háu mennt- unarhlutfalli í leikskólunum, ásamt því að styðja við aðrar námsbrautir sem nýtast starfsfólki leikskólanna. „Í dag stígum við fyrsta skrefið í átt að óskum um breytingar. Við ætlum að standa vörð um starfsumhverfi barna og starfsfólks og réttum þenn- an kyndil yfir til bæjaryfirvalda og óskum eftir viðbrögðum hið fyrsta. Við erum fyrst og síðast samherjar og viljum öll að leikskólar á Akra- nesi séu aðlaðandi og góðir vinnu- staðir fyrir börn og starfsfólk, ávallt í fremstu röð í gæðum og aðbúnaði.“ kgk Lýsa áhyggjum af stöðu og þróun leikskólamála á Akranesi Leikskólafólk boðaði til baráttufundar á Degi leikskólans Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara og Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, héldu erindi á fundinum. Við hlið Vilhjálms situr Vilborg Guðný Valgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri Vallarsels. Á flestum borðum voru miklar umræður áður en fundurinn hófst. Margrét Þóra Jónsdóttir, leikskólastjóri Teigasels, er næst í mynd. Við hlið hennar er Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri Garðasels, sem stjórnaði fundinum. Júlíana Rose Júlíusdóttir, leiðbeinandi á Teigaseli og Heiður Har- aldsdóttir, iðjuþjálfi á Teigaseli. Ingunn Sveinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Garðasels og Brynhildur Björg Jónsdóttir, leikskólastjóri Vallarsels, ræða saman.Valgerður Stefánsdóttir, leiðbeinandi á Akraseli. Ragnhildur Jónsdóttir og Hildur Sif Sigurjónsdóttir, leikskólakenn- arar á Vallarseli.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.